Volkswagen: Rafbílar eru uppseldir í Evrópu og Bandaríkjunum út árið Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. maí 2022 07:01 Volkswagen ID.4 1ST Max Framkvæmdastjóri Volkswagen samsteypunnar, Herbert Diess, segir að kínversk eftirspurn sé á uppleið. Hann sagði rafbíla uppselda út árið í Evrópu og Bandaríkjunum. Vestur-Evrópumarkaður sem Volkswagen skilgreinir er einn og sér ábyrgur fyrir 300.000 pöntunum. Þetta þýðir að nýjar pantanir sem koma inn núna verða afgreiddar á næsta ári. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir viðskiptavini sem vilja kaupa nýjan bíl. Sérstaklega með aukinni verðbólgu, gætu nýir bílar orðið talsvert dýrari þegar þeir koma svo á markað. Áætlanir Volkswagen samsteypunnar er að selja um það bil 700.000 hreina rafbíla í ár, þar af 140.000 í Kína. Til þess þarf Volkswagen að ná að framleiða að meðaltali um 200.000 bíla á ársfjórðungi það sem eftir er árs. Á fyrsta ársfjórðungi seldi Volskwagen samsteypan 99.100 bíla. Besti ársfjórðungur Volkswagen samsteypunnar þegar kemur að rafbílum er fjórði ársfjórðungur 2021 þegar 159.800 bílar seldust. Myndband frá YOUCAR um ID.5: Það mætti segja að þetta séu skýr merki um að orkuskiptin séu hafin fyrir alvöru, stórir framleiðendur eru almennt að vandræðast með að auka framleiðslu í takt við eftirspurn frá kaupendum. Ford og GM hafa nýlega bæst í hóp framleiðanda sem anna ekki eftirspurn. Vistvænir bílar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent
Vestur-Evrópumarkaður sem Volkswagen skilgreinir er einn og sér ábyrgur fyrir 300.000 pöntunum. Þetta þýðir að nýjar pantanir sem koma inn núna verða afgreiddar á næsta ári. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir viðskiptavini sem vilja kaupa nýjan bíl. Sérstaklega með aukinni verðbólgu, gætu nýir bílar orðið talsvert dýrari þegar þeir koma svo á markað. Áætlanir Volkswagen samsteypunnar er að selja um það bil 700.000 hreina rafbíla í ár, þar af 140.000 í Kína. Til þess þarf Volkswagen að ná að framleiða að meðaltali um 200.000 bíla á ársfjórðungi það sem eftir er árs. Á fyrsta ársfjórðungi seldi Volskwagen samsteypan 99.100 bíla. Besti ársfjórðungur Volkswagen samsteypunnar þegar kemur að rafbílum er fjórði ársfjórðungur 2021 þegar 159.800 bílar seldust. Myndband frá YOUCAR um ID.5: Það mætti segja að þetta séu skýr merki um að orkuskiptin séu hafin fyrir alvöru, stórir framleiðendur eru almennt að vandræðast með að auka framleiðslu í takt við eftirspurn frá kaupendum. Ford og GM hafa nýlega bæst í hóp framleiðanda sem anna ekki eftirspurn.
Vistvænir bílar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent