Sveitarstjóri ráðinn á faglegum forsendum Christiane L. Bahner skrifar 10. maí 2022 10:16 Rétt fyrir kosningar er pólitíska umræðan alltaf mest, og er það afar skemmtilegur tími. Það vekur athygli að Nýi óháði listinn er eina framboðið í Rangárþingi eystra sem vill fagráða sveitarstjóra! Á vef Sjálfstæðismanna í Rangárþingi eystra var nýlega birt grein þar sem fjallað var um þeirra sýn á það að málum væri best fyrir komið með Sjálfstæðismann sem sveitarstjóra. Í greininni er fjallað um sveitarstjóraefnið D-listans Anton Kára og bent á að íbúar geti nú kosið sér sveitarstjóra. Rétt er að leiðrétta þann misskilning. Skv. sveitarstjórnarlögum er það ávallt sveitarstjórnin sem ræður sveitarstjóra, hann er bara alls ekki kosinn og heldur ekki af íbúum sveitarfélagsins beint. Það er líka rétt að upplýsa að frambjóðendur Nýja óháða listans hafa ekkert á móti Antoni Kára fyrrverandi sveitarstjóra og Lilju núverandi sveitarstjóra, þau eru bæði vænsta fólk og vilja vel. Það að þau séu frambjóðendur Sjálfstæðisflokks annars vegar og Framsóknarflokks hins vegar segir hins vegar ekkert til um það hve hæf eða vænir kostir þau eru til að gegna stöðu sveitarstjóra; en sveitarstjórinn er framkvæmdastjóri hjá stærsta vinnuveitandanum í nærsamfélaginu, sveitarfélaginu sjálfu. Við teljum að slíkt eigi að byggja á viðeigandi menntun, reynslu, þekkingu og metnaði. Hafið yfir allan vafa Önnur rök fyrir að að vilja fagráða sveitarstjóra eru að það getur verið afar heppilegt að koma valdinu aðeins fjær okkur (einnig kallað armslengd). Það getur verið mjög óþægilegt og jafnvel erfitt, bæði fyrir íbúa og þá sem stjórna, að þekkja alla, að tengjast fólki vina- og fjölskylduböndum, að standa of nærri fólki sem verður fyrir áhrifum af ákvörðunum sem taka skal. Allir sem líta um öxl muna eftir þannig upplifun í gegnum tíðina, að ákvarðanir um aðgerðir, aðgerðarleysi, ráðningu, skipulag, getuleysi, úthlutun verkefna o.s.frv. sé lituð af tengslum við þá sem stjórna. Það er líka ósanngjarnt að sitja undir slíkum grunsemdum eða umtali þegar veruleikinn er sá að sá sem tengdur er stjórnandanum er t.d. raunverulega sá besti sem völ er á. Stundum er fjarlægðin styrkur fyrir alla og til þess fallið að auka trúverðugleika og traust. Lýðræðið Eins og hefur komið fram áður, þá er það sveitarstjórnin sem ræður sveitarstjóra. Sveitarstjóri er aldrei kosinn í sveitarstjórnarkosingum. Sveitarstjóri á að koma því í framkvæmd sem sveitarstjórn ákveður, það er hans starf og hlutverk. Kjörnir fulltrúar setja stefnuna, þaðan kemur pólitíkin, áherslumálin. Sveitarstjórinn þarf ekki að hafa ákveðna pólitíska hugsun eða skoðun til að teljast hæfur til að gegna starfinu. Hann þarf að búa yfir stjórnunarhæfileikum, viðeigandi menntun, reynslu, jafnvel reynslu frá öðrum sveitarfélögum! Hvað er að óttast við að auglýsa eftir hæfasta einstaklingum í þetta mikilvæga stjórnunarstarf? Það er líka styrkur fyrir minnihluta að geta sótt upplýsingar til stjórnanda sveitarfélags sem er ekki einn kjörinna fulltrúa meirihlutans. Þannig verður meira jafnræði milli sveitarstjórnarmanna, og hvert atkvæði kjósenda fær sama vægi, sama hvort viðkomandi listi verði síðan í meira- eða minnihluta á kjörtímabilinu. Í besta falli gefur sveitarstjórinn öllum kosnum fulltrúum sömu upplýsingar, sem styrkir minnihlutann í mikilvægu aðhaldshlutverki sínu. Það er eðlilegt að sveitarstjórn og oddviti hennar veita sveitarfélagi pólitíska forystu ekki framkvæmdastjórinn sem ávallt er ráðinn af sveitarstjórn. Að hafa atvinnu af pólitík Eftir síðustu kosningar hófu B- og D-lista samstarf og mynduðu saman meirihluta. En þrátt fyrir að þessir tveir listar höfðu barist á móti hvorum öðrum alla tíð, þá var greinilega engin þörf á því að semja um málefni. Það eina sem samið var um milli þeirra var að D-listinn fengi sveitarstjórastólinn hálft kjörtímabil og B-listinn hinn helminginn. Það er vart hægt að trúa því að þau hafa ekki áttað sig á því strax í upphafi að það samkomulag er vægast sagt óheppilegt, og má því varpa fram þeirri spurningu af hverju pólitísku málefnin hafi ekki fengið meira vægi þegar samkomulag var gert. Er það virkilega aðalatriði hver fái stólinn? Hver hefur mesta hagsmuni á því? Er það sveitarfélagið og íbúar þess, er það viðkomandi aðili eða eru það jafnvel stjórnmálaflokkarnir sem starfa á landsvísu? Margt gott hefur verið unnið á kjörtímabilinu í Rangárþingi eystra en eins og um land allt hefur kjörtímabilið einkennst af rósemi. Sumir kalla það jafnvel stöðnun, að það sé fátt nýtt að frétta og ekkert að gerast. Skútan vaggar bara rólega áfram í staðinn fyrir að hífa upp seglin til að ná einhverri ferð. Nýi óháði listinn fagnar umræðunni um ó/pólitískan sveitarstjóra, en eru málefnin ekki örugglega áhugaverðara fyrir kjósendur í þetta sinn? Kjósum nýtt fólk til áhrifa – setjum X við N á kjördag. Höfundur skipar 2. sæti á Nýja óháða listanum í Rangárþingi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Rangárþing eystra Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Rétt fyrir kosningar er pólitíska umræðan alltaf mest, og er það afar skemmtilegur tími. Það vekur athygli að Nýi óháði listinn er eina framboðið í Rangárþingi eystra sem vill fagráða sveitarstjóra! Á vef Sjálfstæðismanna í Rangárþingi eystra var nýlega birt grein þar sem fjallað var um þeirra sýn á það að málum væri best fyrir komið með Sjálfstæðismann sem sveitarstjóra. Í greininni er fjallað um sveitarstjóraefnið D-listans Anton Kára og bent á að íbúar geti nú kosið sér sveitarstjóra. Rétt er að leiðrétta þann misskilning. Skv. sveitarstjórnarlögum er það ávallt sveitarstjórnin sem ræður sveitarstjóra, hann er bara alls ekki kosinn og heldur ekki af íbúum sveitarfélagsins beint. Það er líka rétt að upplýsa að frambjóðendur Nýja óháða listans hafa ekkert á móti Antoni Kára fyrrverandi sveitarstjóra og Lilju núverandi sveitarstjóra, þau eru bæði vænsta fólk og vilja vel. Það að þau séu frambjóðendur Sjálfstæðisflokks annars vegar og Framsóknarflokks hins vegar segir hins vegar ekkert til um það hve hæf eða vænir kostir þau eru til að gegna stöðu sveitarstjóra; en sveitarstjórinn er framkvæmdastjóri hjá stærsta vinnuveitandanum í nærsamfélaginu, sveitarfélaginu sjálfu. Við teljum að slíkt eigi að byggja á viðeigandi menntun, reynslu, þekkingu og metnaði. Hafið yfir allan vafa Önnur rök fyrir að að vilja fagráða sveitarstjóra eru að það getur verið afar heppilegt að koma valdinu aðeins fjær okkur (einnig kallað armslengd). Það getur verið mjög óþægilegt og jafnvel erfitt, bæði fyrir íbúa og þá sem stjórna, að þekkja alla, að tengjast fólki vina- og fjölskylduböndum, að standa of nærri fólki sem verður fyrir áhrifum af ákvörðunum sem taka skal. Allir sem líta um öxl muna eftir þannig upplifun í gegnum tíðina, að ákvarðanir um aðgerðir, aðgerðarleysi, ráðningu, skipulag, getuleysi, úthlutun verkefna o.s.frv. sé lituð af tengslum við þá sem stjórna. Það er líka ósanngjarnt að sitja undir slíkum grunsemdum eða umtali þegar veruleikinn er sá að sá sem tengdur er stjórnandanum er t.d. raunverulega sá besti sem völ er á. Stundum er fjarlægðin styrkur fyrir alla og til þess fallið að auka trúverðugleika og traust. Lýðræðið Eins og hefur komið fram áður, þá er það sveitarstjórnin sem ræður sveitarstjóra. Sveitarstjóri er aldrei kosinn í sveitarstjórnarkosingum. Sveitarstjóri á að koma því í framkvæmd sem sveitarstjórn ákveður, það er hans starf og hlutverk. Kjörnir fulltrúar setja stefnuna, þaðan kemur pólitíkin, áherslumálin. Sveitarstjórinn þarf ekki að hafa ákveðna pólitíska hugsun eða skoðun til að teljast hæfur til að gegna starfinu. Hann þarf að búa yfir stjórnunarhæfileikum, viðeigandi menntun, reynslu, jafnvel reynslu frá öðrum sveitarfélögum! Hvað er að óttast við að auglýsa eftir hæfasta einstaklingum í þetta mikilvæga stjórnunarstarf? Það er líka styrkur fyrir minnihluta að geta sótt upplýsingar til stjórnanda sveitarfélags sem er ekki einn kjörinna fulltrúa meirihlutans. Þannig verður meira jafnræði milli sveitarstjórnarmanna, og hvert atkvæði kjósenda fær sama vægi, sama hvort viðkomandi listi verði síðan í meira- eða minnihluta á kjörtímabilinu. Í besta falli gefur sveitarstjórinn öllum kosnum fulltrúum sömu upplýsingar, sem styrkir minnihlutann í mikilvægu aðhaldshlutverki sínu. Það er eðlilegt að sveitarstjórn og oddviti hennar veita sveitarfélagi pólitíska forystu ekki framkvæmdastjórinn sem ávallt er ráðinn af sveitarstjórn. Að hafa atvinnu af pólitík Eftir síðustu kosningar hófu B- og D-lista samstarf og mynduðu saman meirihluta. En þrátt fyrir að þessir tveir listar höfðu barist á móti hvorum öðrum alla tíð, þá var greinilega engin þörf á því að semja um málefni. Það eina sem samið var um milli þeirra var að D-listinn fengi sveitarstjórastólinn hálft kjörtímabil og B-listinn hinn helminginn. Það er vart hægt að trúa því að þau hafa ekki áttað sig á því strax í upphafi að það samkomulag er vægast sagt óheppilegt, og má því varpa fram þeirri spurningu af hverju pólitísku málefnin hafi ekki fengið meira vægi þegar samkomulag var gert. Er það virkilega aðalatriði hver fái stólinn? Hver hefur mesta hagsmuni á því? Er það sveitarfélagið og íbúar þess, er það viðkomandi aðili eða eru það jafnvel stjórnmálaflokkarnir sem starfa á landsvísu? Margt gott hefur verið unnið á kjörtímabilinu í Rangárþingi eystra en eins og um land allt hefur kjörtímabilið einkennst af rósemi. Sumir kalla það jafnvel stöðnun, að það sé fátt nýtt að frétta og ekkert að gerast. Skútan vaggar bara rólega áfram í staðinn fyrir að hífa upp seglin til að ná einhverri ferð. Nýi óháði listinn fagnar umræðunni um ó/pólitískan sveitarstjóra, en eru málefnin ekki örugglega áhugaverðara fyrir kjósendur í þetta sinn? Kjósum nýtt fólk til áhrifa – setjum X við N á kjördag. Höfundur skipar 2. sæti á Nýja óháða listanum í Rangárþingi eystra.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar