Betri almenningssamgöngur fyrir okkur öll í Garðabæ! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 10. maí 2022 07:16 Lélegar almenningssamgöngur í Garðabæ gera það að verkum að börn og ungmenni komast við illan leik ferða sinna. Þau sem æfa íþróttir og eru búsett utan miðju Garðabæjar lenda í töluverðum vandræðum. Mörg þurfa að stóla á skutl foreldra sinna, sem er ekki til þess fallið að styðja við einfaldara líf barnafjölskyldna. Í Garðabæ er heldur ekki til staðar raunverulegt val um bíllausan lífsstíl til að sporna við loftslagsvánni. Í skipulaginu hefur ekki verið hugað að þeim sem vilja einfalda fjölskyldulífið. Fjármögnum almenningssamgöngur og hækkum þjónustustigið Þessu viljum við í Viðreisn breyta. Við viljum setja fjármagn í öflugar og tíðar almenningssamgöngur, svo að þær verði að raunverulegum valkosti og styðja við umhverfisvænan lífsstíl fólks. Við viljum að Garðabær gangi í takt við höfuðborgarsvæðið allt og setji strætósamgöngur á dagskrá. Við í Viðreisn viljum sjá Garðabæ taka stór skref inn í nútímann. Það er ungt fólk að flytja í bæinn, til að mynda í Urriðaholt. Breytt íbúasamsetning kallar á breytta þjónustu. Auk þess að hækka þjónustustigið fyrir alla íbúa með bættum almenningssamgöngum, viljum við öflugar og öruggar samgöngur hjólandi og gangandi um allan Garðabæ. Við viljum sjá Álftnesinga komast ferða sinna með nútímalegum ferðamáta og tryggja að skólabörn komist á viðburði inn í miðbæ Garðabæjar án mikillar fyrirhafnar vegna stopulla ferða Strætó. Við erum ekki eyland Lélegar almenningssamgöngur eru ekki til þess fallnar að styðja við markmið okkar í loftslagsmálum. Þar fer hljóð og mynd ekki saman. Í vistvænu hverfi Urriðaholti eru almenningssamgöngur með þeim verstu sem íbúum á höfuðborgarsvæðinu er boðið upp á. Þær eru helst sambærilegar við það sem íbúum Álftaness er boðið upp á, þar sem skólabörnum gefast ekki sömu tækifæri til að sækja viðburði í miðbæ Garðabæjar vegna lélegra strætósamgangna. Gerum betur með Viðreisn Þjónustustig almenningssamgangna er í höndum bæjaryfirvalda sem stýra því með áherslum í fjármögnun. Hér höfum við skýrt dæmi um bein áhrif Sjálfstæðismanna á lífsgæði og þjónustustig við íbúa Garðabæjar þveran og endilangan. Friðlýsingar lands hafa átt hug meirihlutanns allan á meðan önnur lífsgæði er tengjast umhverfissjónarmiðum og valfrelsi um umhverfisvænan lífsstíl hafa ekki átt upp á pallborðið. Við í Viðreisn erum umhverfisvænn flokkur og þessu ætlum við að breyta. Við viljum Garðabæ í fremstu röð fyrir íbúa og fyrir umhverfið. Með ferskum vindum Viðreisnar verður slík breyting að veruleika. Höfundur er oddviti Viðreisnar og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Strætó Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Lélegar almenningssamgöngur í Garðabæ gera það að verkum að börn og ungmenni komast við illan leik ferða sinna. Þau sem æfa íþróttir og eru búsett utan miðju Garðabæjar lenda í töluverðum vandræðum. Mörg þurfa að stóla á skutl foreldra sinna, sem er ekki til þess fallið að styðja við einfaldara líf barnafjölskyldna. Í Garðabæ er heldur ekki til staðar raunverulegt val um bíllausan lífsstíl til að sporna við loftslagsvánni. Í skipulaginu hefur ekki verið hugað að þeim sem vilja einfalda fjölskyldulífið. Fjármögnum almenningssamgöngur og hækkum þjónustustigið Þessu viljum við í Viðreisn breyta. Við viljum setja fjármagn í öflugar og tíðar almenningssamgöngur, svo að þær verði að raunverulegum valkosti og styðja við umhverfisvænan lífsstíl fólks. Við viljum að Garðabær gangi í takt við höfuðborgarsvæðið allt og setji strætósamgöngur á dagskrá. Við í Viðreisn viljum sjá Garðabæ taka stór skref inn í nútímann. Það er ungt fólk að flytja í bæinn, til að mynda í Urriðaholt. Breytt íbúasamsetning kallar á breytta þjónustu. Auk þess að hækka þjónustustigið fyrir alla íbúa með bættum almenningssamgöngum, viljum við öflugar og öruggar samgöngur hjólandi og gangandi um allan Garðabæ. Við viljum sjá Álftnesinga komast ferða sinna með nútímalegum ferðamáta og tryggja að skólabörn komist á viðburði inn í miðbæ Garðabæjar án mikillar fyrirhafnar vegna stopulla ferða Strætó. Við erum ekki eyland Lélegar almenningssamgöngur eru ekki til þess fallnar að styðja við markmið okkar í loftslagsmálum. Þar fer hljóð og mynd ekki saman. Í vistvænu hverfi Urriðaholti eru almenningssamgöngur með þeim verstu sem íbúum á höfuðborgarsvæðinu er boðið upp á. Þær eru helst sambærilegar við það sem íbúum Álftaness er boðið upp á, þar sem skólabörnum gefast ekki sömu tækifæri til að sækja viðburði í miðbæ Garðabæjar vegna lélegra strætósamgangna. Gerum betur með Viðreisn Þjónustustig almenningssamgangna er í höndum bæjaryfirvalda sem stýra því með áherslum í fjármögnun. Hér höfum við skýrt dæmi um bein áhrif Sjálfstæðismanna á lífsgæði og þjónustustig við íbúa Garðabæjar þveran og endilangan. Friðlýsingar lands hafa átt hug meirihlutanns allan á meðan önnur lífsgæði er tengjast umhverfissjónarmiðum og valfrelsi um umhverfisvænan lífsstíl hafa ekki átt upp á pallborðið. Við í Viðreisn erum umhverfisvænn flokkur og þessu ætlum við að breyta. Við viljum Garðabæ í fremstu röð fyrir íbúa og fyrir umhverfið. Með ferskum vindum Viðreisnar verður slík breyting að veruleika. Höfundur er oddviti Viðreisnar og bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun