Hafnarfjörður – barnvænt sveitarfélag? Jóhanna Erla Guðjónsdóttir og Jóhanna Margrét Fleckenstein skrifa 10. maí 2022 13:45 Réttindi barna og ungmenna með margþættar þarfir og fjölskyldna þeirra eiga að vera tryggð með barnaverndarlögum, Barnasáttmálanum, lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eða það ætti að minnsta kosti að vera þannig. En er það staðan í dag og hver er munurinn á því að vera barn eða fullorðinn með langvarandi stuðningsþarfir? Það fer eftir því hvernig við horfum á hlutina en í grunninn á ekki að vera neinn munur og allir eiga rétt á sömu þjónustu óháð þörfum hvers og eins. Hafnarfjörður hóf innleiðingu Barnasáttmálans árið 2019 og með innleiðingu hans samþykkti sveitarfélagið að nota hann sem leiðbeinandi viðmið í sínu starfi. Þá ber að horfa þannig á að þó ríkið beri formlega ábyrgð á að uppfylla Barnasáttmálann þá verður hann aldrei að fullu innleiddur inn í íslenskt samfélag nema í samstarfi við íslensk sveitarfélög. Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna núna árið 2022 verðum við að skoða með „barnaréttindagleraugum“ hvað Hafnarfjörður sem sveitarfélag er að gera fyrir börnin okkar og spyrja okkur hvort öll börn séu að fá þá þjónustu sem þau eiga rétt á. Jafnframt því að beina sjónum að þeim skyldum sem okkur ber að vinna samkvæmt á þessu sviði sem sveitarfélag og hvort og hvernig við erum við að sinna því sem okkur ber. Við megum ekki gleyma að á bakvið hvert nafn eða kennitölu á biðlista er manneskja, barn, sem bíður eftir þjónustu og eftir því sem lengra líður eða það verði þjónusturof versnar staða barnsins og um leið fjölskyldunnar og við megum ekki láta það gerast. Við í Framsókn erum stolt af þeirri mikilvægu vinnu sem farið var af stað með árið 2018 að frumkvæði þáverandi félagsmálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, sem lagði grunninn að lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna (nr. 86/2021) eða Farsældarlögunum eins og þau eru nefnd í daglegu tali. Þessi lög hafa það að meginmarkmiði að stuðla að farsæld barna og tryggja aðgang þeirra og foreldranna að samþættri þjónustu við hæfi hvers og eins án allra hindrana. Farsældarlögin eiga að tryggja réttindi barna í samræmi við gildandi stjórnarskrá, alþjóðlegar mannréttinda skuldbindingar og þá sérstaklega samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Þá er sérstök áhersla lögð á samþætta þjónustu sem felur í sér að samfella sé í þjónustunni og hún verði vel skipulögð af þeim þjónustuveitendum sem eru heppilegastir til að mæta þörfum barnsins óháð því hvort hún sé veitt á vettvangi ríkis eða sveitarfélaga. Sú greining sem var gerð við vinnslu frumvarpsins að Farsældarlögunum leiddi í ljós að ávinningur breytinganna fælist m.a. í að fækka áföllum sem börn og fjölskyldur verða fyrir og hins vegar að auka seiglu þeirra og farsæld. Fyrirséð var að á fyrstu árum innleiðingar laganna yrði kostnaðurinn hærri en ávinningurinn, en til lengri tíma litið yrði ávinningurinn mun meiri og vægi hans þyngra og að samþætting í þágu farsældar barna yrði arðbær langtímafjárfesting. Börnin okkar eru jú þau sem taka við af okkur í samfélaginu. Við þurfum að fjárfesta í börnunum okkar því að það mun á endanum skila félagslegum jöfnuði. Við í Framsókn viljum ná samstöðu og samvinnu í bænum til að móta leiðir í formi einstaklingsbundins og snemmtæks stuðnings til samræmis við yfirlýstar nálganir Farsældarlaganna, annarra gildandi laga og mannréttindaskuldbindinga er lúta að réttindamiðaðri þjónustu við börn, því við trúum því að þannig megi best stuðla að farsæld, jafnrétti og tækifærum allra barna í okkar sveitarfélagi, Hafnarfirði. Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, félagsráðgjafi, skipar 4. sæti á lista Framsóknar í HafnarfirðiJóhanna Margrét Fleckenstein, framkvæmdarstjóri, skipar 8. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Réttindi barna Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Réttindi barna og ungmenna með margþættar þarfir og fjölskyldna þeirra eiga að vera tryggð með barnaverndarlögum, Barnasáttmálanum, lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eða það ætti að minnsta kosti að vera þannig. En er það staðan í dag og hver er munurinn á því að vera barn eða fullorðinn með langvarandi stuðningsþarfir? Það fer eftir því hvernig við horfum á hlutina en í grunninn á ekki að vera neinn munur og allir eiga rétt á sömu þjónustu óháð þörfum hvers og eins. Hafnarfjörður hóf innleiðingu Barnasáttmálans árið 2019 og með innleiðingu hans samþykkti sveitarfélagið að nota hann sem leiðbeinandi viðmið í sínu starfi. Þá ber að horfa þannig á að þó ríkið beri formlega ábyrgð á að uppfylla Barnasáttmálann þá verður hann aldrei að fullu innleiddur inn í íslenskt samfélag nema í samstarfi við íslensk sveitarfélög. Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna núna árið 2022 verðum við að skoða með „barnaréttindagleraugum“ hvað Hafnarfjörður sem sveitarfélag er að gera fyrir börnin okkar og spyrja okkur hvort öll börn séu að fá þá þjónustu sem þau eiga rétt á. Jafnframt því að beina sjónum að þeim skyldum sem okkur ber að vinna samkvæmt á þessu sviði sem sveitarfélag og hvort og hvernig við erum við að sinna því sem okkur ber. Við megum ekki gleyma að á bakvið hvert nafn eða kennitölu á biðlista er manneskja, barn, sem bíður eftir þjónustu og eftir því sem lengra líður eða það verði þjónusturof versnar staða barnsins og um leið fjölskyldunnar og við megum ekki láta það gerast. Við í Framsókn erum stolt af þeirri mikilvægu vinnu sem farið var af stað með árið 2018 að frumkvæði þáverandi félagsmálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, sem lagði grunninn að lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna (nr. 86/2021) eða Farsældarlögunum eins og þau eru nefnd í daglegu tali. Þessi lög hafa það að meginmarkmiði að stuðla að farsæld barna og tryggja aðgang þeirra og foreldranna að samþættri þjónustu við hæfi hvers og eins án allra hindrana. Farsældarlögin eiga að tryggja réttindi barna í samræmi við gildandi stjórnarskrá, alþjóðlegar mannréttinda skuldbindingar og þá sérstaklega samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Þá er sérstök áhersla lögð á samþætta þjónustu sem felur í sér að samfella sé í þjónustunni og hún verði vel skipulögð af þeim þjónustuveitendum sem eru heppilegastir til að mæta þörfum barnsins óháð því hvort hún sé veitt á vettvangi ríkis eða sveitarfélaga. Sú greining sem var gerð við vinnslu frumvarpsins að Farsældarlögunum leiddi í ljós að ávinningur breytinganna fælist m.a. í að fækka áföllum sem börn og fjölskyldur verða fyrir og hins vegar að auka seiglu þeirra og farsæld. Fyrirséð var að á fyrstu árum innleiðingar laganna yrði kostnaðurinn hærri en ávinningurinn, en til lengri tíma litið yrði ávinningurinn mun meiri og vægi hans þyngra og að samþætting í þágu farsældar barna yrði arðbær langtímafjárfesting. Börnin okkar eru jú þau sem taka við af okkur í samfélaginu. Við þurfum að fjárfesta í börnunum okkar því að það mun á endanum skila félagslegum jöfnuði. Við í Framsókn viljum ná samstöðu og samvinnu í bænum til að móta leiðir í formi einstaklingsbundins og snemmtæks stuðnings til samræmis við yfirlýstar nálganir Farsældarlaganna, annarra gildandi laga og mannréttindaskuldbindinga er lúta að réttindamiðaðri þjónustu við börn, því við trúum því að þannig megi best stuðla að farsæld, jafnrétti og tækifærum allra barna í okkar sveitarfélagi, Hafnarfirði. Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, félagsráðgjafi, skipar 4. sæti á lista Framsóknar í HafnarfirðiJóhanna Margrét Fleckenstein, framkvæmdarstjóri, skipar 8. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun