Oddvitaáskorunin: Opnaði videoleigu átta ára gömul Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2022 09:00 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Sandra Sigurðardóttir leiðir lista Okkar Hveragerði í Hveragerði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Sandra er 39 ára gömul íþrótta- og heilsufræðingur með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og er einnig viðurkenndur stjórnarmaður frá Akademias. Sandra flutti á unglingsárunum í Hveragerði en á ættir að rekja á Vestfirðina en þar eyddi hún barnæskunni. Sandra á þrjú börn, Birtu Marín, Bjarna Marel og Manúellu Berglind. Sandra er í sambúð með Heimi Eyvindarsyni. Síðustu 20 ár hefur hún starfað við þjálfun og kennslu barna og fullorðinna en núna síðustu árin hefur hún jafnframt verið að vinna að nýsköpunarverkefnum. Klippa: Oddvitaáskorun - Sandra Sigurðardóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Fyrir utan Hveragerði, myndi ég segja Dýrafjörðurinn. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Ég er næstum því búin að gleyma hvað ég var pirruð yfir vetrarþjónustunni, svo ég ætla að segja að ærslabelgurinn sé búinn að vera sprunginn í tvö ár og ekki búið að gera við hann. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Allt sem snýr að viðhaldi húsbygginga, breyta og bæta innan og utandyra. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar löglegran var í eftirliti á Hellisheiði og stoppuðu mig og spurðu hvort ég væri mafíósi eða glæpamaður. Ég svaraði þeim að ég væri húsmóðir úr Hveragerði og þeir sögðu mér að keyra varlega heim. Hvað færðu þér á pizzu? Enga sósu, skinku, rjómaost og hvítlauksolíu Hvaða lag peppar þig mest? Íslenskt rapp. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Langt síðan ég tók max rep í armbeygjum, en ég get snarað 60kg. Göngutúr eða skokk? Skokk. Uppáhalds brandari? Ég er alveg glötuð að muna brandara svo ég segi pass. Hvað er þitt draumafríi? Sólríkur og framandi staður með alla stórfjölskylduna væri draumafríið mitt. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Það var svo margt gott sem kom út úr þessum árum svo ég get hreinlega ekki valið. En ef ég þyrfti að velja annað hvort, þá myndi ég segja 2020 þar sem ég fékk covid í fyrstu bylgjunni og var lokuð inni í einangrun í rúmar 3 vikur með börnin mín. Sá tími reyndist mér mjög erfiður. Uppáhalds tónlistarmaður? Ég er nokkurnvegin alæta á tónlist. En Beyoncé er ein af mínum uppáhlads og er alveg nokkrum númerum of svöl. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Ætli ég verði ekki að segja þegar ég opnaði videoleigu 8 ára gömul og rukkaði vini mína fyrir að lána þeim spólur í óþökk móður minnar. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Charlize Theron er geggjuð. Hefur þú verið í verbúð? Nei ég missti því miður af því. Áhrifamesta kvikmyndin? Ég horfi mjög lítið á sjónvarp og sára sjaldan á bíómyndir. Svo ætli ég verði ekki að segja Romeo og Júllíu eða Titanic. Myndir sem ég horfði á sem unglingur, líklega árið 1996-1997 og ég man að ég grenjaði með ekka yfir þeim báðum, mörgum sinnum. Áttu eftir að sakna Nágranna? Ef ég hefði fengið þessa spurningu fyrir 17 árum hefði ég sagt já, en nei. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Ítalíu. Það er bara eitthvað við Ítalíu sem fangar hjartað mitt. Tungumálið, matargerðin, landslagið, veðurfarið, menningin og svo ég tali nú ekki um allar byggingarnar og listina. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég er aðeins of mikill sökker fyrir söngleikjatónlist. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hveragerði Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Sjá meira
Sandra Sigurðardóttir leiðir lista Okkar Hveragerði í Hveragerði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Sandra er 39 ára gömul íþrótta- og heilsufræðingur með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og er einnig viðurkenndur stjórnarmaður frá Akademias. Sandra flutti á unglingsárunum í Hveragerði en á ættir að rekja á Vestfirðina en þar eyddi hún barnæskunni. Sandra á þrjú börn, Birtu Marín, Bjarna Marel og Manúellu Berglind. Sandra er í sambúð með Heimi Eyvindarsyni. Síðustu 20 ár hefur hún starfað við þjálfun og kennslu barna og fullorðinna en núna síðustu árin hefur hún jafnframt verið að vinna að nýsköpunarverkefnum. Klippa: Oddvitaáskorun - Sandra Sigurðardóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Fyrir utan Hveragerði, myndi ég segja Dýrafjörðurinn. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Ég er næstum því búin að gleyma hvað ég var pirruð yfir vetrarþjónustunni, svo ég ætla að segja að ærslabelgurinn sé búinn að vera sprunginn í tvö ár og ekki búið að gera við hann. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Allt sem snýr að viðhaldi húsbygginga, breyta og bæta innan og utandyra. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar löglegran var í eftirliti á Hellisheiði og stoppuðu mig og spurðu hvort ég væri mafíósi eða glæpamaður. Ég svaraði þeim að ég væri húsmóðir úr Hveragerði og þeir sögðu mér að keyra varlega heim. Hvað færðu þér á pizzu? Enga sósu, skinku, rjómaost og hvítlauksolíu Hvaða lag peppar þig mest? Íslenskt rapp. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Langt síðan ég tók max rep í armbeygjum, en ég get snarað 60kg. Göngutúr eða skokk? Skokk. Uppáhalds brandari? Ég er alveg glötuð að muna brandara svo ég segi pass. Hvað er þitt draumafríi? Sólríkur og framandi staður með alla stórfjölskylduna væri draumafríið mitt. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Það var svo margt gott sem kom út úr þessum árum svo ég get hreinlega ekki valið. En ef ég þyrfti að velja annað hvort, þá myndi ég segja 2020 þar sem ég fékk covid í fyrstu bylgjunni og var lokuð inni í einangrun í rúmar 3 vikur með börnin mín. Sá tími reyndist mér mjög erfiður. Uppáhalds tónlistarmaður? Ég er nokkurnvegin alæta á tónlist. En Beyoncé er ein af mínum uppáhlads og er alveg nokkrum númerum of svöl. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Ætli ég verði ekki að segja þegar ég opnaði videoleigu 8 ára gömul og rukkaði vini mína fyrir að lána þeim spólur í óþökk móður minnar. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Charlize Theron er geggjuð. Hefur þú verið í verbúð? Nei ég missti því miður af því. Áhrifamesta kvikmyndin? Ég horfi mjög lítið á sjónvarp og sára sjaldan á bíómyndir. Svo ætli ég verði ekki að segja Romeo og Júllíu eða Titanic. Myndir sem ég horfði á sem unglingur, líklega árið 1996-1997 og ég man að ég grenjaði með ekka yfir þeim báðum, mörgum sinnum. Áttu eftir að sakna Nágranna? Ef ég hefði fengið þessa spurningu fyrir 17 árum hefði ég sagt já, en nei. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Ítalíu. Það er bara eitthvað við Ítalíu sem fangar hjartað mitt. Tungumálið, matargerðin, landslagið, veðurfarið, menningin og svo ég tali nú ekki um allar byggingarnar og listina. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég er aðeins of mikill sökker fyrir söngleikjatónlist.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hveragerði Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Sjá meira