Valið er skýrt í Reykjavík Hildur Björnsdóttir skrifar 12. maí 2022 14:31 Borgarbúar standa frammi fyrir augljósum kostum nú á laugardag. Að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og nýja forystu í borgina, eða einhvern hinna og stuðla með því að enn einni útfærslunni af því sama í Reykjavík. Valið er skýrt. Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum er ákall um breytingar í Reykjavík. Atkvæði greitt einhverjum hinna flokkanna er ávísun á óbreytt ástand í borginni. Hleypum nýju fólki að Síðustu þrjá áratugi hefur Reykjavík meira og minna verið stjórnað af sama fólkinu. Borgarstjóri hefur verið í áhrifastöðu í borginni – með örstuttum hléum – í tuttugu ár. Með tímanum verður stjórnmálafólk samdauna valdinu. Kerfi fara að snúast um kerfin sjálf en ekki fólkið sem þeim er ætlað að þjóna. Þetta er því miður raunin í Reykjavík. Borgin heldur áfram að safna skuldum. Biðlistar á leikskólana lengjast með hverju kjörtímabilinu. Gæluverkefni eru látin mæta forgangi meðan einföldustu mál á borð við þrif sitja á hakanum. Borgarsjóður er ósjálfbær, en rykið er dustað af sömu loforðum á fjögurra ára fresti. Sömu loforð. Sama andlit á plakatinu, bara fjórum árum eldra. Til allrar hamingju er lausnin einföld. Hleypum nýju fólki að. Einfalt er best Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill einfalda líf borgarbúa. Reykvíkingar eiga ekki að verða sérstaklega varir við borgaryfirvöld í sínu daglega lífi. Borgarbúar eiga einfaldlega að geta treyst því að sú þjónusta sem þeir greiða fyrir með sköttunum sínum virki. Það er kominn tími á nýja nálgun í Reykjavík. Við verðum að treysta reksturinn og minnka skuldir borgarinnar – og búa þannig til svigrúm til að lækka skatta á íbúana. Við þurfum að einblína á grunnþjónustuna. Leikskólapláss eiga að standa öllum börnum til boða við 12 mánaða aldur, tryggja þarf raunverulegt valfrelsi í samgöngum, nægt framboð af húsnæði fyrir alla aldurshópa og öfluga íþróttainnviði í öllum hverfum. Borgin þarf líka að vera hrein og vel hirt þannig að borgarbúar geti verið stoltir af. Valið er skýrt á laugardaginn. Sjálfstæðisflokkurinn eða enn ein útgáfan af því sama. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Sjá meira
Borgarbúar standa frammi fyrir augljósum kostum nú á laugardag. Að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og nýja forystu í borgina, eða einhvern hinna og stuðla með því að enn einni útfærslunni af því sama í Reykjavík. Valið er skýrt. Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum er ákall um breytingar í Reykjavík. Atkvæði greitt einhverjum hinna flokkanna er ávísun á óbreytt ástand í borginni. Hleypum nýju fólki að Síðustu þrjá áratugi hefur Reykjavík meira og minna verið stjórnað af sama fólkinu. Borgarstjóri hefur verið í áhrifastöðu í borginni – með örstuttum hléum – í tuttugu ár. Með tímanum verður stjórnmálafólk samdauna valdinu. Kerfi fara að snúast um kerfin sjálf en ekki fólkið sem þeim er ætlað að þjóna. Þetta er því miður raunin í Reykjavík. Borgin heldur áfram að safna skuldum. Biðlistar á leikskólana lengjast með hverju kjörtímabilinu. Gæluverkefni eru látin mæta forgangi meðan einföldustu mál á borð við þrif sitja á hakanum. Borgarsjóður er ósjálfbær, en rykið er dustað af sömu loforðum á fjögurra ára fresti. Sömu loforð. Sama andlit á plakatinu, bara fjórum árum eldra. Til allrar hamingju er lausnin einföld. Hleypum nýju fólki að. Einfalt er best Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill einfalda líf borgarbúa. Reykvíkingar eiga ekki að verða sérstaklega varir við borgaryfirvöld í sínu daglega lífi. Borgarbúar eiga einfaldlega að geta treyst því að sú þjónusta sem þeir greiða fyrir með sköttunum sínum virki. Það er kominn tími á nýja nálgun í Reykjavík. Við verðum að treysta reksturinn og minnka skuldir borgarinnar – og búa þannig til svigrúm til að lækka skatta á íbúana. Við þurfum að einblína á grunnþjónustuna. Leikskólapláss eiga að standa öllum börnum til boða við 12 mánaða aldur, tryggja þarf raunverulegt valfrelsi í samgöngum, nægt framboð af húsnæði fyrir alla aldurshópa og öfluga íþróttainnviði í öllum hverfum. Borgin þarf líka að vera hrein og vel hirt þannig að borgarbúar geti verið stoltir af. Valið er skýrt á laugardaginn. Sjálfstæðisflokkurinn eða enn ein útgáfan af því sama. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun