Hverjum treystir þú til að leiða í Borgarbyggð? Jóhanna M. Þorvaldsdóttir skrifar 8. maí 2022 19:45 Sjá má að stefnuskrár flestra flokka í Borgarbyggð hafa svipaðar hugmyndir að geyma. Allir vilja það besta fyrir samfélagið okkar Borgarbyggð. Allir vilja taka vel á móti fleirum í sveitarfélagið okkar. Allir vilja auka uppbyggingu og viðhalda vel þeim eignum sem sveitarfélagið á nú þegar. Allir vilja úthluta og skipuleggja fleiri lóðir, hlúa að skólunum, menningunni, umhverfinu okkar og bæta samfélagið í heild sinni. Í stórum dráttum eru yfirmarkmiðin afar svipuð á milli flokkanna sem bjóða fram krafta sína í komandi sveitarstjórnarkosningum. Því standa kjósendur nú frammi fyrir því að velja þann sem þeir treysta best til að leiða þessar umbætur sem framundan eru í sveitarfélaginu okkar. Það er í valdi kjósenda á kjördag að kjósa sinn leiðtoga, leiðtoga með skýrar hugmyndir, leiðtoga sem talar máli íbúa sveitarfélagsins, leiðtoga sem kemur öllum skoðunum áleiðis og ígrundar allar mögulegar lausnir vel og vandlega áður en þær eru framkvæmdar og fylgja því vel eftir. Sjálf er ég að stíga mín fyrstu skref í pólitíkinni en þegar kallið kom frá Bjarneyju Bjarnadóttur oddvita sameiginlegs framboðs Samfylkingarinnar og Viðreisnar, svaraði ég játandi án þess að hika. Því það sem ég hafði heyrt af Bjarneyju var eingöngu jákvætt og þrátt fyrir að vera ekki fædd og uppalinn í Borgarfirði og aðeins búsett hér í þrjú ár hefur hún sett sitt mark á samfélagið okkar. Ég veit að ég tala fyrir marga þegar ég segi að sá drifkraftur, metnaður og leiðtogahæfni sem Bjarney hefur að geyma er áþreifanlegt. Hún er leiðtogi sem lætur verkin tala og er gædd þeim mikilvæga leiðtoga hæfileika að sjá ólíka styrkleika í samstarfsfólki sínu sem saman mynda sterka heild. Ég treysti henni til að leiða Borgarbyggð en þú? Síðasta haust fékk ég að kynnast henni betur þegar við stukkum báðar til þegar óskað var eftir meðlimum í stjórn Badmintondeildar Skallagríms og án þess að hiksta tók hún að sér formennsku félagsins og hefur hún leitt starfið síðan með eindæmum vel. Eitt af hennar fyrstu verkum var að fá styrki frá fyrirtækjum til að niðurgreiða boli fyrir alla iðkendur svo að allir hefðu tækifæri til að eignast bol. Hún hafði frumkvæði að því að fá félagsfærninámskeið frá KVAN í sveitarfélagið okkar. Sem veitti mörgum börnum gjöfult tækifæri til að öðlast færni í samskiptum við jafnaldra sína, átta sig á eigin styrkleikum og þjálfast í vináttufærni. Sem foreldri var ég afar þakklát frumkvæði Bjarneyjar enda hafði ég ekki tök á því að keyra vikulega með barnið mitt til Reykjavíkur á námskeið þar. Hún var meðvituð um þörf námskeiðsins vegna virkrar hlustunar í foreldrasamfélaginu og í stað þess að hugsa að gott væri að fá námskeiðið í sveitarfélagið tók hún af skarið og gerði það að veruleika að börn sveitarfélagsins sætu námskeiðið í heimabyggð. Framúrskarandi leiðtogahæfni Auk þess að vera framúrskarandi leiðtogi er Bjarney kennaramenntuð og hefur starfað við fagið í tíu ár. Hún er íþróttafræðingur í grunninn og hefur víðtæka reynslu af íþróttaiðkun og starfaði í tæp tuttugu ár sem einkaþjálfari og spinningkennari, bæði á Íslandi og í Englandi. Fljótlega eftir að hún flutti í Borgarbyggð stofnaði hún hópinn Valkyrjurnar á samfélagsmiðlinum Facebook sem telur nú hátt í 400 konur. Sem stuðlaði að því að konur í sveitarfélaginu hittust, hreyfðu sig saman, kynntust og stækkuðu tengslanet sitt. Þessi fáu dæmi sýna að Bjarney er óhrædd að færa hugmyndir af blaði og yfir í raunheima. Hún hefur víðtæka reynslu af fræðslu-, mennta-, velferðar-, lýðheilsu- og íþróttamálum. Hún tekur öllum áskorunum fagnandi, hún sér styrkleika samstarfsfólks síns og deilir verkefnum eftir styrkleika og áhugasviðum samstarfsfólks. Hún hefur næmt eyra fyrir þörfum samfélagsins og sinnir öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur af kostgæfni, líkt og sjá mátti þegar hún var í öðru sæti á lista Viðreisnar í síðustu Alþingiskosningum. Ég treysti henni til að leiða en þú? Höfundur er grunn- og framhaldsskólakennari og skipar 9. sæti Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarbyggð Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Sjá má að stefnuskrár flestra flokka í Borgarbyggð hafa svipaðar hugmyndir að geyma. Allir vilja það besta fyrir samfélagið okkar Borgarbyggð. Allir vilja taka vel á móti fleirum í sveitarfélagið okkar. Allir vilja auka uppbyggingu og viðhalda vel þeim eignum sem sveitarfélagið á nú þegar. Allir vilja úthluta og skipuleggja fleiri lóðir, hlúa að skólunum, menningunni, umhverfinu okkar og bæta samfélagið í heild sinni. Í stórum dráttum eru yfirmarkmiðin afar svipuð á milli flokkanna sem bjóða fram krafta sína í komandi sveitarstjórnarkosningum. Því standa kjósendur nú frammi fyrir því að velja þann sem þeir treysta best til að leiða þessar umbætur sem framundan eru í sveitarfélaginu okkar. Það er í valdi kjósenda á kjördag að kjósa sinn leiðtoga, leiðtoga með skýrar hugmyndir, leiðtoga sem talar máli íbúa sveitarfélagsins, leiðtoga sem kemur öllum skoðunum áleiðis og ígrundar allar mögulegar lausnir vel og vandlega áður en þær eru framkvæmdar og fylgja því vel eftir. Sjálf er ég að stíga mín fyrstu skref í pólitíkinni en þegar kallið kom frá Bjarneyju Bjarnadóttur oddvita sameiginlegs framboðs Samfylkingarinnar og Viðreisnar, svaraði ég játandi án þess að hika. Því það sem ég hafði heyrt af Bjarneyju var eingöngu jákvætt og þrátt fyrir að vera ekki fædd og uppalinn í Borgarfirði og aðeins búsett hér í þrjú ár hefur hún sett sitt mark á samfélagið okkar. Ég veit að ég tala fyrir marga þegar ég segi að sá drifkraftur, metnaður og leiðtogahæfni sem Bjarney hefur að geyma er áþreifanlegt. Hún er leiðtogi sem lætur verkin tala og er gædd þeim mikilvæga leiðtoga hæfileika að sjá ólíka styrkleika í samstarfsfólki sínu sem saman mynda sterka heild. Ég treysti henni til að leiða Borgarbyggð en þú? Síðasta haust fékk ég að kynnast henni betur þegar við stukkum báðar til þegar óskað var eftir meðlimum í stjórn Badmintondeildar Skallagríms og án þess að hiksta tók hún að sér formennsku félagsins og hefur hún leitt starfið síðan með eindæmum vel. Eitt af hennar fyrstu verkum var að fá styrki frá fyrirtækjum til að niðurgreiða boli fyrir alla iðkendur svo að allir hefðu tækifæri til að eignast bol. Hún hafði frumkvæði að því að fá félagsfærninámskeið frá KVAN í sveitarfélagið okkar. Sem veitti mörgum börnum gjöfult tækifæri til að öðlast færni í samskiptum við jafnaldra sína, átta sig á eigin styrkleikum og þjálfast í vináttufærni. Sem foreldri var ég afar þakklát frumkvæði Bjarneyjar enda hafði ég ekki tök á því að keyra vikulega með barnið mitt til Reykjavíkur á námskeið þar. Hún var meðvituð um þörf námskeiðsins vegna virkrar hlustunar í foreldrasamfélaginu og í stað þess að hugsa að gott væri að fá námskeiðið í sveitarfélagið tók hún af skarið og gerði það að veruleika að börn sveitarfélagsins sætu námskeiðið í heimabyggð. Framúrskarandi leiðtogahæfni Auk þess að vera framúrskarandi leiðtogi er Bjarney kennaramenntuð og hefur starfað við fagið í tíu ár. Hún er íþróttafræðingur í grunninn og hefur víðtæka reynslu af íþróttaiðkun og starfaði í tæp tuttugu ár sem einkaþjálfari og spinningkennari, bæði á Íslandi og í Englandi. Fljótlega eftir að hún flutti í Borgarbyggð stofnaði hún hópinn Valkyrjurnar á samfélagsmiðlinum Facebook sem telur nú hátt í 400 konur. Sem stuðlaði að því að konur í sveitarfélaginu hittust, hreyfðu sig saman, kynntust og stækkuðu tengslanet sitt. Þessi fáu dæmi sýna að Bjarney er óhrædd að færa hugmyndir af blaði og yfir í raunheima. Hún hefur víðtæka reynslu af fræðslu-, mennta-, velferðar-, lýðheilsu- og íþróttamálum. Hún tekur öllum áskorunum fagnandi, hún sér styrkleika samstarfsfólks síns og deilir verkefnum eftir styrkleika og áhugasviðum samstarfsfólks. Hún hefur næmt eyra fyrir þörfum samfélagsins og sinnir öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur af kostgæfni, líkt og sjá mátti þegar hún var í öðru sæti á lista Viðreisnar í síðustu Alþingiskosningum. Ég treysti henni til að leiða en þú? Höfundur er grunn- og framhaldsskólakennari og skipar 9. sæti Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun