Harmar fréttaflutning af málefnum nemenda Bjarki Sigurðsson skrifar 8. maí 2022 13:31 Erla Sigríður Ragnarsdóttir, skólameistari Flensborgarskólans, segir að skólinn harmi þá neikvæðu mynd sem dregin hefur verið upp af skólastarfinu í fjölmiðlum. Vísir Í yfirlýsingu frá skólastjórn Flensborgarskólans í Hafnarfirði segir að skólinn líði ekki ofbeldi að neinu tagi. Skólinn harmar fréttaflutning af málefnum nemenda. Síðustu daga hafa nemendur Flensborgarskólans í Hafnarfirði lýst yfir óánægju með skipun Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur sem skólameistara. Í gær voru þrír nemendur svo í viðtali hjá RÚV og sögðu þar frá ofbeldi sem einn nemendanna hafði orðið fyrir eftir skólaball skólans. Fylgja aðgerðaáætlun um ofbeldismál „Ályktun sú sem fjölmiðlar hafa fjallað um undanfarna daga og varðar málefni nemenda hefur hvorki borist skólameistara né stjórn skólans og því er erfitt að bregðast við efni hennar. Oddviti nemendafélagsins hefur staðfest að hún komi ekki frá núverandi stjórn,“ segir í yfirlýsingunni sem Erla Sigríður skrifar fyrir hönd skólans. Hún segir að skólameistara sé óheimilt að tjá sig um viðkvæm mál einstakra nemenda og að stjórn skólans fylgi aðgerðaáætlun um ofbeldismál. Samkvæmt frétt RÚV í gær er líkamsárásin undir rannsókn lögreglu og þora þeir sem urðu fyrir henni og voru vitni að henni ekki að mæta í skólans. Gerendurnir fá að mæta og vilja þeir ekki eiga í hættu á að rekast á þá. Hlutaðeigandi aðilum boðinn stuðningur Í yfirlýsingunni segir að nemendurnir sem gerðust uppvísir af ofbeldinu hafi verið reknir úr skólanum, til lengri og skemmri tíma. Þá hafi öllum hlutaðeigandi aðilum verið boðinn stuðningur. Í fréttaflutningi hefur komið fram að Morfís og Gettu betur þjálfarar vilji ekki vinna með nemendum skólans vegna skólastjórnarinnar. „Varðandi umræðu um óánægju innan Morfís liðs Flensborgarskóla þá ber að taka fram að foreldrar óskuðu eftir því að skólastjórnendur tækju til baka heimild Morfís liðsins til þess að æfa eftirlitslaust á nóttunni í skólabyggingunni.“ Stjórn skólans taldi rétt á þessum tíma að bregðast við þessum óskum foreldra. Harma fréttaflutning „Skólinn harmar fréttaflutning af málefnum nemenda skólans síðustu daga og þá neikvæðu mynd sem dregin hefur verið upp af skólastarfinu almennt,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórn skólans beri virðingu fyrir skoðunum nemenda og leggi áherslu á að auka samtal á milli nemenda og skólayfirvalda. Erla Sigríður hefur ekki gefið kost á sér í viðtal síðan fréttaflutningur um málið hófst og hefur ekki svarað skilaboðum blaðamanns fréttastofu. Framhaldsskólar Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Síðustu daga hafa nemendur Flensborgarskólans í Hafnarfirði lýst yfir óánægju með skipun Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur sem skólameistara. Í gær voru þrír nemendur svo í viðtali hjá RÚV og sögðu þar frá ofbeldi sem einn nemendanna hafði orðið fyrir eftir skólaball skólans. Fylgja aðgerðaáætlun um ofbeldismál „Ályktun sú sem fjölmiðlar hafa fjallað um undanfarna daga og varðar málefni nemenda hefur hvorki borist skólameistara né stjórn skólans og því er erfitt að bregðast við efni hennar. Oddviti nemendafélagsins hefur staðfest að hún komi ekki frá núverandi stjórn,“ segir í yfirlýsingunni sem Erla Sigríður skrifar fyrir hönd skólans. Hún segir að skólameistara sé óheimilt að tjá sig um viðkvæm mál einstakra nemenda og að stjórn skólans fylgi aðgerðaáætlun um ofbeldismál. Samkvæmt frétt RÚV í gær er líkamsárásin undir rannsókn lögreglu og þora þeir sem urðu fyrir henni og voru vitni að henni ekki að mæta í skólans. Gerendurnir fá að mæta og vilja þeir ekki eiga í hættu á að rekast á þá. Hlutaðeigandi aðilum boðinn stuðningur Í yfirlýsingunni segir að nemendurnir sem gerðust uppvísir af ofbeldinu hafi verið reknir úr skólanum, til lengri og skemmri tíma. Þá hafi öllum hlutaðeigandi aðilum verið boðinn stuðningur. Í fréttaflutningi hefur komið fram að Morfís og Gettu betur þjálfarar vilji ekki vinna með nemendum skólans vegna skólastjórnarinnar. „Varðandi umræðu um óánægju innan Morfís liðs Flensborgarskóla þá ber að taka fram að foreldrar óskuðu eftir því að skólastjórnendur tækju til baka heimild Morfís liðsins til þess að æfa eftirlitslaust á nóttunni í skólabyggingunni.“ Stjórn skólans taldi rétt á þessum tíma að bregðast við þessum óskum foreldra. Harma fréttaflutning „Skólinn harmar fréttaflutning af málefnum nemenda skólans síðustu daga og þá neikvæðu mynd sem dregin hefur verið upp af skólastarfinu almennt,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórn skólans beri virðingu fyrir skoðunum nemenda og leggi áherslu á að auka samtal á milli nemenda og skólayfirvalda. Erla Sigríður hefur ekki gefið kost á sér í viðtal síðan fréttaflutningur um málið hófst og hefur ekki svarað skilaboðum blaðamanns fréttastofu.
Framhaldsskólar Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira