Hvað í fokkanum er ég að gera? Birta Sæmundsdóttir skrifar 11. maí 2022 19:00 Þegar ég var lítil var mamma í pólitík. Ég man óljóst eftir því þegar það voru kosningar og tvær unglingsstelpur pössuðu okkur systkinin. Þá vorum við tvö en mamma átti eftir að eignast tvö önnur börn á kjörtímabilinu. Ég man eftir að hafa verið á hliðarsvölunum í Egilsbúð og mamma var á sviðinu ásamt Smára Geirs og fleirum að syngja Öxar við ána. Ég man eftir því þegar mamma fór á fundi og við systkinin nýttum tækifærið, söfnuðum saman öllum sængum í íbúðinni, settum þær á gólfið við hjónarúmið og hoppuðum á rúminu, úr glugganum yfir í rúmið og börðumst um að hrinda hvort öðru á hrúguna af sængum. Það er ekki að því að spyrja að bæði brutum við hluti og meiddum okkur. Núna er ég í sömu stöðu og mamma, ég er með tvö börn, er í framboði og vonast eftir umboði til að vinna áfram fyrir samfélagið mitt. Ég þarf að útskýra fyrir bráðum 6 ára dóttur minni af hverju ég er svona lítið heima þessa dagana og best finnst mér að gera það með því að segja að ég sé að vona að fólk velji mig og vini mína til þess að fá að ákveða ýmsa hluti í sveitarfélaginu okkar, eins og hvað á að kosta í sund eða hvenær leikskólinn fer í sumarfrí. Við teljum upp alla kjarnanna í sveitarfélaginu svo hún viti að við erum stærri en bara Neskaupstaður. En ég viðurkenni að ég spyr mig stundum: hvað í fokkanum er ég að gera? Ég veit ekki hvernig þetta allt saman virkar. Stjórnsýsla er ótrúlega flókin og það er flókið að vita nákvæmlega hvernig hlutirnir eða innviðirnir virka, hvað er á höndum sveitarfélagsins og hvað liggur hjá ríkinu. Ég tel það þó ekki endilega slæman hlut að vita ekki nákvæmlega hvernig þetta allt virkar, og myndi ekki vilja þykjast hafa allt á hreinu. Við í pólitíkinni höfum á bakvið okkur úrval af kláru fagfólki á skrifstofu Fjarðabyggðar sem hefur starfað við stjórnsýslu í langan tíma. Kjörnir fulltrúar ákveða áherslur kerfisins en treysta á fagfólkið sem veitir ráðgjöf og sér til þess að farið sé eftir settum reglum við framkvæmd ákvarðana. Á síðustu fjórum árum, þó ég hafi „bara“ verið varabæjarfulltrúi og setið í fræðslunefnd, þá hef ég lært ótrúlega mikið. Ég veit til dæmis núna að það er ekki sveitarfélagsins að lofa nýjum Suðurfjarðarvegi þar sem gerð hans er á höndum ríkisins. Að mínu viti yrði það tómt loforð. Við getum hins vegar lofað að við munum gera allt í okkar valdi, svo sem að þrýsta á ríkið, svo farið verði fyrr í þær nauðsynlegu framkvæmdir. Öll sem starfa í stjórnmálum eiga það sameiginlegt að hafa einhvern tíma stigið sín fyrstu skref. Fólk fæðist auðvitað ekki með vitneskju um opinbera stjórnsýslu, en það fallega við lýðræðið er að hver sem er getur boðið sig fram til að starfa fyrir samfélagið sitt og rétt eins og í öllu öðru, þá öðlast fólk reynslu og þekkingu með tímanum. Ég á mikið ólært en ég held áfram að læra. Og ég held að ég geti lært mikið, mikið meira. Því þó ég viti ekki hvað í fokkanum ég er að gera þá veit ég að ég hef ákveðna sýn um það hvernig samfélag ég vil búa í og vil leita leiða til að gera þá sýn að veruleika. Ég vil búa í réttlátu samfélagi, samfélagi þar sem jöfnuður ríkir og þar sem öll hafa sömu tækifæri til þess að sækja þjónustu, stunda tómstundir og að eiga gott líf. Í mínum huga sýnir það nefnilega auðmýkt að segja opinskátt að ég viti ekki alveg hvernig stjórnsýslan virkar – en ég get lofað því að ég og vinir mínir í Fjarðalistanum erum öll af vilja gerð til þess að læra meira, skoða málin, hlusta á íbúa og vinna að því að gera samfélagið okkar enn betra. Höfundur skipar 4. sæti Fjarðalistans - lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var lítil var mamma í pólitík. Ég man óljóst eftir því þegar það voru kosningar og tvær unglingsstelpur pössuðu okkur systkinin. Þá vorum við tvö en mamma átti eftir að eignast tvö önnur börn á kjörtímabilinu. Ég man eftir að hafa verið á hliðarsvölunum í Egilsbúð og mamma var á sviðinu ásamt Smára Geirs og fleirum að syngja Öxar við ána. Ég man eftir því þegar mamma fór á fundi og við systkinin nýttum tækifærið, söfnuðum saman öllum sængum í íbúðinni, settum þær á gólfið við hjónarúmið og hoppuðum á rúminu, úr glugganum yfir í rúmið og börðumst um að hrinda hvort öðru á hrúguna af sængum. Það er ekki að því að spyrja að bæði brutum við hluti og meiddum okkur. Núna er ég í sömu stöðu og mamma, ég er með tvö börn, er í framboði og vonast eftir umboði til að vinna áfram fyrir samfélagið mitt. Ég þarf að útskýra fyrir bráðum 6 ára dóttur minni af hverju ég er svona lítið heima þessa dagana og best finnst mér að gera það með því að segja að ég sé að vona að fólk velji mig og vini mína til þess að fá að ákveða ýmsa hluti í sveitarfélaginu okkar, eins og hvað á að kosta í sund eða hvenær leikskólinn fer í sumarfrí. Við teljum upp alla kjarnanna í sveitarfélaginu svo hún viti að við erum stærri en bara Neskaupstaður. En ég viðurkenni að ég spyr mig stundum: hvað í fokkanum er ég að gera? Ég veit ekki hvernig þetta allt saman virkar. Stjórnsýsla er ótrúlega flókin og það er flókið að vita nákvæmlega hvernig hlutirnir eða innviðirnir virka, hvað er á höndum sveitarfélagsins og hvað liggur hjá ríkinu. Ég tel það þó ekki endilega slæman hlut að vita ekki nákvæmlega hvernig þetta allt virkar, og myndi ekki vilja þykjast hafa allt á hreinu. Við í pólitíkinni höfum á bakvið okkur úrval af kláru fagfólki á skrifstofu Fjarðabyggðar sem hefur starfað við stjórnsýslu í langan tíma. Kjörnir fulltrúar ákveða áherslur kerfisins en treysta á fagfólkið sem veitir ráðgjöf og sér til þess að farið sé eftir settum reglum við framkvæmd ákvarðana. Á síðustu fjórum árum, þó ég hafi „bara“ verið varabæjarfulltrúi og setið í fræðslunefnd, þá hef ég lært ótrúlega mikið. Ég veit til dæmis núna að það er ekki sveitarfélagsins að lofa nýjum Suðurfjarðarvegi þar sem gerð hans er á höndum ríkisins. Að mínu viti yrði það tómt loforð. Við getum hins vegar lofað að við munum gera allt í okkar valdi, svo sem að þrýsta á ríkið, svo farið verði fyrr í þær nauðsynlegu framkvæmdir. Öll sem starfa í stjórnmálum eiga það sameiginlegt að hafa einhvern tíma stigið sín fyrstu skref. Fólk fæðist auðvitað ekki með vitneskju um opinbera stjórnsýslu, en það fallega við lýðræðið er að hver sem er getur boðið sig fram til að starfa fyrir samfélagið sitt og rétt eins og í öllu öðru, þá öðlast fólk reynslu og þekkingu með tímanum. Ég á mikið ólært en ég held áfram að læra. Og ég held að ég geti lært mikið, mikið meira. Því þó ég viti ekki hvað í fokkanum ég er að gera þá veit ég að ég hef ákveðna sýn um það hvernig samfélag ég vil búa í og vil leita leiða til að gera þá sýn að veruleika. Ég vil búa í réttlátu samfélagi, samfélagi þar sem jöfnuður ríkir og þar sem öll hafa sömu tækifæri til þess að sækja þjónustu, stunda tómstundir og að eiga gott líf. Í mínum huga sýnir það nefnilega auðmýkt að segja opinskátt að ég viti ekki alveg hvernig stjórnsýslan virkar – en ég get lofað því að ég og vinir mínir í Fjarðalistanum erum öll af vilja gerð til þess að læra meira, skoða málin, hlusta á íbúa og vinna að því að gera samfélagið okkar enn betra. Höfundur skipar 4. sæti Fjarðalistans - lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun