Úkraínuforseti ávarpar Alþingi Eyjólfur Ármannsson skrifar 10. maí 2022 12:01 Ávarp Volodímírs Selenskís, forseta Úkraínu, til alþingismanna og íslensku þjóðarinnar í gegnum fjarfundabúnað sl. föstudag við sérstaka athöfn í þingsal Alþingis var sögulegt. Þetta var í fyrsta skipti sem erlendur þjóðhöfðingi flytur ávarp í þingsal Alþingis og markar tímamót. Úkraínska þjóðin heyr nú ein varnarstríð til að verja fósturjörð sína, sjálfstæði, frelsi og mannréttindi og þjóðerni sitt. Það er stríð í Evrópu. Innrásin í Úkraínu ógnar friði í heiminum en engin vissa er því fyrir að átökin takmarkist við Úkraínu. Innrásin er ógn við það alþjóðakerfi sem verið hefur við lýði allan lýðveldistímann, eða frá lokum síðari heimsstyrjaldar og byggir á virðingu fyrir alþjóðalögum. Ræða Selenskís Úkraínuforseta er áhrifamikil og mikilvæg. Allir eru hvattir til að lesa ræðuna, en hana má finna á vef Alþingis. Úkraínuforseti bendir okkur á að fleiri en 500.000 Úkraínumenn hafi nú verið sviptir skilríkjum sínum og fluttir á brott til Rússlands með valdi. Forsetinn segir m.a. í ræðu sinni eftirfarandi: Baráttan nú snýst um frelsið, þetta land sem við eigum með réttu, og um menningu okkar, en hún birtir þjóðareðli okkar og greinir okkur frá nágrönnum okkar, og hún varðveitir þráðinn sem liggur milli okkar, barnanna okkar og þeirra kynslóða sem á undan komu. Í upphafi ræðu sinnar minnir Úkraníuforseti okkur á að Úkraína og Ísland tengist sterkum böndum, að við höfum þekkst vel í meira en þúsund ár og að forfeður okkar hafi átt auðvelt með öll sín samskipti. Þessi sterku bönd minna okkur á siglingar norrænna manna á miðöldum til austurs, upp fljótin sem renna í Eystrasalt og niður þau til Svartahafs. Umfjöllun okkar um norræna miðaldaheiminn takmarkast um of við hinn vestnorræna heim sem Ísland var hluti af. Það takmarkar skilning okkar á mikilvægi víkingatímans og íslenskrar sagnaritunar. Fornsagan Eymundar þáttur Hringssonar minnir á tengsl Norðurlanda og Úkraínu. Sagan gerist í Garðaríki (Úkraínu) og segir frá Íslendingum og öðrum norrænum mönnum þar. Garðaríki var upphaflega stofnað af Svíum og norrænir menn og afkomendur fóru þar lengi með völd. Kænugarður (Kyiv) er við Dnépr-fljót á verslunarleiðinni á milli Skandinavíu og Miklagarðs (núverandi Istanbúl). Norðmenn hafa ætíð horft út á Atlantshafið en Svíar til austurs. Svíþjóð og Finnland ræða nú inngöngu í NATO vegna innrásar Pútíns. Eystrasaltsríkin eru í NATO. Við Íslendingar hljótum að styðja einhuga skjóta inngöngu þessara norrænu vinaþjóða okkar í NATO, kjósi þær að tryggja öryggi sitt með inngöngu. Með henni skapast forsendur til náinnar varnarsamvinnu Norðurlanda innan NATO. Innrásin í Úkraínu sýnir mikilvægi aðildar Íslands að NATO og Varnarsamningi okkar við Bandaríkin, sem eru grunnstoðir öryggis- og varnarmála okkar. Úkraína er ekki aðildarríki NATO en Íslandi á að standa þétt með vestrænum þjóðum í stuðningsaðgerðum sínum með hinni hugrökku úkraínsku þjóð á örlagatímum í sögu sinni. Við eigum að taka vel á móti Úkraínumönnum sem hingað leita og veita aðstoð flóttamönnum sem streyma frá Úkraínu til Póllands og annarra ríkja Evrópu. Það gerum við með að bjóða sérfræðiaðstoð og senda fjármagn til alþjóðastofnana og samtaka sem sinna móttöku flóttamanna. Ræða Selenskís, forseta Úkraínu, minnir okkur á mikilvægi þess að Ísland sýni samstöðu með úkraínsku þjóðinni í þessu gríðarlega mikilvæga máli sem varðar grundvöll lýðræðis, mannréttinda og sjálfstæðis þjóða. Það var vel við hæfi að hún var fyrsta ræða erlends þjóðhöfðingja á Alþingi og er vonandi upphafið á nýrri hefð á Alþingi Íslendinga. Ræðan minnir á mikilvægi virkrar þátttöku okkur sem sjálfstæðrar herlausrar smáþjóðar í samstarfi lýðræðisþjóða. Með ræðu sinni í þingsal Alþingis færði Úkraínuforseti boðskap þjóðar sinnar sem berst fyrir tilvist sinni og frelsi. Það er boðskapur sem varðar okkur öll. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Innrás Rússa í Úkraínu Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ávarp Volodímírs Selenskís, forseta Úkraínu, til alþingismanna og íslensku þjóðarinnar í gegnum fjarfundabúnað sl. föstudag við sérstaka athöfn í þingsal Alþingis var sögulegt. Þetta var í fyrsta skipti sem erlendur þjóðhöfðingi flytur ávarp í þingsal Alþingis og markar tímamót. Úkraínska þjóðin heyr nú ein varnarstríð til að verja fósturjörð sína, sjálfstæði, frelsi og mannréttindi og þjóðerni sitt. Það er stríð í Evrópu. Innrásin í Úkraínu ógnar friði í heiminum en engin vissa er því fyrir að átökin takmarkist við Úkraínu. Innrásin er ógn við það alþjóðakerfi sem verið hefur við lýði allan lýðveldistímann, eða frá lokum síðari heimsstyrjaldar og byggir á virðingu fyrir alþjóðalögum. Ræða Selenskís Úkraínuforseta er áhrifamikil og mikilvæg. Allir eru hvattir til að lesa ræðuna, en hana má finna á vef Alþingis. Úkraínuforseti bendir okkur á að fleiri en 500.000 Úkraínumenn hafi nú verið sviptir skilríkjum sínum og fluttir á brott til Rússlands með valdi. Forsetinn segir m.a. í ræðu sinni eftirfarandi: Baráttan nú snýst um frelsið, þetta land sem við eigum með réttu, og um menningu okkar, en hún birtir þjóðareðli okkar og greinir okkur frá nágrönnum okkar, og hún varðveitir þráðinn sem liggur milli okkar, barnanna okkar og þeirra kynslóða sem á undan komu. Í upphafi ræðu sinnar minnir Úkraníuforseti okkur á að Úkraína og Ísland tengist sterkum böndum, að við höfum þekkst vel í meira en þúsund ár og að forfeður okkar hafi átt auðvelt með öll sín samskipti. Þessi sterku bönd minna okkur á siglingar norrænna manna á miðöldum til austurs, upp fljótin sem renna í Eystrasalt og niður þau til Svartahafs. Umfjöllun okkar um norræna miðaldaheiminn takmarkast um of við hinn vestnorræna heim sem Ísland var hluti af. Það takmarkar skilning okkar á mikilvægi víkingatímans og íslenskrar sagnaritunar. Fornsagan Eymundar þáttur Hringssonar minnir á tengsl Norðurlanda og Úkraínu. Sagan gerist í Garðaríki (Úkraínu) og segir frá Íslendingum og öðrum norrænum mönnum þar. Garðaríki var upphaflega stofnað af Svíum og norrænir menn og afkomendur fóru þar lengi með völd. Kænugarður (Kyiv) er við Dnépr-fljót á verslunarleiðinni á milli Skandinavíu og Miklagarðs (núverandi Istanbúl). Norðmenn hafa ætíð horft út á Atlantshafið en Svíar til austurs. Svíþjóð og Finnland ræða nú inngöngu í NATO vegna innrásar Pútíns. Eystrasaltsríkin eru í NATO. Við Íslendingar hljótum að styðja einhuga skjóta inngöngu þessara norrænu vinaþjóða okkar í NATO, kjósi þær að tryggja öryggi sitt með inngöngu. Með henni skapast forsendur til náinnar varnarsamvinnu Norðurlanda innan NATO. Innrásin í Úkraínu sýnir mikilvægi aðildar Íslands að NATO og Varnarsamningi okkar við Bandaríkin, sem eru grunnstoðir öryggis- og varnarmála okkar. Úkraína er ekki aðildarríki NATO en Íslandi á að standa þétt með vestrænum þjóðum í stuðningsaðgerðum sínum með hinni hugrökku úkraínsku þjóð á örlagatímum í sögu sinni. Við eigum að taka vel á móti Úkraínumönnum sem hingað leita og veita aðstoð flóttamönnum sem streyma frá Úkraínu til Póllands og annarra ríkja Evrópu. Það gerum við með að bjóða sérfræðiaðstoð og senda fjármagn til alþjóðastofnana og samtaka sem sinna móttöku flóttamanna. Ræða Selenskís, forseta Úkraínu, minnir okkur á mikilvægi þess að Ísland sýni samstöðu með úkraínsku þjóðinni í þessu gríðarlega mikilvæga máli sem varðar grundvöll lýðræðis, mannréttinda og sjálfstæðis þjóða. Það var vel við hæfi að hún var fyrsta ræða erlends þjóðhöfðingja á Alþingi og er vonandi upphafið á nýrri hefð á Alþingi Íslendinga. Ræðan minnir á mikilvægi virkrar þátttöku okkur sem sjálfstæðrar herlausrar smáþjóðar í samstarfi lýðræðisþjóða. Með ræðu sinni í þingsal Alþingis færði Úkraínuforseti boðskap þjóðar sinnar sem berst fyrir tilvist sinni og frelsi. Það er boðskapur sem varðar okkur öll. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun