Töluverð fjölgun á göngu- og hjólaleiðum í Hafnarfirði Hilmar Ingimundarson skrifar 10. maí 2022 10:45 Göngu- og hjólaleiðum, sem hluti af samgöngukerfi Hafnarfjarðar, hefur fjölgað töluvert á umliðnum árum og er ánægjulegt að sjá að þeim fjölgar stöðugt sem kjósa að nýta sér þennan virka samgöngumáta reglulega. Við undirritun Samgöngusáttmálans árið 2019 einsettum við Hafnfirðingar okkur, sem hluta af því samkomulagi, að auka enn frekar vægi gangandi og hjólandi umferðar. Markmiðið er að 30% allra ferða verði með þeim hætti fyrir árið 2040. Það er metnaðarfullt og eftirsóknarvert markmið. Hjóla- og göngustígar sem tengja höfuðborgarsvæðið Með því að skapa aðstæður sem hvetja fólk til að nýta fleiri samgöngumáta fjölgum við þeim sem vilja ferðast gangandi eða á hjóli og stuðlum þar með að heilsueflingu og minni kolefnislosun. Næsta verkefni er að ráðast í gerð nýrrar aðgerðaáætlunar um hjóla- og göngustíga innan bæjarmarkanna með það að markmiði að tengjast betur nágrannasveitarfélögunum og auðvelda fólki þannig að komast leiðar sinnar um höfuðborgarsvæðið. Samkvæmt núgildandi Samgöngusáttmála munu um 8,2 milljarðar króna renna úr ríkissjóði til þessa verkefnis á öllu höfuðborgarsvæðinu á næstu tuttugu árum. Uppland Hafnarfjarðar upplagt fyrir hjólreiðar Verðugt verkefni er jafnframt að koma helstu hjólaleiðum inn í GoogleMaps til þess að auðvelda val um öruggustu og fljótlegustu leiðirnar. Einnig þarf að koma upp hjólabrautum (e. pumptrack) til að auka við þjálfunar- og afþreyingarmöguleika þeirra sem vilja efla hjólafærni sína. Jafnframt þarf að tryggja að upplandið okkar verði áhugaverður áfangastaður fyrir sívaxandi fjölda þeirra sem stunda malar- og fjallahjólreiðar. Markmiðin þurfa síðan að vera mælanleg og tímasett til að bæjarbúar geti fylgst með framvindu mála. Það er heilsusamlegt að hjóla Hjólreiðar hafa nú öðlast viðurkenndan sess sem fýsilegur ferðamáti. Ánægjulegt er að sjá hvað þeim hefur fjölgað mjög sem vilja nýta sér stofnstíga bæjarins til að komast til vinnu, fara á milli staða eða til heilsueflingar. Við viljum vissulega gera mun betur og því er mikilvægt að uppfæra núverandi hjólreiðaáætlun til að auka enn frekar vægi þessara virku ferðamáta og gera fleirum kleift að velja þá. Hjólreiðar eru hagkvæmur, heilsusamlegur og skemmtilegur ferðamáti og styðja vel við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem er leiðarljós í framtíðarsýn og heildarstefnu Hafnarfjarðar. Hjólum inn í sumarið - örugg og vel áttuð! Höfundur skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Göngu- og hjólaleiðum, sem hluti af samgöngukerfi Hafnarfjarðar, hefur fjölgað töluvert á umliðnum árum og er ánægjulegt að sjá að þeim fjölgar stöðugt sem kjósa að nýta sér þennan virka samgöngumáta reglulega. Við undirritun Samgöngusáttmálans árið 2019 einsettum við Hafnfirðingar okkur, sem hluta af því samkomulagi, að auka enn frekar vægi gangandi og hjólandi umferðar. Markmiðið er að 30% allra ferða verði með þeim hætti fyrir árið 2040. Það er metnaðarfullt og eftirsóknarvert markmið. Hjóla- og göngustígar sem tengja höfuðborgarsvæðið Með því að skapa aðstæður sem hvetja fólk til að nýta fleiri samgöngumáta fjölgum við þeim sem vilja ferðast gangandi eða á hjóli og stuðlum þar með að heilsueflingu og minni kolefnislosun. Næsta verkefni er að ráðast í gerð nýrrar aðgerðaáætlunar um hjóla- og göngustíga innan bæjarmarkanna með það að markmiði að tengjast betur nágrannasveitarfélögunum og auðvelda fólki þannig að komast leiðar sinnar um höfuðborgarsvæðið. Samkvæmt núgildandi Samgöngusáttmála munu um 8,2 milljarðar króna renna úr ríkissjóði til þessa verkefnis á öllu höfuðborgarsvæðinu á næstu tuttugu árum. Uppland Hafnarfjarðar upplagt fyrir hjólreiðar Verðugt verkefni er jafnframt að koma helstu hjólaleiðum inn í GoogleMaps til þess að auðvelda val um öruggustu og fljótlegustu leiðirnar. Einnig þarf að koma upp hjólabrautum (e. pumptrack) til að auka við þjálfunar- og afþreyingarmöguleika þeirra sem vilja efla hjólafærni sína. Jafnframt þarf að tryggja að upplandið okkar verði áhugaverður áfangastaður fyrir sívaxandi fjölda þeirra sem stunda malar- og fjallahjólreiðar. Markmiðin þurfa síðan að vera mælanleg og tímasett til að bæjarbúar geti fylgst með framvindu mála. Það er heilsusamlegt að hjóla Hjólreiðar hafa nú öðlast viðurkenndan sess sem fýsilegur ferðamáti. Ánægjulegt er að sjá hvað þeim hefur fjölgað mjög sem vilja nýta sér stofnstíga bæjarins til að komast til vinnu, fara á milli staða eða til heilsueflingar. Við viljum vissulega gera mun betur og því er mikilvægt að uppfæra núverandi hjólreiðaáætlun til að auka enn frekar vægi þessara virku ferðamáta og gera fleirum kleift að velja þá. Hjólreiðar eru hagkvæmur, heilsusamlegur og skemmtilegur ferðamáti og styðja vel við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem er leiðarljós í framtíðarsýn og heildarstefnu Hafnarfjarðar. Hjólum inn í sumarið - örugg og vel áttuð! Höfundur skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar