C þig á kjörstað Sara Dögg Svanhildardóttir, Guðlaugur Kristmundsson og Rakel Steinberg Sölvadóttir skrifa 14. maí 2022 07:00 Á laugardaginn færð þú kæri kjósandi tækifæri til að nýta kosningaréttinn. Við hvetjum þig til að mæta á kjörstað og taka þannig þátt í virku lýðræði, sýna kjörnum fulltrúum aðhald og taka afstöðu. Frambjóðendur Viðreisnar er hópur fólks sem brennur fyrir upplýstari, sanngjarnari og skilvirkari Garðabæ þar sem ábyrg fjármálastjórn mun skila sér í aukinni þjónustu og velferð fyrir okkur öll. Búseta frambjóðenda er jafnt dreifð milli allra hverfa bæjarins og munum við berjast fyrir uppbyggingu og sérkennum allra hverfa. Líka gleymdu hverfanna, Urriðaholti og Álftanesi Aftur í forystu í skólamálum Við viljum fjölbreytta skóla og alvöru valfrelsi þar sem Garðabær tekur forystu á ný í skólamálum. Við viljum skólabyggingar sem er vel viðhaldið og mæta þörfum allra barna óháð námslegri eða félagslegri stöðu. Tryggja þarf að skólar bjóða upp á öflugt og eftirsóknarvert unglingastig í öllum grunnskólum sem starfa á unglingastigi og gott rými fyrir félagsstarf innan þeirra allra. Við viljum standa með starfsfólkinu okkar og gera vinnuumhverfi skólanna eftirsóknarvert. Við viljum lækka leikskólagjöld og huga betur að velferð barna meðal annars með því að bjóða upp á foreldrafræðslu og snemmtækan stuðning. Ábyrg fjármálastjórn í þágu velferðar Við viljum að Garðabær sé rekinn með ábyrgum og sjálfbærum hætti með traustum innviðum. Við viljum taka miklu stærri skref í stafrænni þróun til að efla þjónustu við íbúa og skilvirkari störf starfsmanna. Við viljum gagnsæi og lýðræði þar sem almennahagsmunir eru teknir fram yfir sérhagsmuni. Við viljum tryggja hátt þjónustustig þegar kemur að velferð og velferðarþjónustu sem byggir á mannréttindum, virðingu, virkni og sjálfsákvörðunarrétti hvers og eins. Við viljum að allir fái notið hæfileika sinna án tillits til fötlunar, veikinda, aldurs, atvinnuleysis eða félagslegra erfiðleika. Umhverfisvæn og samfélagslega ábyrg uppbygging Við viljum fjölga valkostum fyrir íbúa Garðabæjar, hraða uppbyggingu og tryggja uppbyggingu innviða. Við viljum umhverfisvænt skipulag með lýðheilsu fólks í forgrunni, öflugum almenningssamgöngum og blómlegri og fjölbreyttri atvinnustarfsemi. Við viljum samfélag þar sem íbúar, börn jafnt sem fullorðnir, komist leiða sinna á öruggan hátt og hafi alvöru valkost um vistvænar samgöngur. Fjölbreytileiki í menningu, íþróttum og tómstundum fyrir öll Við viljum skapa umhverfi þar sem íbúar og gestir geti notið menningar og lista. Við viljum samninga við íþrótta- og æskulýðsfélög bæjarins sem tryggir þeim tækifæri til að vaxa og þróast þannig að nýjar íþróttir eða fjölbreyttari starfsemi fái tækifæri. Það á að vera í höndum félagasamtaka eða fyrirtækja að sinna þessu starfi í samstarfi við bæinn. Við viljum vel skipulagt og uppbyggilegt íþrótta- og tómstundastarf sem eflir félagslega færni og samskipti, bætir andlega og líkamlega líðan og dregur úr áhættuhegðun barna og ungmenna í Garðabæ. Þannig veitum við besta forvörn. Ferskir vindar í Garðabæ Til þess að hleypa af stað ferskum vindum Viðreisnar um Garðabæ, þá skiptir atkvæðið þitt máli. Við viljum upplýstari, fjölbreyttari og framsæknari Garðabæ þar sem ábyrg fjármálastjórn verður höfð að leiðarljósi í þágu þjónustu og velferðar fyrir okkur öll. Við viljum koma að myndun nýs meirihluta í Garðabæ. Setjum x við C og látum ferska vinda blása í Garðabæ. C þig á kjörstað. Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í GarðabæGuðlaugur Kristmundsson, markaðsstjóri og skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í GarðabæRakel Steinberg Sölvadóttir, frumkvöðull og skipar 3ja sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Rakel Steinberg Sölvadóttir Guðlaugur Kristmundsson Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á laugardaginn færð þú kæri kjósandi tækifæri til að nýta kosningaréttinn. Við hvetjum þig til að mæta á kjörstað og taka þannig þátt í virku lýðræði, sýna kjörnum fulltrúum aðhald og taka afstöðu. Frambjóðendur Viðreisnar er hópur fólks sem brennur fyrir upplýstari, sanngjarnari og skilvirkari Garðabæ þar sem ábyrg fjármálastjórn mun skila sér í aukinni þjónustu og velferð fyrir okkur öll. Búseta frambjóðenda er jafnt dreifð milli allra hverfa bæjarins og munum við berjast fyrir uppbyggingu og sérkennum allra hverfa. Líka gleymdu hverfanna, Urriðaholti og Álftanesi Aftur í forystu í skólamálum Við viljum fjölbreytta skóla og alvöru valfrelsi þar sem Garðabær tekur forystu á ný í skólamálum. Við viljum skólabyggingar sem er vel viðhaldið og mæta þörfum allra barna óháð námslegri eða félagslegri stöðu. Tryggja þarf að skólar bjóða upp á öflugt og eftirsóknarvert unglingastig í öllum grunnskólum sem starfa á unglingastigi og gott rými fyrir félagsstarf innan þeirra allra. Við viljum standa með starfsfólkinu okkar og gera vinnuumhverfi skólanna eftirsóknarvert. Við viljum lækka leikskólagjöld og huga betur að velferð barna meðal annars með því að bjóða upp á foreldrafræðslu og snemmtækan stuðning. Ábyrg fjármálastjórn í þágu velferðar Við viljum að Garðabær sé rekinn með ábyrgum og sjálfbærum hætti með traustum innviðum. Við viljum taka miklu stærri skref í stafrænni þróun til að efla þjónustu við íbúa og skilvirkari störf starfsmanna. Við viljum gagnsæi og lýðræði þar sem almennahagsmunir eru teknir fram yfir sérhagsmuni. Við viljum tryggja hátt þjónustustig þegar kemur að velferð og velferðarþjónustu sem byggir á mannréttindum, virðingu, virkni og sjálfsákvörðunarrétti hvers og eins. Við viljum að allir fái notið hæfileika sinna án tillits til fötlunar, veikinda, aldurs, atvinnuleysis eða félagslegra erfiðleika. Umhverfisvæn og samfélagslega ábyrg uppbygging Við viljum fjölga valkostum fyrir íbúa Garðabæjar, hraða uppbyggingu og tryggja uppbyggingu innviða. Við viljum umhverfisvænt skipulag með lýðheilsu fólks í forgrunni, öflugum almenningssamgöngum og blómlegri og fjölbreyttri atvinnustarfsemi. Við viljum samfélag þar sem íbúar, börn jafnt sem fullorðnir, komist leiða sinna á öruggan hátt og hafi alvöru valkost um vistvænar samgöngur. Fjölbreytileiki í menningu, íþróttum og tómstundum fyrir öll Við viljum skapa umhverfi þar sem íbúar og gestir geti notið menningar og lista. Við viljum samninga við íþrótta- og æskulýðsfélög bæjarins sem tryggir þeim tækifæri til að vaxa og þróast þannig að nýjar íþróttir eða fjölbreyttari starfsemi fái tækifæri. Það á að vera í höndum félagasamtaka eða fyrirtækja að sinna þessu starfi í samstarfi við bæinn. Við viljum vel skipulagt og uppbyggilegt íþrótta- og tómstundastarf sem eflir félagslega færni og samskipti, bætir andlega og líkamlega líðan og dregur úr áhættuhegðun barna og ungmenna í Garðabæ. Þannig veitum við besta forvörn. Ferskir vindar í Garðabæ Til þess að hleypa af stað ferskum vindum Viðreisnar um Garðabæ, þá skiptir atkvæðið þitt máli. Við viljum upplýstari, fjölbreyttari og framsæknari Garðabæ þar sem ábyrg fjármálastjórn verður höfð að leiðarljósi í þágu þjónustu og velferðar fyrir okkur öll. Við viljum koma að myndun nýs meirihluta í Garðabæ. Setjum x við C og látum ferska vinda blása í Garðabæ. C þig á kjörstað. Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í GarðabæGuðlaugur Kristmundsson, markaðsstjóri og skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í GarðabæRakel Steinberg Sölvadóttir, frumkvöðull og skipar 3ja sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar