Segir að City ætti ekki að snerta Pogba með priki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2022 12:01 Spilar Paul Pogba undir stjórn Peps Guardiola á næsta tímabili? getty/Nick Potts Jamie Carragher segir að Manchester City ætti að halda sig fjarri Paul Pogba því hann passi ekki inn í leikstíl Peps Guardiola. Samningur Pogbas við Manchester United rennur út eftir tímabilið og allt bendir til þess að hann yfirgefi félagið sem hann hefur spilað með síðan 2016. Franski landsliðsmaðurinn hefur meðal annars verið orðaður við Englandsmeistara City. The Athletic greindi reyndar frá því í morgun að Pogba hefði neitað City en ekki eru öll kurl komin til grafar í máli hans. Carragher segir að það væru mistök hjá City að semja við Pogba. Hann sé einfaldlega ekki nógu duglegur til að spila fyrir liðið. „Ég myndi ekki koma nálægt honum. Þú vinnur deildina á hverju ári og færð 95-100 stig. Hann leggur ekki jafn hart að sér og aðrir leikmenn. Ef Pep nær því út úr honum er það frábært og það efast enginn um hæfileikana,“ sagði Carragher á Sky Sports í gær. „En þegar þú horfir á skapandi leikmennina sem City er með, [Phil] Foden og Bernardo Silva. Þessir leikmenn eru frábærir og hætta aldrei að hlaupa. Það er það sem gerir City að þessu frábæra liði. Ég efast ekkert um hæfileika Pogbas en hann er ekki nógu duglegur. Þegar þú horfir á hann með landsliðinu og stundum með United; ótrúlegir hæfileikar og gerir einstaka hluti. En við erum á sjötta ári hjá United og við erum enn að tala um hver besta staða hans er og hvernig eigi að ná því besta út úr honum.“ Jamie Redknapp var ósammála sínum gamla samherja hjá Liverpool og segir að City ætti ekki að hika við að sækja Pogba. „Þetta yrðu ótrúleg félagsskipti og eitthvað sem ég átti ekki von. Þú þarft að vega þetta og meta. Ef hann kæmi á frjálsri sölu þyrfti hann að sanna ýmislegt því hann hefur verið gagnrýndur mikið hjá United,“ sagði Redknapp. „Hvað sem þú segir um Paul Pogba, þetta er á frjálsri sölu og vissulega er hann launahár en það er ekki vandamál fyrir City, ég tæki hann án þess að efast. Hann myndi bæta miklu við liðið og ég held að hann yrði hungraður í að sýna hvað hann getur.“ Pogba hefur ekki spilað fyrir United síðan hann fór meiddur af velli í 4-0 tapinu fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni 19. apríl. Það var að öllum líkindum hans síðasti leikur fyrir United. Enski boltinn Tengdar fréttir Pep Guardiola: Þjóðin og fjölmiðlarnir vilja að Liverpool vinni deildina Pep Guardiola telur að Manchester City sé eitt á móti allri þjóðinni og fjölmiðlum landsins í baráttunni um enska meistaratitilinn. 9. maí 2022 07:01 Umfjöllun: Man City - Newcastle 5-0 | Manchester City lagaði markatölu sína töluvert Manchester City náðu endurheimtu toppsætið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með sannfærandi 5-0 sigri sínum gegn Newcastle United á heimavelli í dag. 8. maí 2022 17:42 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira
Samningur Pogbas við Manchester United rennur út eftir tímabilið og allt bendir til þess að hann yfirgefi félagið sem hann hefur spilað með síðan 2016. Franski landsliðsmaðurinn hefur meðal annars verið orðaður við Englandsmeistara City. The Athletic greindi reyndar frá því í morgun að Pogba hefði neitað City en ekki eru öll kurl komin til grafar í máli hans. Carragher segir að það væru mistök hjá City að semja við Pogba. Hann sé einfaldlega ekki nógu duglegur til að spila fyrir liðið. „Ég myndi ekki koma nálægt honum. Þú vinnur deildina á hverju ári og færð 95-100 stig. Hann leggur ekki jafn hart að sér og aðrir leikmenn. Ef Pep nær því út úr honum er það frábært og það efast enginn um hæfileikana,“ sagði Carragher á Sky Sports í gær. „En þegar þú horfir á skapandi leikmennina sem City er með, [Phil] Foden og Bernardo Silva. Þessir leikmenn eru frábærir og hætta aldrei að hlaupa. Það er það sem gerir City að þessu frábæra liði. Ég efast ekkert um hæfileika Pogbas en hann er ekki nógu duglegur. Þegar þú horfir á hann með landsliðinu og stundum með United; ótrúlegir hæfileikar og gerir einstaka hluti. En við erum á sjötta ári hjá United og við erum enn að tala um hver besta staða hans er og hvernig eigi að ná því besta út úr honum.“ Jamie Redknapp var ósammála sínum gamla samherja hjá Liverpool og segir að City ætti ekki að hika við að sækja Pogba. „Þetta yrðu ótrúleg félagsskipti og eitthvað sem ég átti ekki von. Þú þarft að vega þetta og meta. Ef hann kæmi á frjálsri sölu þyrfti hann að sanna ýmislegt því hann hefur verið gagnrýndur mikið hjá United,“ sagði Redknapp. „Hvað sem þú segir um Paul Pogba, þetta er á frjálsri sölu og vissulega er hann launahár en það er ekki vandamál fyrir City, ég tæki hann án þess að efast. Hann myndi bæta miklu við liðið og ég held að hann yrði hungraður í að sýna hvað hann getur.“ Pogba hefur ekki spilað fyrir United síðan hann fór meiddur af velli í 4-0 tapinu fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni 19. apríl. Það var að öllum líkindum hans síðasti leikur fyrir United.
Enski boltinn Tengdar fréttir Pep Guardiola: Þjóðin og fjölmiðlarnir vilja að Liverpool vinni deildina Pep Guardiola telur að Manchester City sé eitt á móti allri þjóðinni og fjölmiðlum landsins í baráttunni um enska meistaratitilinn. 9. maí 2022 07:01 Umfjöllun: Man City - Newcastle 5-0 | Manchester City lagaði markatölu sína töluvert Manchester City náðu endurheimtu toppsætið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með sannfærandi 5-0 sigri sínum gegn Newcastle United á heimavelli í dag. 8. maí 2022 17:42 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira
Pep Guardiola: Þjóðin og fjölmiðlarnir vilja að Liverpool vinni deildina Pep Guardiola telur að Manchester City sé eitt á móti allri þjóðinni og fjölmiðlum landsins í baráttunni um enska meistaratitilinn. 9. maí 2022 07:01
Umfjöllun: Man City - Newcastle 5-0 | Manchester City lagaði markatölu sína töluvert Manchester City náðu endurheimtu toppsætið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með sannfærandi 5-0 sigri sínum gegn Newcastle United á heimavelli í dag. 8. maí 2022 17:42