Flestir landsmenn ósammála veðbönkunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. maí 2022 11:06 Eyþór, Sigga, Elín og Beta á fyrstu æfingunni sinni á Eurovision sviðinu á dögunum. EBU Fjórðungur landsmanna telur að Með hækkandi sól, framlag Íslands í Eurovision, þetta árið endi í 16.-20. sæti keppninnar, ólíkt veðbönkum sem spá Íslandi ekki áfram á úrslitakvöldið. Stuðningsmenn Sósíalistaflokksins og Flokk fólksins eru bjartsýnastir á gengi Systranna, Miðflokksmenn svartsýnastir. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Maskínu sem framkvæmd var þann 29. apríl til 4. maí síðastliðinn. Þar má sjá að flestir þeirra sem tóku afstöðu, eða fjórðungur, spá Íslandi 16. til 20. sæti, sem myndi þýða að atriði Íslands komist upp úr undanúrslitariðlinum annað kvöld. Öðruvísi gæti Ísland ekki endað í einu af þessum sætum, þar sem 26 atriði taka þátt á úrslitakvöldinu næstkomandi laugardag. Samkvæmt samantekt Eurovision World spá veðbankar framlagi Íslands í ár 33. sæti í heildarkeppninni og 13. sæti í fyrri undanúrslitinum annað kvöld. Fimmtán prósent þeirra sem tóku þátt í Maskínu eru svipað svartsýn og veðbankarnir og spá Íslandi einu af fimm neðstu sætunum, 36. til 40. sæti. Níu prósent spá Systrunum 31. til 35. sæti. Tólf prósent spá laginu 6. til 10. sæti, tíu prósent spá laginu 11. til 15. sæti, sama hlutfall spáir 21. til 26. sæti. Athygli vekur að fæstir spá laginu verulega góðum árangri, eða 1. til 5. sæti, aðeins sex prósent. Íbúar Austurlands svartsýnastir Sé litið á niðurstöður könnunarinnar út frá búsetu eru íbúar á Austurlandi þeir svartsýnustu, 27,2 prósent þeirra telja að lagið muni enda í einu af fimm neðstu sætunum. Íbúar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru bjartsýnastir. 8,5 prósent þeirra telja að Systurnar hreppi eitt af fimm efstu sætunum. Sé litið til stjórnmálaskoðana má sjá að stuðningsmenn Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins eru bjartsýnastir á gengi Íslands. Fimmtungur þeirra telur að Ísland endi í einu af fimm efstu sætunum. Miðflokksmenn eru áberandi svartsýnastir en 39 prósent þeirra telja að Með hækkandi sól endi í einu af fimm neðstu sætunum. Næst svartsýnastir eru Framsóknarmenn, 16,5 prósent þeirra eru sammála Miðflokksmönnum. Systurnar stíga á svið í Tórínó annað kvöld í fyrri undanúrslitum Eurovision. Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum. Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi. Eurovision Tengdar fréttir Litadýrð, fjaðrir og gulir úlfar á túrkís dregli Eurovision Opnunarhátíð Eurovision fór fram í Reggia di Venaria höllinni í Tórínó í gær. Allir keppendur gengu túrkísbláan dregil upp að höllinni fyrir viðburðinn og ræddu þar við fjölmiðla og heilsuðu aðdáendum sem höfðu stillt sér upp meðfram dreglinum. 9. maí 2022 09:01 Systur stóðu fyrir jafnrétti í opnunarpartýi Eurovision Íslenski hópurinn var glæsilegur á túrkis-dreglinum í kastalanum Reggia di Venaria í dag. Systkinin tóku sig vel út í persónulegum klæðnaði og segja erlenda fjölmiðla mikið hafa spurt sig út í það hvað þau standa fyrir. 8. maí 2022 21:36 „Við vissum ekkert hvað við værum að fara út í“ Systurnar Beta, Sigga og Elín Ey keppa í undankeppni Eurovision næstkomandi þriðjudagskvöld fyrir hönd okkar Íslendinga. Við settumst niður með þeim á krúttlegum ítölskum veitingastað og fengum aðeins að taka púlsinn fyrir Júrógarðinn. 8. maí 2022 13:11 Júrógarðurinn: Komst alla leið í Eurovision í fyrstu tilraun Júrógarðurinn, þáttur okkar um Eurovision keppnina, er farinn aftur af stað eftir árshlé síðan í Rotterdam. Í þáttunum verður farið yfir allt það helsta varðandi keppnina og þátttöku Íslendinga. 5. maí 2022 11:38 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Maskínu sem framkvæmd var þann 29. apríl til 4. maí síðastliðinn. Þar má sjá að flestir þeirra sem tóku afstöðu, eða fjórðungur, spá Íslandi 16. til 20. sæti, sem myndi þýða að atriði Íslands komist upp úr undanúrslitariðlinum annað kvöld. Öðruvísi gæti Ísland ekki endað í einu af þessum sætum, þar sem 26 atriði taka þátt á úrslitakvöldinu næstkomandi laugardag. Samkvæmt samantekt Eurovision World spá veðbankar framlagi Íslands í ár 33. sæti í heildarkeppninni og 13. sæti í fyrri undanúrslitinum annað kvöld. Fimmtán prósent þeirra sem tóku þátt í Maskínu eru svipað svartsýn og veðbankarnir og spá Íslandi einu af fimm neðstu sætunum, 36. til 40. sæti. Níu prósent spá Systrunum 31. til 35. sæti. Tólf prósent spá laginu 6. til 10. sæti, tíu prósent spá laginu 11. til 15. sæti, sama hlutfall spáir 21. til 26. sæti. Athygli vekur að fæstir spá laginu verulega góðum árangri, eða 1. til 5. sæti, aðeins sex prósent. Íbúar Austurlands svartsýnastir Sé litið á niðurstöður könnunarinnar út frá búsetu eru íbúar á Austurlandi þeir svartsýnustu, 27,2 prósent þeirra telja að lagið muni enda í einu af fimm neðstu sætunum. Íbúar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru bjartsýnastir. 8,5 prósent þeirra telja að Systurnar hreppi eitt af fimm efstu sætunum. Sé litið til stjórnmálaskoðana má sjá að stuðningsmenn Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins eru bjartsýnastir á gengi Íslands. Fimmtungur þeirra telur að Ísland endi í einu af fimm efstu sætunum. Miðflokksmenn eru áberandi svartsýnastir en 39 prósent þeirra telja að Með hækkandi sól endi í einu af fimm neðstu sætunum. Næst svartsýnastir eru Framsóknarmenn, 16,5 prósent þeirra eru sammála Miðflokksmönnum. Systurnar stíga á svið í Tórínó annað kvöld í fyrri undanúrslitum Eurovision. Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum. Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.
Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum. Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.
Eurovision Tengdar fréttir Litadýrð, fjaðrir og gulir úlfar á túrkís dregli Eurovision Opnunarhátíð Eurovision fór fram í Reggia di Venaria höllinni í Tórínó í gær. Allir keppendur gengu túrkísbláan dregil upp að höllinni fyrir viðburðinn og ræddu þar við fjölmiðla og heilsuðu aðdáendum sem höfðu stillt sér upp meðfram dreglinum. 9. maí 2022 09:01 Systur stóðu fyrir jafnrétti í opnunarpartýi Eurovision Íslenski hópurinn var glæsilegur á túrkis-dreglinum í kastalanum Reggia di Venaria í dag. Systkinin tóku sig vel út í persónulegum klæðnaði og segja erlenda fjölmiðla mikið hafa spurt sig út í það hvað þau standa fyrir. 8. maí 2022 21:36 „Við vissum ekkert hvað við værum að fara út í“ Systurnar Beta, Sigga og Elín Ey keppa í undankeppni Eurovision næstkomandi þriðjudagskvöld fyrir hönd okkar Íslendinga. Við settumst niður með þeim á krúttlegum ítölskum veitingastað og fengum aðeins að taka púlsinn fyrir Júrógarðinn. 8. maí 2022 13:11 Júrógarðurinn: Komst alla leið í Eurovision í fyrstu tilraun Júrógarðurinn, þáttur okkar um Eurovision keppnina, er farinn aftur af stað eftir árshlé síðan í Rotterdam. Í þáttunum verður farið yfir allt það helsta varðandi keppnina og þátttöku Íslendinga. 5. maí 2022 11:38 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Litadýrð, fjaðrir og gulir úlfar á túrkís dregli Eurovision Opnunarhátíð Eurovision fór fram í Reggia di Venaria höllinni í Tórínó í gær. Allir keppendur gengu túrkísbláan dregil upp að höllinni fyrir viðburðinn og ræddu þar við fjölmiðla og heilsuðu aðdáendum sem höfðu stillt sér upp meðfram dreglinum. 9. maí 2022 09:01
Systur stóðu fyrir jafnrétti í opnunarpartýi Eurovision Íslenski hópurinn var glæsilegur á túrkis-dreglinum í kastalanum Reggia di Venaria í dag. Systkinin tóku sig vel út í persónulegum klæðnaði og segja erlenda fjölmiðla mikið hafa spurt sig út í það hvað þau standa fyrir. 8. maí 2022 21:36
„Við vissum ekkert hvað við værum að fara út í“ Systurnar Beta, Sigga og Elín Ey keppa í undankeppni Eurovision næstkomandi þriðjudagskvöld fyrir hönd okkar Íslendinga. Við settumst niður með þeim á krúttlegum ítölskum veitingastað og fengum aðeins að taka púlsinn fyrir Júrógarðinn. 8. maí 2022 13:11
Júrógarðurinn: Komst alla leið í Eurovision í fyrstu tilraun Júrógarðurinn, þáttur okkar um Eurovision keppnina, er farinn aftur af stað eftir árshlé síðan í Rotterdam. Í þáttunum verður farið yfir allt það helsta varðandi keppnina og þátttöku Íslendinga. 5. maí 2022 11:38