Erlent

Sá sem veittist að Chappelle segist saklaus

Samúel Karl Ólason skrifar
Grínistinn Dave Chappelle.
Grínistinn Dave Chappelle. Getty/Tim Nwachukwu

Isaiah Lee hefur lýst yfir sakleysi sínu eftir að hann veittist að grínistanum Dave Chappelle á sviði í Los Angeles í vikunni. Hann var handtekinn eftir atvikið en lögreglan segir hann í raun ekki hafa framið glæp. 

Hann var þó ákærður fyrir fjögur minniháttar brot, sem snúa að atvikinu, en segist saklaus af þeim ákærum.

Lees, sem er 23 ára, stökk upp á svið þegar Chappelle kom fram á uppistandshátíðinni Netflix er brandari í Hollywood-skálinni í Los Angeles.Hann var með gervibyssu, sem var í raun hnífur á sér, samkvæmt AP fréttaveitunni.

Myndbönd af árásinni fóru á flug á samfélagsmiðlum en þar sást Lee hlaupa á grínistann.

Chappelle hlaut ekki skaða af atvikinu en Lee var fluttur á sjúkrahús. Myndbönd af vettvangi virðast sína öryggisverði grínistans lumbra á Lee eftir atvikið. Sjálfur sagðist Chappelle hafa „stappað hann“. Hann grínaðist einnig með að Lee væri „transmaður“, en Chappelle var í fyrra sakaður um transfóbíu.


Tengdar fréttir

Ráðist á Chappelle á sviði í Los Angeles

Bandaríski uppistandarinn Dave Chappelle slapp ómeiddur þegar karlmaður hljóp hann niður á sviði í Los Angeles í gærkvöldi. Árásarmaðurinn hljóp baksviðs eftir atlöguna en var snúinn niður af öryggisvörðum.

Chappelle sakaður um transfóbíu

Forsvarsmenn Netflix eru undir þrýstingi um að fjarlægja nýjustu sýningu grínistans Dave Chappelle af streymisveitunni vegna ummæla hans um trans-fólk. Í sýningunni, sem heitir The Closer, lýsir Chappelle yfir stuðningi við rithöfundinn JK Rowling, sem hefur einnig verið sökuð um transfóbíu, og sagði kyn vera staðreynd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×