Valsfjölskylda gæti hafa varið 250 þúsund krónum í miða á tveimur mánuðum Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2022 08:01 Stuðningsmenn Vals á öllum aldri hafa skemmt sér vel síðustu vikurnar. vísir/Hulda Margrét Valsarar ætla sér að vera stórveldi í stóru boltagreinunum þremur, hjá konum og körlum, eins og síðustu vikur hafa sýnt svo glögglega. Stuðningsmenn Vals gætu mögulega mætt á 29 heimaleiki á aðeins tveimur mánuðum. Valur hefur átt fulltrúa í öllum úrslitakeppnunum fjórum í handbolta og körfubolta og á einnig lið í fremstu röð í Bestu deildum karla og kvenna. Lið félagsins hafa jafnvel verið að spila þrjá leiki á sama degi og mikið líf og fjör verið á Hlíðarenda, eins og til að mynda í gærkvöld þegar kvennaliðið í handbolta og karlaliðið í körfubolta spiluðu. Vísitöluvalsfjölskylda gæti því hafa varið 134 þúsund krónum í miðakaup með því að mæta aðeins á heimaleiki Vals í apríl og maí, hjá liðunum sex sem félagið á í handbolta, körfubolta og fótbolta. Miði fyrir fullorðinn kostar í flestum tilvikum 2.000 krónur. Valsarar hafa getað fagnað mikið síðustu vikur og gætu uppskorið fleiri en einn og fleiri en tvo Íslandsmeistaratitla.vísir/Hulda Margrét Ef útileikjunum í þessum tveimur mánuðum er bætt við hátt í tvöfaldast upphæðin og nemur 253.000 krónum hjá einni fjölskyldu, með tvo fullorðna og tvö börn. Fjölskyldan þyrfti þá að mæta á alla 55 leikina sem í boði voru og eru á 61 degi í apríl og maí. Í þessari upphæð er þó gert ráð fyrir því að Valur komist í fimm leikja úrslitaeinvígi í Olís-deild kvenna í handbolta og að til oddaleikja komi í úrslitunum í Olís-deild karla, þar sem Valur mætir ÍBV, og í Subway-deild karla í körfubolta. Valskonur féllu út í undanúrslitum í Subway-deild kvenna en náðu þó að spila tvo heimaleiki. Við bætist ferðakostnaður og kaup á veitingum Í upphæðinni er hins vegar aðeins kostnaður við miða. Ekki er gert ráð fyrir ferðakostnaði en stuðningsmenn Vals fá til dæmis tvö tækifæri til að heimsækja Skagafjörð í þessum mánuði. Þá er heldur ekki gert ráð fyrir kostnaði við kalt öl í Fjósinu fyrir leik eða kaupum á hamborgurum og öðru sjoppufæði sem í boði er fyrir fjölskyldur á leikjum á Hlíðarenda og ætti að færa Val helling af krónum í kassann. Spennan er mikil í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta.vísir/bára Aðeins dýrara á úrslitin í körfunni Samkvæmt upplýsingum frá Val er miðaverð á leiki í flestum tilvikum 2.000 krónur og frítt fyrir börn 15 ára og yngri. Þó hefur kostað 2.500 krónur á leiki karlaliðsins í körfubolta sem freistar þess að vinna langþráðan Íslandsmeistaratitil, og 1.000 krónur fyrir börn. Hér að neðan má sjá heimaleiki Vals á Hlíðarenda í apríl og maí, í handbolta, körfubolta og fótbolta. Mögulegt er að einn bikarleikur bætist við hjá kvennaliðinu í fótbolta. Heimaleikir Vals í apríl og maí Kvennalið Vals í handbolta: 3. apríl: Valur – Haukar, deildarleikur 14. apríl: Valur – KA/Þór, deildarleikur 6. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit 12. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit Einnig mögulega: 16. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit 23. maí: Valur – Fram, úrslit 29. maí: Valur – Fram, úrslit Karlalið Vals í handbolta: 6. apríl: Valur – Haukar, deildarleikur 21. apríl: Valur – Fram, 8-liða úrslit 2. maí: Valur – Selfoss, undanúrslit 8. maí: Valur – Selfoss, undanúrslit 19. maí: Valur – ÍBV, úrslit 25. maí: Valur – ÍBV, úrslit Einnig mögulega: 30. maí: Valur – ÍBV, úrslit Kvennalið Vals í körfubolta: 4. apríl: Valur – Haukar, undanúrslit 10. apríl: Valur – Haukar, undanúrslit Karlalið Vals í körfubolta: 5. apríl: Valur – Stjarnan, 8-liða úrslit 11. apríl: Valur – Stjarnan, 8-liða úrslit 23. apríl: Valur – Þór Þ., undanúrslit 6. maí: Valur – Tindastóll, úrslit 12. maí: Valur – Tindastóll, úrslit Einnig mögulega: 18. maí: Valur – Tindastóll, úrslit Kvennalið Vals í fótbolta: 26. apríl: Valur – Þróttur, deildarleikur 9. maí: Valur – Keflavík, deildarleikur 19. maí: Valur – KR, deildarleikur Karlalið Vals í fótbolta: 19. apríl: Valur – ÍBV, deildarleikur 30. apríl: Valur – KR, deildarleikur 11. maí: Valur – ÍA, deildarleikur 22. maí: Valur – Víkingur, deildarleikur Valur Subway-deild kvenna Subway-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Sjá meira
Valur hefur átt fulltrúa í öllum úrslitakeppnunum fjórum í handbolta og körfubolta og á einnig lið í fremstu röð í Bestu deildum karla og kvenna. Lið félagsins hafa jafnvel verið að spila þrjá leiki á sama degi og mikið líf og fjör verið á Hlíðarenda, eins og til að mynda í gærkvöld þegar kvennaliðið í handbolta og karlaliðið í körfubolta spiluðu. Vísitöluvalsfjölskylda gæti því hafa varið 134 þúsund krónum í miðakaup með því að mæta aðeins á heimaleiki Vals í apríl og maí, hjá liðunum sex sem félagið á í handbolta, körfubolta og fótbolta. Miði fyrir fullorðinn kostar í flestum tilvikum 2.000 krónur. Valsarar hafa getað fagnað mikið síðustu vikur og gætu uppskorið fleiri en einn og fleiri en tvo Íslandsmeistaratitla.vísir/Hulda Margrét Ef útileikjunum í þessum tveimur mánuðum er bætt við hátt í tvöfaldast upphæðin og nemur 253.000 krónum hjá einni fjölskyldu, með tvo fullorðna og tvö börn. Fjölskyldan þyrfti þá að mæta á alla 55 leikina sem í boði voru og eru á 61 degi í apríl og maí. Í þessari upphæð er þó gert ráð fyrir því að Valur komist í fimm leikja úrslitaeinvígi í Olís-deild kvenna í handbolta og að til oddaleikja komi í úrslitunum í Olís-deild karla, þar sem Valur mætir ÍBV, og í Subway-deild karla í körfubolta. Valskonur féllu út í undanúrslitum í Subway-deild kvenna en náðu þó að spila tvo heimaleiki. Við bætist ferðakostnaður og kaup á veitingum Í upphæðinni er hins vegar aðeins kostnaður við miða. Ekki er gert ráð fyrir ferðakostnaði en stuðningsmenn Vals fá til dæmis tvö tækifæri til að heimsækja Skagafjörð í þessum mánuði. Þá er heldur ekki gert ráð fyrir kostnaði við kalt öl í Fjósinu fyrir leik eða kaupum á hamborgurum og öðru sjoppufæði sem í boði er fyrir fjölskyldur á leikjum á Hlíðarenda og ætti að færa Val helling af krónum í kassann. Spennan er mikil í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta.vísir/bára Aðeins dýrara á úrslitin í körfunni Samkvæmt upplýsingum frá Val er miðaverð á leiki í flestum tilvikum 2.000 krónur og frítt fyrir börn 15 ára og yngri. Þó hefur kostað 2.500 krónur á leiki karlaliðsins í körfubolta sem freistar þess að vinna langþráðan Íslandsmeistaratitil, og 1.000 krónur fyrir börn. Hér að neðan má sjá heimaleiki Vals á Hlíðarenda í apríl og maí, í handbolta, körfubolta og fótbolta. Mögulegt er að einn bikarleikur bætist við hjá kvennaliðinu í fótbolta. Heimaleikir Vals í apríl og maí Kvennalið Vals í handbolta: 3. apríl: Valur – Haukar, deildarleikur 14. apríl: Valur – KA/Þór, deildarleikur 6. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit 12. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit Einnig mögulega: 16. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit 23. maí: Valur – Fram, úrslit 29. maí: Valur – Fram, úrslit Karlalið Vals í handbolta: 6. apríl: Valur – Haukar, deildarleikur 21. apríl: Valur – Fram, 8-liða úrslit 2. maí: Valur – Selfoss, undanúrslit 8. maí: Valur – Selfoss, undanúrslit 19. maí: Valur – ÍBV, úrslit 25. maí: Valur – ÍBV, úrslit Einnig mögulega: 30. maí: Valur – ÍBV, úrslit Kvennalið Vals í körfubolta: 4. apríl: Valur – Haukar, undanúrslit 10. apríl: Valur – Haukar, undanúrslit Karlalið Vals í körfubolta: 5. apríl: Valur – Stjarnan, 8-liða úrslit 11. apríl: Valur – Stjarnan, 8-liða úrslit 23. apríl: Valur – Þór Þ., undanúrslit 6. maí: Valur – Tindastóll, úrslit 12. maí: Valur – Tindastóll, úrslit Einnig mögulega: 18. maí: Valur – Tindastóll, úrslit Kvennalið Vals í fótbolta: 26. apríl: Valur – Þróttur, deildarleikur 9. maí: Valur – Keflavík, deildarleikur 19. maí: Valur – KR, deildarleikur Karlalið Vals í fótbolta: 19. apríl: Valur – ÍBV, deildarleikur 30. apríl: Valur – KR, deildarleikur 11. maí: Valur – ÍA, deildarleikur 22. maí: Valur – Víkingur, deildarleikur
Kvennalið Vals í handbolta: 3. apríl: Valur – Haukar, deildarleikur 14. apríl: Valur – KA/Þór, deildarleikur 6. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit 12. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit Einnig mögulega: 16. maí: Valur – KA/Þór, undanúrslit 23. maí: Valur – Fram, úrslit 29. maí: Valur – Fram, úrslit Karlalið Vals í handbolta: 6. apríl: Valur – Haukar, deildarleikur 21. apríl: Valur – Fram, 8-liða úrslit 2. maí: Valur – Selfoss, undanúrslit 8. maí: Valur – Selfoss, undanúrslit 19. maí: Valur – ÍBV, úrslit 25. maí: Valur – ÍBV, úrslit Einnig mögulega: 30. maí: Valur – ÍBV, úrslit Kvennalið Vals í körfubolta: 4. apríl: Valur – Haukar, undanúrslit 10. apríl: Valur – Haukar, undanúrslit Karlalið Vals í körfubolta: 5. apríl: Valur – Stjarnan, 8-liða úrslit 11. apríl: Valur – Stjarnan, 8-liða úrslit 23. apríl: Valur – Þór Þ., undanúrslit 6. maí: Valur – Tindastóll, úrslit 12. maí: Valur – Tindastóll, úrslit Einnig mögulega: 18. maí: Valur – Tindastóll, úrslit Kvennalið Vals í fótbolta: 26. apríl: Valur – Þróttur, deildarleikur 9. maí: Valur – Keflavík, deildarleikur 19. maí: Valur – KR, deildarleikur Karlalið Vals í fótbolta: 19. apríl: Valur – ÍBV, deildarleikur 30. apríl: Valur – KR, deildarleikur 11. maí: Valur – ÍA, deildarleikur 22. maí: Valur – Víkingur, deildarleikur
Valur Subway-deild kvenna Subway-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Sjá meira