Tónlist

Brösuleg æfing hjá Svíum

Dóra Júlía Agnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa
Kristin Kristjánsdóttir hjá FÁSES kom í spjall í Júrógarðinn.
Kristin Kristjánsdóttir hjá FÁSES kom í spjall í Júrógarðinn. Vísir

Fyrsti dagur okkar á Eurovision var heldur betur viðburðarríkur. Við mættum í blaðamannahöllina og tókum púlsinn á Kristínu Kristjánsdóttur hjá FÁSES, félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Orkan í blaðamannahöllinni var gríðarlega góð og blaðamenn frá ólíkum löndum, sem allir deila ástríðu sinni á Eurovision, sameinast í skemmtilega heild.

Hin sænska Cornelia Jakobs lenti í örðugleikum á æfingu sinni í gær þar sem snúra á sviðinu virtist stöðugt vera að flækjast fyrir. 

Kristín segist spennt fyrir komandi dögum í Eurovision heiminum og er sérstaklega peppuð fyrir finnska rokkbandinu The Rasmus. Hún hitti á þá á dögunum og átti erfitt með orð.

Þáttinn má sjá hér fyrir neðan.

Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum. 

Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi. 


Tengdar fréttir

Hin spænska Chanel í uppáhaldi hjá blaðamönnum í Tórínó

Í dag æfa í Eurovision höllinni þau fimm lönd sem eru örugg áfram á úrslitakvöldið eftir viku. Sigurvegarar síðasta árs, Ítalir, taka nokkrar æfingar á sviðinu ásamt keppendunum frá Bretlandi, Frakklandi, Spáni og Þýskalandi. 

Systurnar sagðar eiga betri líkur á að komast á­fram eftir fyrstu æfingu

Systurnar Sigga, Beta og Elín eru mættar til Tórínó á Ítalíu þar sem keppt verður í Eurovision í næstu viku. Fyrstu myndskeiðin af æfingum systranna hafa verið birt og Eurovisionsérfræðingar telja systurnar eiga enn betri líkur á að fá framgang í keppninni eftir að hækkun var bætt í lagið. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.