Er lífið lotterí? Sonja Bjarnadóttir Backman skrifar 12. maí 2022 18:01 Það er óskandi að lítið verði um slys eða veikindi á sjó og landi fram undir lok mánaðar, og jafnvel í allt sumar, því staða mönnunar hjá þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands stendur ansi tæp. Mannekla hefur hrjáð þyrlusveitina í lengri tíma og eru flugmenn vanir að koma hlaupandi úr fríum og orlofum þegar ekki tekst að manna þyrlur. Bág staða í kjarasamningsmálum skiptir vitaskuld engu þegar líf eru í húfi. Fáir skilja þær aðstæður betur en þyrluflugmenn Landhelgisgæslunnar, sem koma reglulega að erfiðum slysum og sækja veikt fólk í ólgusjó, fljúga í myrkri og verstu veðrum. Eðli starfa þessara flugmanna er þannig afar ólíkt störfum annarra opinberra starfsmanna enda starfa þeir í afar krefjandi aðstæðum og undir miklu álagi. Mikilvægt er að bæði staða þeirra í starfi og flugöryggi sé vel tryggt. En það er líka mikilvægt að Landhelgisgæslan búi við eðlilegar rekstraraðstæður svo að þessi mikilvæga þjónusta sé til staðar. Engin björgunarþyrla tiltæk Í um hálfan mánuð hefur staðan verið sú að aðeins einn flugstjóri er tiltækur á vakt og mun svo áfram verða næstu tvær vikurnar. Það táknar að aðeins ein björgunaráhöfn er til taks þótt þyrlur Landhelgisgæslunnar séu þrjár talsins. Reyndar er þessi staða ekki einsdæmi – því ríflega þriðjung tímans er bara ein vakt tiltæk. Fyrr í vikunni hafði einn flugstjóri staðið vaktina allan sólarhringinn í marga daga, eða þar til hann var orðinn veikur og gat ekki mætt til vinnu. Þá varð staðan sú að enginn flugstjóri var tiltækur til björgunarflugs og ekki var hægt að sækja alvarlega slasaðan mann eftir bílslsys á suðurlandi. Í heilan dag og nótt var staðan þessi: Engin flugáhöfn tiltæk til björgunar! Snemma morguns daginn eftir barst neyðarkall frá báti sem stefndi í strand. Annar flugstjóri kom þá snemma úr fríi til að redda málunum – og stendur nú vaktina: Eini tiltæki flugstjórinn og stendur hann nú 24 tíma vaktir í heila viku. En hvað gerist ef... Það verða tvö slys með stuttu millibili? Einhver veikist eða slasast á sjó, lengur en 20 sjómílum frá landi? (Reglur kveða á um að ekki megi fara meira en 20 sjómílur frá landi þegar aðeins ein þyrluvakt er til taks.) Eini flugstjórinn veikist? Gróðureldar kvikna? Og hvað gerist í sumar þegar ferðafólki fjölgar á hálendinu og slysin fara að gerast oftar, leit og björgun verður æ tíðari? Misskilningur fjölmiðla Af fjölmiðlum í gær mátti álykta að málið hefði ekki verið stórvægilegt, neyðarkall hafi komið rétt fyrir vaktaskipti svo þyrluáhöfnin hafi bara þurft að mæta aðeins fyrr. En vaktaskipti gefa til kynna að einhver skipti hafi farið fram. Flugstjórinn sem mætti „snemma á vakt“ var hins vegar ekki að leysa neinn af því það var enginn flugstjóri á vaktinni sem fyrir var. Fjársvelt Landhelgisgæsla Þyrlur Landhelgisgæslunnar gegna ótrúlega mikilvægu hlutverki. Flugmenn þeirra eru sérþjálfaðar í leit og björgun í öllum veðrum. Álagið er gríðarlegt, ábyrgðin mikil og starfsaðstæður oft mjög erfiðar viðfangs. Ofan á þetta bætist svo auka álag sem fylgir mikilli manneklu. Að þessu sögðu er mikilvægt að klára kjarasamninga við flugmenn Landhelgisgæslunnar sem hafa nú verið samningslausir í hálft á þriðja ár. Samningar sem stranda að stórum hluta til á mikilvægu öryggisatriði sem verndar flugmenn í einmitt þessum aðstæðum, starfsaldurslistanum. Því miður virðist sem svo að Landhelgisgæslan sé fjársvelt að svo miklu leyti að hún sé vart starfhæf á stundum. Fyrir utan málefni þyrluáhafna virðist vera sem skipin standi við hafnir því olían er of dýr og eina flugvélin, TF-SIF, er leigð út í lengri tíma til annarra landa til að afla fjár fyrir Gæsluna. Þess má einnig geta að á meðan flugvélin er ekki til taks mega þyrlur ekki fara lengur en 150 sjómílur út, þó bakvakt sé tiltæk í landi, og skapar það talsverða hættu og takmarkar getu Landhelgisgæslunnar til björgunar verulega. Það hlýtur að vera krafa okkar allra að Landhelgisgæslu Íslands verði gert kleift að halda uppi þessari mikilvægu þjónustu með sóma og að rekstur hennar sé tryggður með nægilegu fjármagni! Höfundur er lögfræðingur Félags íslenskra atvinnuflugmanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landhelgisgæslan Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Það er óskandi að lítið verði um slys eða veikindi á sjó og landi fram undir lok mánaðar, og jafnvel í allt sumar, því staða mönnunar hjá þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands stendur ansi tæp. Mannekla hefur hrjáð þyrlusveitina í lengri tíma og eru flugmenn vanir að koma hlaupandi úr fríum og orlofum þegar ekki tekst að manna þyrlur. Bág staða í kjarasamningsmálum skiptir vitaskuld engu þegar líf eru í húfi. Fáir skilja þær aðstæður betur en þyrluflugmenn Landhelgisgæslunnar, sem koma reglulega að erfiðum slysum og sækja veikt fólk í ólgusjó, fljúga í myrkri og verstu veðrum. Eðli starfa þessara flugmanna er þannig afar ólíkt störfum annarra opinberra starfsmanna enda starfa þeir í afar krefjandi aðstæðum og undir miklu álagi. Mikilvægt er að bæði staða þeirra í starfi og flugöryggi sé vel tryggt. En það er líka mikilvægt að Landhelgisgæslan búi við eðlilegar rekstraraðstæður svo að þessi mikilvæga þjónusta sé til staðar. Engin björgunarþyrla tiltæk Í um hálfan mánuð hefur staðan verið sú að aðeins einn flugstjóri er tiltækur á vakt og mun svo áfram verða næstu tvær vikurnar. Það táknar að aðeins ein björgunaráhöfn er til taks þótt þyrlur Landhelgisgæslunnar séu þrjár talsins. Reyndar er þessi staða ekki einsdæmi – því ríflega þriðjung tímans er bara ein vakt tiltæk. Fyrr í vikunni hafði einn flugstjóri staðið vaktina allan sólarhringinn í marga daga, eða þar til hann var orðinn veikur og gat ekki mætt til vinnu. Þá varð staðan sú að enginn flugstjóri var tiltækur til björgunarflugs og ekki var hægt að sækja alvarlega slasaðan mann eftir bílslsys á suðurlandi. Í heilan dag og nótt var staðan þessi: Engin flugáhöfn tiltæk til björgunar! Snemma morguns daginn eftir barst neyðarkall frá báti sem stefndi í strand. Annar flugstjóri kom þá snemma úr fríi til að redda málunum – og stendur nú vaktina: Eini tiltæki flugstjórinn og stendur hann nú 24 tíma vaktir í heila viku. En hvað gerist ef... Það verða tvö slys með stuttu millibili? Einhver veikist eða slasast á sjó, lengur en 20 sjómílum frá landi? (Reglur kveða á um að ekki megi fara meira en 20 sjómílur frá landi þegar aðeins ein þyrluvakt er til taks.) Eini flugstjórinn veikist? Gróðureldar kvikna? Og hvað gerist í sumar þegar ferðafólki fjölgar á hálendinu og slysin fara að gerast oftar, leit og björgun verður æ tíðari? Misskilningur fjölmiðla Af fjölmiðlum í gær mátti álykta að málið hefði ekki verið stórvægilegt, neyðarkall hafi komið rétt fyrir vaktaskipti svo þyrluáhöfnin hafi bara þurft að mæta aðeins fyrr. En vaktaskipti gefa til kynna að einhver skipti hafi farið fram. Flugstjórinn sem mætti „snemma á vakt“ var hins vegar ekki að leysa neinn af því það var enginn flugstjóri á vaktinni sem fyrir var. Fjársvelt Landhelgisgæsla Þyrlur Landhelgisgæslunnar gegna ótrúlega mikilvægu hlutverki. Flugmenn þeirra eru sérþjálfaðar í leit og björgun í öllum veðrum. Álagið er gríðarlegt, ábyrgðin mikil og starfsaðstæður oft mjög erfiðar viðfangs. Ofan á þetta bætist svo auka álag sem fylgir mikilli manneklu. Að þessu sögðu er mikilvægt að klára kjarasamninga við flugmenn Landhelgisgæslunnar sem hafa nú verið samningslausir í hálft á þriðja ár. Samningar sem stranda að stórum hluta til á mikilvægu öryggisatriði sem verndar flugmenn í einmitt þessum aðstæðum, starfsaldurslistanum. Því miður virðist sem svo að Landhelgisgæslan sé fjársvelt að svo miklu leyti að hún sé vart starfhæf á stundum. Fyrir utan málefni þyrluáhafna virðist vera sem skipin standi við hafnir því olían er of dýr og eina flugvélin, TF-SIF, er leigð út í lengri tíma til annarra landa til að afla fjár fyrir Gæsluna. Þess má einnig geta að á meðan flugvélin er ekki til taks mega þyrlur ekki fara lengur en 150 sjómílur út, þó bakvakt sé tiltæk í landi, og skapar það talsverða hættu og takmarkar getu Landhelgisgæslunnar til björgunar verulega. Það hlýtur að vera krafa okkar allra að Landhelgisgæslu Íslands verði gert kleift að halda uppi þessari mikilvægu þjónustu með sóma og að rekstur hennar sé tryggður með nægilegu fjármagni! Höfundur er lögfræðingur Félags íslenskra atvinnuflugmanna
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar