Reynt að koma á sáttum í Flensborg Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. maí 2022 12:49 Erla Sigríður Ragnarsdóttir, skólameistari Flensborgarskóla, segir að nú þegar hafi skref verið tekin til að koma á sáttum innan skólans. Hún vill ávinna sér traust nemenda á ný eftir að nokkrir þeirra kvörtuðu yfir henni til menntamálaráðuneytisins. Skólameistari í Flensborg segir að verið sé að stíga fyrstu skrefin í að ná sáttum eftir að ofbeldismál skók nemendahópinn í marsmánuði. Hún segir að það kunni að vera að það hafi ekki komist nægilega vel til skila til nemenda að sannarlega væri verið að vinna í málinu. Hún biðlar til menntamálaráðuneytisins að gefa út samræmda verkferla um ofbeldismál fyrir alla framhaldsskóla landsins. Þrír nemendur Flesborgarskólans stigu fram í fréttum RÚV um helgina og sögðu skólayfirvöld ekki hafa brugðist við alvarlegu ofbeldismáli sem kom upp eftir árshátíð í mars. Í yfirlýsingu frá skólanum kom þó fram að gerendurnir hefðu allir verið reknir út skólanum, ýmist til skemmri eða lengri tíma og að öllum hefðu verið boðinn stuðningur. Ákveðið rof virðist veraá milli upplifunar nemenda og skólayfirvalda. Erla Sigríður Ragnarsdóttir, skólameistari, var spurð hvort skólayfirvöld hafi látið hjá líða að upplýsa nemendur þá vinnu sem væri í gangi. „Við hörmum auðvitað gríðarlega þessa upplifun nemenda og orð fá því auðvitað ekki lýst því þetta eru nemendur okkar. Þetta er unga fólkiðsem við erum að tala við og vinna með á hverjum einasta degi. Þetta er bara eitt af því sem við erum að skoða núna í framhaldinu. Það má vel vera að það hafi ekki komist nægilega vel til skila þau fjölmörgu samtöl sem tekin voru og þær aðgerðir sem við höfum jú gripið til.“ Erla er staðráðin í að ávinna sér traust nemenda eftir að nokkrir þeirra kvörtuðu yfir henni til ráðherra. „Það er náttúrulega aldrei hugmyndin að þagga eitt eða neitt niður. Við líðum aldrei ofbeldi eða ofbeldismenningu nokkurs konar. Aldrei. Við erum að taka fyrstu skrefin í átt að samtali og sátt og þetta er eitthvað sem við þurfum að vinna núna á næstu dögum.“ Erla kveðst hafa nýtt verkferla skólans og í raun farið út yfir ystu mörk þess ramma sem skólinn hefur til að leysa svona mál. „En við erum auðvitað líka búin að kalla eftir samræmdum verkferlum frá ráðuneytinu varðandi ofbeldis mál; kynferðisbrotamál, stafrænt ofbeldi sem er orðið ansi áberandi og fleiri þætti ofbeldis sem við höfum kallað eftir og munum sannarlega gera það núna í framhaldinu.“ Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Harmar fréttaflutning af málefnum nemenda Í yfirlýsingu frá skólastjórn Flensborgarskólans í Hafnarfirði segir að skólinn líði ekki ofbeldi að neinu tagi. Skólinn harmar fréttaflutning af málefnum nemenda. 8. maí 2022 13:31 Ekki á borðinu að gera breytingar á skipun skólameistara Menntamálaráðherra segir ekki á dagskrá að gera breytingar á skipan Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur skólameistara Flensborgarskólans. Mikilvægt sé að styðja við skólann á meðan greitt er úr miklum deilum sem sprottið hafa upp í kringum skipun Erlu. 8. maí 2022 12:03 Foreldrar munu áfram funda um upplausnarástand í Flensborg Upplausnarástand ríkir í fjölbrautaskólanum í Flensborg í Hafnarfirði en mikil gremja meðal nemenda og starfsliðs braust út í vikunni þegar fyrir lá að Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað Erlu Sigríði Ragnarsdóttur skólameistara. 7. maí 2022 14:40 Fár í Flensborg vegna nýskipaðs skólameistara Gríðarleg ólga er nú innan veggja Flensborgarskólans í Hafnarfirði en spjótin beinast að nýskipuðum skólameistara, Erlu Sigríði Ragnarsdóttur. Nemendur finna henni flest til foráttu og segja samstarf við hana afar erfitt. 6. maí 2022 15:58 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Hún biðlar til menntamálaráðuneytisins að gefa út samræmda verkferla um ofbeldismál fyrir alla framhaldsskóla landsins. Þrír nemendur Flesborgarskólans stigu fram í fréttum RÚV um helgina og sögðu skólayfirvöld ekki hafa brugðist við alvarlegu ofbeldismáli sem kom upp eftir árshátíð í mars. Í yfirlýsingu frá skólanum kom þó fram að gerendurnir hefðu allir verið reknir út skólanum, ýmist til skemmri eða lengri tíma og að öllum hefðu verið boðinn stuðningur. Ákveðið rof virðist veraá milli upplifunar nemenda og skólayfirvalda. Erla Sigríður Ragnarsdóttir, skólameistari, var spurð hvort skólayfirvöld hafi látið hjá líða að upplýsa nemendur þá vinnu sem væri í gangi. „Við hörmum auðvitað gríðarlega þessa upplifun nemenda og orð fá því auðvitað ekki lýst því þetta eru nemendur okkar. Þetta er unga fólkiðsem við erum að tala við og vinna með á hverjum einasta degi. Þetta er bara eitt af því sem við erum að skoða núna í framhaldinu. Það má vel vera að það hafi ekki komist nægilega vel til skila þau fjölmörgu samtöl sem tekin voru og þær aðgerðir sem við höfum jú gripið til.“ Erla er staðráðin í að ávinna sér traust nemenda eftir að nokkrir þeirra kvörtuðu yfir henni til ráðherra. „Það er náttúrulega aldrei hugmyndin að þagga eitt eða neitt niður. Við líðum aldrei ofbeldi eða ofbeldismenningu nokkurs konar. Aldrei. Við erum að taka fyrstu skrefin í átt að samtali og sátt og þetta er eitthvað sem við þurfum að vinna núna á næstu dögum.“ Erla kveðst hafa nýtt verkferla skólans og í raun farið út yfir ystu mörk þess ramma sem skólinn hefur til að leysa svona mál. „En við erum auðvitað líka búin að kalla eftir samræmdum verkferlum frá ráðuneytinu varðandi ofbeldis mál; kynferðisbrotamál, stafrænt ofbeldi sem er orðið ansi áberandi og fleiri þætti ofbeldis sem við höfum kallað eftir og munum sannarlega gera það núna í framhaldinu.“
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Harmar fréttaflutning af málefnum nemenda Í yfirlýsingu frá skólastjórn Flensborgarskólans í Hafnarfirði segir að skólinn líði ekki ofbeldi að neinu tagi. Skólinn harmar fréttaflutning af málefnum nemenda. 8. maí 2022 13:31 Ekki á borðinu að gera breytingar á skipun skólameistara Menntamálaráðherra segir ekki á dagskrá að gera breytingar á skipan Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur skólameistara Flensborgarskólans. Mikilvægt sé að styðja við skólann á meðan greitt er úr miklum deilum sem sprottið hafa upp í kringum skipun Erlu. 8. maí 2022 12:03 Foreldrar munu áfram funda um upplausnarástand í Flensborg Upplausnarástand ríkir í fjölbrautaskólanum í Flensborg í Hafnarfirði en mikil gremja meðal nemenda og starfsliðs braust út í vikunni þegar fyrir lá að Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað Erlu Sigríði Ragnarsdóttur skólameistara. 7. maí 2022 14:40 Fár í Flensborg vegna nýskipaðs skólameistara Gríðarleg ólga er nú innan veggja Flensborgarskólans í Hafnarfirði en spjótin beinast að nýskipuðum skólameistara, Erlu Sigríði Ragnarsdóttur. Nemendur finna henni flest til foráttu og segja samstarf við hana afar erfitt. 6. maí 2022 15:58 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Harmar fréttaflutning af málefnum nemenda Í yfirlýsingu frá skólastjórn Flensborgarskólans í Hafnarfirði segir að skólinn líði ekki ofbeldi að neinu tagi. Skólinn harmar fréttaflutning af málefnum nemenda. 8. maí 2022 13:31
Ekki á borðinu að gera breytingar á skipun skólameistara Menntamálaráðherra segir ekki á dagskrá að gera breytingar á skipan Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur skólameistara Flensborgarskólans. Mikilvægt sé að styðja við skólann á meðan greitt er úr miklum deilum sem sprottið hafa upp í kringum skipun Erlu. 8. maí 2022 12:03
Foreldrar munu áfram funda um upplausnarástand í Flensborg Upplausnarástand ríkir í fjölbrautaskólanum í Flensborg í Hafnarfirði en mikil gremja meðal nemenda og starfsliðs braust út í vikunni þegar fyrir lá að Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað Erlu Sigríði Ragnarsdóttur skólameistara. 7. maí 2022 14:40
Fár í Flensborg vegna nýskipaðs skólameistara Gríðarleg ólga er nú innan veggja Flensborgarskólans í Hafnarfirði en spjótin beinast að nýskipuðum skólameistara, Erlu Sigríði Ragnarsdóttur. Nemendur finna henni flest til foráttu og segja samstarf við hana afar erfitt. 6. maí 2022 15:58
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent