Leigusalinn sem skattleggur almenning Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar 11. maí 2022 08:45 Það er einn sá aðili í samfélagi okkar sem er að valda okkur öllum skaða, ekki bara þeim fjórðung okkar sem búa á leigumarkaði heldur líka ykkur, sem eruð svo gæfusöm að búa þar ekki. Við berum öll skarðan hlut frá borði vegna hegðunar þeirra og ófyrirleitni, en við ættum að setja þeim mörk. Þessir aðilar eru jú víða, þeir eru ekki bara vel stæðir lögfræðingar, fjármálastjórar og bankafólk, þetta eru líka vel meinandi eignafólk sem stenst ekki þær freistingar að græða á neyð samferðafólksins sem hefur ekki getað komist í skjól séreignar. Þessi leiðinlega óværa eru okurleigusalarnir, þeir sem skapa og viðhalda fátækt. Leigusalinn sem dregur úr mætti leigjenda Okurleigusalinn dregur nefnilega til sín bæði framfærslufé leigjenda sem skerðir lífsafkomu þeirra og svo sogar hann einnig til sín skattfé almennings í formi húsnæðisbóta. Þegar leigusalinn dregur til sín framfærslufé leigjenda, þá minnkar geta leigjandans til að taka þátt í samfélaginu og nýta sér gæði þess. Þegar langstærsti hluti framfærslueyris leigjandans fer til leigusalans þá kemur það í veg fyrir að þeir (leigjendurnir) geti nýtt það til að taka tilhlýðilegan þátt í virkni hagkerfisins, skapað störf með viðskiptum sínum eða nýtt sér menningarstarf og dægradvöl í sama mæli og hinir. Það er alveg ljóst að framfærslufé leigjandans skilar sér aldrei með sama hætti út í hagkerfið í gegnum leigusalann, heldur ef leigjandinn hefði meira af því sjálfur til ráðstöfunar um hver mánaðarmót. Hann gæti valið eyða því öllu í leikhúsferðir, gert vel við sig í mat og drykk, endurnýjað skóbúnað fjölskyldunnar eða lagt fyrir til mögru áranna, ..hugsanlega gæti svo leigjandinn jafnvel safnað sér fyrir útborgun uppí íbúð. Leigusalinn safnar hinsvegar framfærslufé leigjendans í sjóði eða notar í eigin framfærslu. Hann horfir samtímis á eignir sínar hækka í verði og nýtur ríkulegs framlags leigjandans við að tryggja eigin velferð. Hann dregur líka til sín fé leigjandans sem hann nýtir til að fjárfesta enn frekar á fasteignamarkaði og fjölga þeim sem hann getur ríkt yfir. Þessu fyrirkomulagi er veitt brautargengi og stutt með miðstýrðu framlagi yfirvalda sem viðheldur hækkunum og okurleigu á leigumarkaði í formi húsnæðisstyrkja. Velferðasjóðir látnir niðurgreiða okurleigu Til þess að tryggja það að leigjendur sem flestir eru lágtekjufólk geti staðið undir þessum íþyngjandi skilyrðum og sjálfdæmi leigusalans þurfa ríki og sveitarfélög að ausa úr sjóðum sínum í gegnum leigjendur. Þannig nýtir leigusalinn ekki eingöngu framfærslufé leigjandans, heldur einnig fjárstreymi úr velferðarkerfinu til að festa stöðu sína í sessi og valdið yfir húsnæðisþörf leigjandans. 18.000 íslendingar þiggja um 8 milljarða í húsnæðisbætur á hverju ári, fyrir utan sértækan húsnæðisstuðning og heimilisuppbót Tr. Fyrir þessa upphæð gæti ríkið byggt 285 íbúðir á núverandi verðlagi. Húsnæðisbótakerfi inniheldur líka fjandsamlegar skerðingar og takmarkanir á möguleikum fólks til sjálfshjálpar sem er íþyngjandi fyrir leigjendur. Hvernig má það því vera að stjórnmálamenn sem hafna íhlutun í verðmyndun á leigumarkaði, hvetji á sama tíma til aukinnar fjárveitingar til að viðhalda hækkunum? Telst það ekki til íhlutunar í verðmyndun að ausa fé úr velferðarsjóðum til að viðhalda leiguverði og ýta undir hækkanir? Af hverju ætti sú íhlutun eingöngu að vera á forsendum þeirra sem eiga nóg fyrir og ríkja yfir leigumarkaðnum? Væri skattfé og framfærslufé leigjenda ekki betur varið í að styrkja hagkerfið, skapa störf og/eða byggja fleiri íbúðir fyrir fólk? Eigum við að kosta milljörðum í að takast á við áföll fólks á leigumarkaði, heilsubrests þess og minnkandi starfsþreks bara til að halda leigusölunum sáttum? Við hvetjum ykkur kæru lesendur að velta þessu fyrir ykkur og spyrja ykkar kjörnu fulltrúa hvort réttlætanlegt sé að eyða 10 milljörðum á ári til að viðhalda okurleigu og veita leigusölum sjálfdæmi við verðlagningu með stuðningi stjórnvalda. Það er svona sem leigusalinn skattleggur almenning Leigusalinn hækkar leiguna að neyðarmörkum leigjandans vegna þess að opinber íhlutun með fjármagni mun alltaf ýta undir og styðja þá verðmyndun sem hann hefur sjálfdæmi um, óháð því hvort hann þurfi þess eður ei. Svona virkar jú markaðurinn, og hann virkar sérstaklega vel fyrir leigusala með íhlutun hins opinbera. Okurleigusalinn dregur úr getu leigjandans til að styrkja samfélag sitt og hagkerfi. Að búa við okurleigu dregur úr mætti leigjandans til að njóta samvista við ástvini og styrkja heilbrigði sitt, við þetta ástand sem býr til og viðheldur heilsuspillandi fátækt. Heilsubrestur leigjenda sem afleiðing af okurleigu kostar samfélagið stórfé á hverju ári. Okurleigusalinn sem heimtar svo að ríkið veiti þessari ágengni hans brautargengi með því að styrkja hana um 10 milljarða á hverju ári. Þessi sami leigusali krafðist svo 50% skattaafslátt af hagnaði sínum af leigusölunni, …og fékk hann að sjálfsögðu á silfurfati.! Þetta er ófyrirleitin hegðun sem ætti frekar að vera refsiverð, en ekki studd af málsvörum leigjenda á alþingi og í sveitarstjórnum. Það er góður hópur leigusala sem eru undanþegnir þessu, það eru þeir sem hafa ekki hækkað leigu og eru jafnvel undir markaðsleigu-viðmiði Samtaka leigjenda. Þeir þurfa ekkert sérstakt hrós, en ættu hinsvegar að vera hinum fyrirmynd. Þið getið fundið Leigureikninn á heimasíðu samtakanna www.leigjendasamtokin.is. Vil ég hvetja ykkur leigjendur til að sjá hvernig leigusalinn þinn hagar verðlagningu sinni með því að nýta Leigureikninn, hvort hann er sá sem um ræðir í þessum pistli. Viðmiðunarverð/leiguþak er eina ráðið Yfirvöld verða að tryggja sanngjarna verðmyndun á leigumarkaði. Það stendur í lögum að húsaleiga skuli vera sanngjörn og eðlileg. Víða í íslenskum lögum er líka vísað til skyldna ríkis og sveitarfélaga við að tryggja öruggt húsnæði á sanngjörnu verði. Allar tilraunir og aðferðir við að tryggja þetta eins og kveðið er á um í lögum hafa einfaldlega ekki virkað á frjálsum markaði síðustu tvo áratugi. Eina ráðið er að setja viðmiðunarverð/leiguþak og lækka leigu umtalsvert, og draga stórkostlega á sama tíma úr húsnæðisstuðningi til leigusala í gegnum leigjendur. Með því sparast fjármunir sem myndu nægja til að byggja nokkur hundruð íbúðir á hverju ári. Þær íbúðir er hægt að setja á alvöru óhagnaðardrifinn almennan leigumarkað eða í kaupleigu fyrir lágtekjufólk. Með því að gera þetta myndi áskókn eignafólks inn á húsnæðismarkaðinn minnka, húsnæðisverð myndi komast í jafnvægi og verðbólgan minnka. Það yrði stórkostlegur samfélagslegur ávinningur af stærðargráðu sem við höfum sjaldan séð. Og þetta gerum við bara með því að neita leigusalanum um það sjálfdæmi sem hann býr við í dag. Ættum við ekki að breyta um kúrs? Það gilda lög um okurvexti á Íslandi sem sett voru til að vernda neytendur fyrir sjálfdæmi lánveitandans, það ættu líka að sjálfsögðu að gilda lög um okurleigu. En hvað sem við gerum, plís ekki meira af því sama, það skapar áföll og fátækt eins og reynslan sýnir okkur. Upprætum þessa lögleysu og eyðileggjandi vitleysu og setjum leiguþak/viðmiðunarverð fyrir húsaleigu. Það mun aldrei verða til sanngjörn og eðlileg verðmyndun á leigumarkaði nema með því einu að lyfta grettistaki í uppbyggingu alvöru óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga. Það mun taka mörg ár, og þangað til setjum við viðmiðunarverð fyrir húsaleigu. Þið sem farið með framfylgd húsnæðismála, og þar með örlög og velferð leigjenda, hlustið og sýnið hugrekki, setjið lög gegn okurleigu! Höfundur er formaður Samtaka leigjenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það er einn sá aðili í samfélagi okkar sem er að valda okkur öllum skaða, ekki bara þeim fjórðung okkar sem búa á leigumarkaði heldur líka ykkur, sem eruð svo gæfusöm að búa þar ekki. Við berum öll skarðan hlut frá borði vegna hegðunar þeirra og ófyrirleitni, en við ættum að setja þeim mörk. Þessir aðilar eru jú víða, þeir eru ekki bara vel stæðir lögfræðingar, fjármálastjórar og bankafólk, þetta eru líka vel meinandi eignafólk sem stenst ekki þær freistingar að græða á neyð samferðafólksins sem hefur ekki getað komist í skjól séreignar. Þessi leiðinlega óværa eru okurleigusalarnir, þeir sem skapa og viðhalda fátækt. Leigusalinn sem dregur úr mætti leigjenda Okurleigusalinn dregur nefnilega til sín bæði framfærslufé leigjenda sem skerðir lífsafkomu þeirra og svo sogar hann einnig til sín skattfé almennings í formi húsnæðisbóta. Þegar leigusalinn dregur til sín framfærslufé leigjenda, þá minnkar geta leigjandans til að taka þátt í samfélaginu og nýta sér gæði þess. Þegar langstærsti hluti framfærslueyris leigjandans fer til leigusalans þá kemur það í veg fyrir að þeir (leigjendurnir) geti nýtt það til að taka tilhlýðilegan þátt í virkni hagkerfisins, skapað störf með viðskiptum sínum eða nýtt sér menningarstarf og dægradvöl í sama mæli og hinir. Það er alveg ljóst að framfærslufé leigjandans skilar sér aldrei með sama hætti út í hagkerfið í gegnum leigusalann, heldur ef leigjandinn hefði meira af því sjálfur til ráðstöfunar um hver mánaðarmót. Hann gæti valið eyða því öllu í leikhúsferðir, gert vel við sig í mat og drykk, endurnýjað skóbúnað fjölskyldunnar eða lagt fyrir til mögru áranna, ..hugsanlega gæti svo leigjandinn jafnvel safnað sér fyrir útborgun uppí íbúð. Leigusalinn safnar hinsvegar framfærslufé leigjendans í sjóði eða notar í eigin framfærslu. Hann horfir samtímis á eignir sínar hækka í verði og nýtur ríkulegs framlags leigjandans við að tryggja eigin velferð. Hann dregur líka til sín fé leigjandans sem hann nýtir til að fjárfesta enn frekar á fasteignamarkaði og fjölga þeim sem hann getur ríkt yfir. Þessu fyrirkomulagi er veitt brautargengi og stutt með miðstýrðu framlagi yfirvalda sem viðheldur hækkunum og okurleigu á leigumarkaði í formi húsnæðisstyrkja. Velferðasjóðir látnir niðurgreiða okurleigu Til þess að tryggja það að leigjendur sem flestir eru lágtekjufólk geti staðið undir þessum íþyngjandi skilyrðum og sjálfdæmi leigusalans þurfa ríki og sveitarfélög að ausa úr sjóðum sínum í gegnum leigjendur. Þannig nýtir leigusalinn ekki eingöngu framfærslufé leigjandans, heldur einnig fjárstreymi úr velferðarkerfinu til að festa stöðu sína í sessi og valdið yfir húsnæðisþörf leigjandans. 18.000 íslendingar þiggja um 8 milljarða í húsnæðisbætur á hverju ári, fyrir utan sértækan húsnæðisstuðning og heimilisuppbót Tr. Fyrir þessa upphæð gæti ríkið byggt 285 íbúðir á núverandi verðlagi. Húsnæðisbótakerfi inniheldur líka fjandsamlegar skerðingar og takmarkanir á möguleikum fólks til sjálfshjálpar sem er íþyngjandi fyrir leigjendur. Hvernig má það því vera að stjórnmálamenn sem hafna íhlutun í verðmyndun á leigumarkaði, hvetji á sama tíma til aukinnar fjárveitingar til að viðhalda hækkunum? Telst það ekki til íhlutunar í verðmyndun að ausa fé úr velferðarsjóðum til að viðhalda leiguverði og ýta undir hækkanir? Af hverju ætti sú íhlutun eingöngu að vera á forsendum þeirra sem eiga nóg fyrir og ríkja yfir leigumarkaðnum? Væri skattfé og framfærslufé leigjenda ekki betur varið í að styrkja hagkerfið, skapa störf og/eða byggja fleiri íbúðir fyrir fólk? Eigum við að kosta milljörðum í að takast á við áföll fólks á leigumarkaði, heilsubrests þess og minnkandi starfsþreks bara til að halda leigusölunum sáttum? Við hvetjum ykkur kæru lesendur að velta þessu fyrir ykkur og spyrja ykkar kjörnu fulltrúa hvort réttlætanlegt sé að eyða 10 milljörðum á ári til að viðhalda okurleigu og veita leigusölum sjálfdæmi við verðlagningu með stuðningi stjórnvalda. Það er svona sem leigusalinn skattleggur almenning Leigusalinn hækkar leiguna að neyðarmörkum leigjandans vegna þess að opinber íhlutun með fjármagni mun alltaf ýta undir og styðja þá verðmyndun sem hann hefur sjálfdæmi um, óháð því hvort hann þurfi þess eður ei. Svona virkar jú markaðurinn, og hann virkar sérstaklega vel fyrir leigusala með íhlutun hins opinbera. Okurleigusalinn dregur úr getu leigjandans til að styrkja samfélag sitt og hagkerfi. Að búa við okurleigu dregur úr mætti leigjandans til að njóta samvista við ástvini og styrkja heilbrigði sitt, við þetta ástand sem býr til og viðheldur heilsuspillandi fátækt. Heilsubrestur leigjenda sem afleiðing af okurleigu kostar samfélagið stórfé á hverju ári. Okurleigusalinn sem heimtar svo að ríkið veiti þessari ágengni hans brautargengi með því að styrkja hana um 10 milljarða á hverju ári. Þessi sami leigusali krafðist svo 50% skattaafslátt af hagnaði sínum af leigusölunni, …og fékk hann að sjálfsögðu á silfurfati.! Þetta er ófyrirleitin hegðun sem ætti frekar að vera refsiverð, en ekki studd af málsvörum leigjenda á alþingi og í sveitarstjórnum. Það er góður hópur leigusala sem eru undanþegnir þessu, það eru þeir sem hafa ekki hækkað leigu og eru jafnvel undir markaðsleigu-viðmiði Samtaka leigjenda. Þeir þurfa ekkert sérstakt hrós, en ættu hinsvegar að vera hinum fyrirmynd. Þið getið fundið Leigureikninn á heimasíðu samtakanna www.leigjendasamtokin.is. Vil ég hvetja ykkur leigjendur til að sjá hvernig leigusalinn þinn hagar verðlagningu sinni með því að nýta Leigureikninn, hvort hann er sá sem um ræðir í þessum pistli. Viðmiðunarverð/leiguþak er eina ráðið Yfirvöld verða að tryggja sanngjarna verðmyndun á leigumarkaði. Það stendur í lögum að húsaleiga skuli vera sanngjörn og eðlileg. Víða í íslenskum lögum er líka vísað til skyldna ríkis og sveitarfélaga við að tryggja öruggt húsnæði á sanngjörnu verði. Allar tilraunir og aðferðir við að tryggja þetta eins og kveðið er á um í lögum hafa einfaldlega ekki virkað á frjálsum markaði síðustu tvo áratugi. Eina ráðið er að setja viðmiðunarverð/leiguþak og lækka leigu umtalsvert, og draga stórkostlega á sama tíma úr húsnæðisstuðningi til leigusala í gegnum leigjendur. Með því sparast fjármunir sem myndu nægja til að byggja nokkur hundruð íbúðir á hverju ári. Þær íbúðir er hægt að setja á alvöru óhagnaðardrifinn almennan leigumarkað eða í kaupleigu fyrir lágtekjufólk. Með því að gera þetta myndi áskókn eignafólks inn á húsnæðismarkaðinn minnka, húsnæðisverð myndi komast í jafnvægi og verðbólgan minnka. Það yrði stórkostlegur samfélagslegur ávinningur af stærðargráðu sem við höfum sjaldan séð. Og þetta gerum við bara með því að neita leigusalanum um það sjálfdæmi sem hann býr við í dag. Ættum við ekki að breyta um kúrs? Það gilda lög um okurvexti á Íslandi sem sett voru til að vernda neytendur fyrir sjálfdæmi lánveitandans, það ættu líka að sjálfsögðu að gilda lög um okurleigu. En hvað sem við gerum, plís ekki meira af því sama, það skapar áföll og fátækt eins og reynslan sýnir okkur. Upprætum þessa lögleysu og eyðileggjandi vitleysu og setjum leiguþak/viðmiðunarverð fyrir húsaleigu. Það mun aldrei verða til sanngjörn og eðlileg verðmyndun á leigumarkaði nema með því einu að lyfta grettistaki í uppbyggingu alvöru óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga. Það mun taka mörg ár, og þangað til setjum við viðmiðunarverð fyrir húsaleigu. Þið sem farið með framfylgd húsnæðismála, og þar með örlög og velferð leigjenda, hlustið og sýnið hugrekki, setjið lög gegn okurleigu! Höfundur er formaður Samtaka leigjenda á Íslandi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun