Fjárfestum í börnunum Sigurður Pétur Sigmundsson skrifar 9. maí 2022 17:30 Stjórnmálaflokkar í Hafnarfirði keppast við þessa dagana að gefa loforð um byggingu húsnæðis, bættar samgöngur og fleira. Gott og vel, allt er þetta nauðsynlegt. Hins vegar er að mínu mati besta fjárfestingin, sé til lengri tíma litið, að fjárfesta í umhverfi og atlæti barnanna okkar. Það er dýrmætt hverju samfélagi að allir einstaklingar hafi tækifæri til að þroskast á eðlilegan hátt þannig að þeir verði á fullorðinsaldri tilbúnir að takast á við lífið og skila til samfélagsins. Þetta er ekki sjálfgefið. Að mörgu er að hyggja á þessari leið. Nefni hér nokkur atriði sem Bæjarlistinn í Hafnarfirði leggur áherslu á: 1. Við þurfum að tryggja að leikskólastarfið verði sem best. Börn sem náð hafa 12 mánaða aldri hafi kost á að fá leikskólavist. Þá þarf að bæta starfsumhverfi starfsmanna á leikskólum og gera leikskólastarfið eftirsóknarvert. Líta á leikskólana sem menntastofnun. 2. Við þurfum að auka við sérfræðiaðstoð í grunnskólunum og styðja við fjölbreytta kennsluhætti. Við þurfum að útrýma einelti. 3. Við þurfum að efla fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf. Gæta þess að öll börn fái tækifæri til að taka þátt. Frístundastyrkir eru ein leiðin en það þarf að gera betur. Þurfum sem dæmi að auka þátttöku barna innflytjenda. Enginn má vera útundan. 4. Við þurfum að byggja upp útivistar- og leiksvæði. Þess vegna leggjum við til að Óla Run tún verði gert að almenningsgarði. 5. Við þurfum að vera tilbúin með úrræði ef þörf er á fyrir ungmenni. Taka á vandanum á fyrstu stigum t.d. hefur þunglyndi meðal ungmenna aukist í kjölfar covid tímabilsins. Margt gott verið gert en það dugar ekki til við núverandi aðstæður. 6. Við þurfum að styðja við barnafjölskyldur sem eru í erfiðum aðstæðum. Það sem skiptir mestu máli er að öllum, ungum sem öldnum, líði sem best. Fjárhagslega hliðin skiptir þó líka máli. Hugsið ykkur kostnaðinn sem lendir á félagslega kerfinu, dómsmálakerfinu og heilbrigðiskerfinu ef einn einstaklingur ratar á braut fíknar og glæpa. Hugsið ykkur álagið á fjölskyldu viðkomandi einstaklings og öll þau tækifæri sem hann missir af í lífinu. Við getum sparað samfélaginu mikla fjármuni ef við leggjum enn meiri áherslu á að börnin okkar fái sem best tækifæri til að byggjast upp og þroskast. Við í Bæjarlistanum leggjum mikla áherslu á mikilvægi þess að fjárfesta í börnunum okkar. Þau eru framtíðin. Höfundur er oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkar í Hafnarfirði keppast við þessa dagana að gefa loforð um byggingu húsnæðis, bættar samgöngur og fleira. Gott og vel, allt er þetta nauðsynlegt. Hins vegar er að mínu mati besta fjárfestingin, sé til lengri tíma litið, að fjárfesta í umhverfi og atlæti barnanna okkar. Það er dýrmætt hverju samfélagi að allir einstaklingar hafi tækifæri til að þroskast á eðlilegan hátt þannig að þeir verði á fullorðinsaldri tilbúnir að takast á við lífið og skila til samfélagsins. Þetta er ekki sjálfgefið. Að mörgu er að hyggja á þessari leið. Nefni hér nokkur atriði sem Bæjarlistinn í Hafnarfirði leggur áherslu á: 1. Við þurfum að tryggja að leikskólastarfið verði sem best. Börn sem náð hafa 12 mánaða aldri hafi kost á að fá leikskólavist. Þá þarf að bæta starfsumhverfi starfsmanna á leikskólum og gera leikskólastarfið eftirsóknarvert. Líta á leikskólana sem menntastofnun. 2. Við þurfum að auka við sérfræðiaðstoð í grunnskólunum og styðja við fjölbreytta kennsluhætti. Við þurfum að útrýma einelti. 3. Við þurfum að efla fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf. Gæta þess að öll börn fái tækifæri til að taka þátt. Frístundastyrkir eru ein leiðin en það þarf að gera betur. Þurfum sem dæmi að auka þátttöku barna innflytjenda. Enginn má vera útundan. 4. Við þurfum að byggja upp útivistar- og leiksvæði. Þess vegna leggjum við til að Óla Run tún verði gert að almenningsgarði. 5. Við þurfum að vera tilbúin með úrræði ef þörf er á fyrir ungmenni. Taka á vandanum á fyrstu stigum t.d. hefur þunglyndi meðal ungmenna aukist í kjölfar covid tímabilsins. Margt gott verið gert en það dugar ekki til við núverandi aðstæður. 6. Við þurfum að styðja við barnafjölskyldur sem eru í erfiðum aðstæðum. Það sem skiptir mestu máli er að öllum, ungum sem öldnum, líði sem best. Fjárhagslega hliðin skiptir þó líka máli. Hugsið ykkur kostnaðinn sem lendir á félagslega kerfinu, dómsmálakerfinu og heilbrigðiskerfinu ef einn einstaklingur ratar á braut fíknar og glæpa. Hugsið ykkur álagið á fjölskyldu viðkomandi einstaklings og öll þau tækifæri sem hann missir af í lífinu. Við getum sparað samfélaginu mikla fjármuni ef við leggjum enn meiri áherslu á að börnin okkar fái sem best tækifæri til að byggjast upp og þroskast. Við í Bæjarlistanum leggjum mikla áherslu á mikilvægi þess að fjárfesta í börnunum okkar. Þau eru framtíðin. Höfundur er oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði.
Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar