Lífið

Hljóp út úr viðtali til að hitta íslensku keppendurna

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Finnska hljómsveitin The Rasmus
Finnska hljómsveitin The Rasmus Júrógarðurinn

Júrógarðurinn hitti hljómsveitina The Rasmus á túrkís dreglinum fyrir opnunarhátíð Eurovision. Þar kom í ljós að finnsku rokkararnir eru miklir aðdáendur íslensku hljómsveitarinnar Systur.

Þegar blaðamenn tóku viðtal við Finnana hljóp Eero Heinonen bassaleikari sveitarinnar út úr viðtalinu til þess að hitta Systur. Íslenski hópurinn var á eftir þeim finnska á túrkís dreglinum sem allir keppendur gengu eftir á leið sinni inn í kastalann þar sem opnunarhátíðin fór fram. 

Atvikið má sjá í spilaranum fyrir neðan.

Klippa: Bassaleikari The Rasmus er bálskotinn í Systrum

Við fjölluðum nánar um túrkís dregilinn í þættinum Júrógarðurinn. 

Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum

Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi. 


Tengdar fréttir

EBU slær aftur á hendur íslenska hópsins

Íslenski Eurovision-hópurinn fékk tilmæli frá Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) eftir dómararennslið í dag þar sem athugasemd var gerð við að flytjendurnir hafi lýst yfir stuðningi við Úkraínu í lok flutningsins.

Átti ekki von á svona mörgum viðtalsbeiðnum frá erlendum fjölmiðlum

„Ég hélt einhvern veginn fyrir fram að það yrði minna af viðtalsbeiðnum frá blaðamönnum og svona en það hefur ekki verið. Stelpurnar eru með skýr skilaboð sem fólk hlustar á,“ sagði Rúnar Freyr í viðtali á túrkís dreglinum á opnunarhátíð Eurovision í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.