Oddvitar Framsóknarflokksins boða ekki farsæld fyrir öll börn Lúðvík Júlíusson skrifar 12. maí 2022 11:15 Oddvitar Framsóknarflokksins skrifa saman grein um farsæld fyrir börn, “Farsæl born á höfuðborgarsvæðinu.” Ég verð að benda á nokkrar staðreyndarvillur í málflutningi þeirra. Þeir fara ekki með rétt mál. Þeir skrifa: „Þau lög [farsældarlögin] boða skyldu til þess að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að viðeigandi þjónustu þvert á þjónustukerfi og án hindrana og að þjónustan komi til barnsins en ekki öfugt.” og „.. einnig er þar að finna nýmæli um að öll börn og foreldrar þeirra sem á þurfi að halda hafi rétt til aðgangs að aðila sem getur aðstoðað þau við að fá viðeigandi þjónustu og haldið utan um mál þeirra” Þetta er rangt. Hið rétta er að þjónustan er takmörkuð við lögheimili barns. Enn er gert ráð fyrir því að foreldri sem fær barn í umgengni, viku-viku og deilir forsjá með hinu foreldrinu hafi ekki rétt á að sækja um þjónustu, fá að vera með þegar þjónusta er veitt, fá að vera á teymisfundum, fá upplýsingar með eðlilegum hætti og vera barni sínu til halds og trausts. Foreldrið fær ekki einu sinni málastjóra eða tengilið. Hér er ekki hugsað um hagsmuni barnsins. Það hafa ekki öll börn eða foreldrar sem á þurfa að halda aðgang að þjónustu án hindrana og að þjónustan komi til barnsins. Svo ég bendi aftur á svör sem ég hef fengið við fyrirspurnum mínum: „Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna fela ekki í sér breytingar á rétti til aðgangs að einstökum þjónustuþáttum og fela því ekki í sér aðgengi allra foreldra að allri þjónustu fyrir barnið.“ og „Aðkoma þeirra [foreldra] er mismunandi eftir því hver staða þeirra er á grundvelli annarra laga og reglna.“ Ekkert að gerast í málefnum barna með fötlun Þegar frumvarp um ”skipta búsetu” var samþykkt þá átti að skipa nefndir sem áttu að fjalla um stöðu fatlaðra barna sem búa á tveimur heimilum. Í lögunum stendur: „Hver starfshópur skili niðurstöðum sínum eigi síðar en 1. október 2021. Ráðherra í hverju ráðuneyti leggi, eftir atvikum, fram frumvarp sem byggist á niðurstöðum viðkomandi starfshóps eigi síðar en 1. nóvember 2021.” Enginn starfshópur hefur skilað niðurstöðu og ekkert frumvarp hefur litið dagsins ljós. Það er ekkert að gerast í þessum málum. Oft geta þetta verið fordómar sem stöðva okkur. Finnst okkur í lagi að heyra að barn fái ekki þjónustu á grundvelli litarháttar þess? Finnst okkur í lagi að heyra að barn fái ekki viðunandi þjónustu vegna þess að foreldrar búa ekki saman? Á Íslandi í dag eru börn ekki að fá þjónustu vegna hjúskaparstöðu foreldra. Finnst ykkur það í lagi? Það eru ekki foreldrarnir sem eru að deila heldur er þetta einföld ákvörðun sveitarfélags sem hindrar þátttöku, fulla aðild foreldra og rétt barns til þroska. Í Kópavogi, þar sem Framsóknarflokkurinn hefur verið í meirihluta þá er það yfirlýst stefna að aðeins lögheimilisforeldri barns geti sótt um og fengið þjónustu. Þjónustan er aðeins veitt því foreldri sem sækir um. Spáið í því hvað þetta er siðferðilega rangt og einkennilegt að hafna því að veita foreldrum og barni þjónustu og stuðning. Þau börn sem búa á tveimur heimilum eru oft í viðkvæmri stöðu vegna mikillar umönnunarbyrði, mikils kostnaðar, lágra tekna foreldra o.s.fr.v. Hvers vegna eru engar tillögur og engin frumvörp sem tryggja þátttöku þessara barna og foreldra þeirra í úrræðum í farsældarlögunum? Framsóknarmenn vita að farsældin nær ekki til allra barna Framsóknarmenn vita af þessum ágöllum. Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar hefur bent á að lög tryggi ekki réttindi þessara barna og að það brjóti á réttindum þeirra sem barnasáttmáli SÞ á að tryggja þeim. Umboðsmaður Alþingis segir að engin lög veiti foreldrum(jafnvel forsjárforeldrum) hafi þeir ekki lögheimili barna sinna aðild að málum og þjónustu og jafnvel Persónuvernd hefur úrskurðað um réttindaleysi barna og foreldra. Ég hef áður skrifað um þessi mál og óskað eftir því að heyra í fólki ef það telur að ég hafi rangt fyrir mér. Enginn hefur haft samband til að leiðrétta mig. Ég býð oddvitum Framsóknarflokksins að hafa samband við mig ef þeir telja eitthvað af því sem ég skrifa vera rangt. Hvers vegna fá ekki öll börn að vera með? Framsóknarflokkurinn ætti að tala minna og vinna meira. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Oddvitar Framsóknarflokksins skrifa saman grein um farsæld fyrir börn, “Farsæl born á höfuðborgarsvæðinu.” Ég verð að benda á nokkrar staðreyndarvillur í málflutningi þeirra. Þeir fara ekki með rétt mál. Þeir skrifa: „Þau lög [farsældarlögin] boða skyldu til þess að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að viðeigandi þjónustu þvert á þjónustukerfi og án hindrana og að þjónustan komi til barnsins en ekki öfugt.” og „.. einnig er þar að finna nýmæli um að öll börn og foreldrar þeirra sem á þurfi að halda hafi rétt til aðgangs að aðila sem getur aðstoðað þau við að fá viðeigandi þjónustu og haldið utan um mál þeirra” Þetta er rangt. Hið rétta er að þjónustan er takmörkuð við lögheimili barns. Enn er gert ráð fyrir því að foreldri sem fær barn í umgengni, viku-viku og deilir forsjá með hinu foreldrinu hafi ekki rétt á að sækja um þjónustu, fá að vera með þegar þjónusta er veitt, fá að vera á teymisfundum, fá upplýsingar með eðlilegum hætti og vera barni sínu til halds og trausts. Foreldrið fær ekki einu sinni málastjóra eða tengilið. Hér er ekki hugsað um hagsmuni barnsins. Það hafa ekki öll börn eða foreldrar sem á þurfa að halda aðgang að þjónustu án hindrana og að þjónustan komi til barnsins. Svo ég bendi aftur á svör sem ég hef fengið við fyrirspurnum mínum: „Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna fela ekki í sér breytingar á rétti til aðgangs að einstökum þjónustuþáttum og fela því ekki í sér aðgengi allra foreldra að allri þjónustu fyrir barnið.“ og „Aðkoma þeirra [foreldra] er mismunandi eftir því hver staða þeirra er á grundvelli annarra laga og reglna.“ Ekkert að gerast í málefnum barna með fötlun Þegar frumvarp um ”skipta búsetu” var samþykkt þá átti að skipa nefndir sem áttu að fjalla um stöðu fatlaðra barna sem búa á tveimur heimilum. Í lögunum stendur: „Hver starfshópur skili niðurstöðum sínum eigi síðar en 1. október 2021. Ráðherra í hverju ráðuneyti leggi, eftir atvikum, fram frumvarp sem byggist á niðurstöðum viðkomandi starfshóps eigi síðar en 1. nóvember 2021.” Enginn starfshópur hefur skilað niðurstöðu og ekkert frumvarp hefur litið dagsins ljós. Það er ekkert að gerast í þessum málum. Oft geta þetta verið fordómar sem stöðva okkur. Finnst okkur í lagi að heyra að barn fái ekki þjónustu á grundvelli litarháttar þess? Finnst okkur í lagi að heyra að barn fái ekki viðunandi þjónustu vegna þess að foreldrar búa ekki saman? Á Íslandi í dag eru börn ekki að fá þjónustu vegna hjúskaparstöðu foreldra. Finnst ykkur það í lagi? Það eru ekki foreldrarnir sem eru að deila heldur er þetta einföld ákvörðun sveitarfélags sem hindrar þátttöku, fulla aðild foreldra og rétt barns til þroska. Í Kópavogi, þar sem Framsóknarflokkurinn hefur verið í meirihluta þá er það yfirlýst stefna að aðeins lögheimilisforeldri barns geti sótt um og fengið þjónustu. Þjónustan er aðeins veitt því foreldri sem sækir um. Spáið í því hvað þetta er siðferðilega rangt og einkennilegt að hafna því að veita foreldrum og barni þjónustu og stuðning. Þau börn sem búa á tveimur heimilum eru oft í viðkvæmri stöðu vegna mikillar umönnunarbyrði, mikils kostnaðar, lágra tekna foreldra o.s.fr.v. Hvers vegna eru engar tillögur og engin frumvörp sem tryggja þátttöku þessara barna og foreldra þeirra í úrræðum í farsældarlögunum? Framsóknarmenn vita að farsældin nær ekki til allra barna Framsóknarmenn vita af þessum ágöllum. Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar hefur bent á að lög tryggi ekki réttindi þessara barna og að það brjóti á réttindum þeirra sem barnasáttmáli SÞ á að tryggja þeim. Umboðsmaður Alþingis segir að engin lög veiti foreldrum(jafnvel forsjárforeldrum) hafi þeir ekki lögheimili barna sinna aðild að málum og þjónustu og jafnvel Persónuvernd hefur úrskurðað um réttindaleysi barna og foreldra. Ég hef áður skrifað um þessi mál og óskað eftir því að heyra í fólki ef það telur að ég hafi rangt fyrir mér. Enginn hefur haft samband til að leiðrétta mig. Ég býð oddvitum Framsóknarflokksins að hafa samband við mig ef þeir telja eitthvað af því sem ég skrifa vera rangt. Hvers vegna fá ekki öll börn að vera með? Framsóknarflokkurinn ætti að tala minna og vinna meira. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun