Tvennt í boði í borginni Diljá Mist Einarsdóttir og Hildur Sverrisdóttir skrifa 13. maí 2022 07:45 Á morgun, laugardag, gefst borgarbúum færi á því að velja það hvernig borginni okkar er stýrt næstu fjögur árin. Reykjavík er að mörgu leyti frábær og skemmtileg borg. Hún er iðandi af mannlífi og menningu og ósnortin náttúran er skammt undan. Skíðasvæði í túnfætinum, laxveiðiá í miðju þéttbýlinu, golfvöllur innan borgarmarka og þéttofnar reiðleiðir á útjaðrinum eru aðeins nokkur sérkenni borgarinnar okkar. Reykjavík er einstök á heimsvísu. Það er hins vegar hökt í borginni. Borgarbúar eru óánægðir með þjónustuna. Framkvæmdir standa á sér. Rekstur borgarinnar er losaralegur, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Vandræðagangur í leikskólamálum veldur því að tæplega þúsund börn sitja föst á biðlistum um alla borg. Þrifnaði á götum og torgum er ábótavant. Skattar og álögur eru í hæstu hæðum. Borgin okkar á skilið að nýtt fólk taki við stjórnartaumunum. Sjálfstæðismenn í Reykjavík boða Reykjavík þar sem forgangsraðað er í þágu grunnþjónustu við borgarbúa. Borg þar sem reksturinn er tekinn föstum tökum. Borg sem stendur með íbúum sínum og atvinnurekendum þegar þau finna fyrir verðhækkunum á öllum vígstöðvum, frystir fasteignagjöld þannig hægt sé að koma böndum á hækkandi útgjöld heimilanna. Borg sem tekur utan um öflugt atvinnulíf í stað þess að leggja stein í götu þess. Reykvíkingar ganga að kjörkössunum á laugardag og valið er skýrt. Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum er atkvæði með breyttri og betri stjórn á borginni. Atkvæði greitt öðrum er atkvæði með áframhaldandi losarabrag. Það er bara tvennt í boði. Kjósum aðgerðir í stað orða. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn. Höfundar eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Á morgun, laugardag, gefst borgarbúum færi á því að velja það hvernig borginni okkar er stýrt næstu fjögur árin. Reykjavík er að mörgu leyti frábær og skemmtileg borg. Hún er iðandi af mannlífi og menningu og ósnortin náttúran er skammt undan. Skíðasvæði í túnfætinum, laxveiðiá í miðju þéttbýlinu, golfvöllur innan borgarmarka og þéttofnar reiðleiðir á útjaðrinum eru aðeins nokkur sérkenni borgarinnar okkar. Reykjavík er einstök á heimsvísu. Það er hins vegar hökt í borginni. Borgarbúar eru óánægðir með þjónustuna. Framkvæmdir standa á sér. Rekstur borgarinnar er losaralegur, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Vandræðagangur í leikskólamálum veldur því að tæplega þúsund börn sitja föst á biðlistum um alla borg. Þrifnaði á götum og torgum er ábótavant. Skattar og álögur eru í hæstu hæðum. Borgin okkar á skilið að nýtt fólk taki við stjórnartaumunum. Sjálfstæðismenn í Reykjavík boða Reykjavík þar sem forgangsraðað er í þágu grunnþjónustu við borgarbúa. Borg þar sem reksturinn er tekinn föstum tökum. Borg sem stendur með íbúum sínum og atvinnurekendum þegar þau finna fyrir verðhækkunum á öllum vígstöðvum, frystir fasteignagjöld þannig hægt sé að koma böndum á hækkandi útgjöld heimilanna. Borg sem tekur utan um öflugt atvinnulíf í stað þess að leggja stein í götu þess. Reykvíkingar ganga að kjörkössunum á laugardag og valið er skýrt. Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum er atkvæði með breyttri og betri stjórn á borginni. Atkvæði greitt öðrum er atkvæði með áframhaldandi losarabrag. Það er bara tvennt í boði. Kjósum aðgerðir í stað orða. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn. Höfundar eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun