Repúblikanar ætla að glæpavæða þungunarrof í Lúisíana Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2022 09:19 Þungunarrof er hitamál í Bandaríkjunum. Hér takast á stuðningsmenn og andstæðingar fyrir utan hæstaréttarbygginguna í Washington-borg árið 2020. Vísir/EPA Þungunarrof verður skilgreint sem morð og saksóknarar fá leyfi til að sækja konur til saka verði frumvarp sem fulltrúadeild ríkisþings Lúisíana í Bandaríkjunum hefur til meðferðar að lögum. Repúblikanar víða um landið hyggjast nú ganga á lagið þegar stefnir í að Hæstiréttur Bandaríkjanna ætli að afnema rétt kvenna til þungunarrofs. Frumvarpið var afgreitt út úr þingnefnd á miðvikudag. Washington Post segir að sérfræðingar telji að frumvarpið gæti einnig sett skorður við tæknifrjóvgunum og neyðargetnaðarvörn þar sem það myndi veita frjóvguðu eggi konu réttindi manneskju. Andstæðingar þungunarrofs í Bandaríkjunum telja sig nú hafa himin höndum tekið eftir að drögum að meirihlutaáliti Hæstaréttar Bandaríkjanna í máli sem varðar strangar takmarkanir við þungunarrofi í Mississippi var lekið í vikunni. Með álitinu yrði dómafordæmi hæstaréttarins um að konur njóti stjórnarskrárvarins réttar til þungunarrofs snúið við. Einstökum ríkjum væri þá frjálst að takmarka eða þungunarrof enn frekar en þegar er orðið. „Við höfum beðið í fimmtíu ár eftir að komast á þennan stað,“ sagði Danny McCormick, ríkisþingmaður repúblikana og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Lúisíana er eitt þrettán ríkja sem eru þegar með lög sem gerðu þungunarrof sjálfkrafa ólögleg falli hæstaréttardómur á þennan veg. Líkt og flest ströng þungunarrofslög í Bandaríkjunum kveða þau á um sektir og refsingar fyrir þá sem framkvæma þungunarrof. Það er nýbreytni að ætla að refsa konum sem gangast undir slíka meðferð. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum ríkisþingsins. Hljóti frumvarpið náð fyrir augum beggja deilda færi það til ríkisstjórans Johns Bel Edwards til samþykkis. Hann er demókrati en hefur engu að síður stutt lög sem takmarka aðgengi að þungunarrofi í gegnum tíðina. Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24 Útspil hæstaréttar um þungunarrof gæti hrist upp í þingkosningum í haust Svipti Hæstiréttur Bandaríkjanna konur rétti til þungunarrofs gæti það haft óútreiknanleg áhrif á þing- og ríkiskosningar sem fara fram í haust. Stríðandi fylkingar í langvarandi menningarstríði telja báðar að slíkur dómur gæfi þeim byr undir báða vængi. 4. maí 2022 14:01 Hæstiréttur staðfestir að skjalið sé ófalsað og fyrirskipar rannsókn Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti í gær að drögum að meirihlutaáliti í máli er varðar rétt kvenna til þungunarrofs hefði lekið. Skjalið væri ófalsað en ekki lokaniðurstaða í málinu. 4. maí 2022 06:37 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Sjá meira
Frumvarpið var afgreitt út úr þingnefnd á miðvikudag. Washington Post segir að sérfræðingar telji að frumvarpið gæti einnig sett skorður við tæknifrjóvgunum og neyðargetnaðarvörn þar sem það myndi veita frjóvguðu eggi konu réttindi manneskju. Andstæðingar þungunarrofs í Bandaríkjunum telja sig nú hafa himin höndum tekið eftir að drögum að meirihlutaáliti Hæstaréttar Bandaríkjanna í máli sem varðar strangar takmarkanir við þungunarrofi í Mississippi var lekið í vikunni. Með álitinu yrði dómafordæmi hæstaréttarins um að konur njóti stjórnarskrárvarins réttar til þungunarrofs snúið við. Einstökum ríkjum væri þá frjálst að takmarka eða þungunarrof enn frekar en þegar er orðið. „Við höfum beðið í fimmtíu ár eftir að komast á þennan stað,“ sagði Danny McCormick, ríkisþingmaður repúblikana og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Lúisíana er eitt þrettán ríkja sem eru þegar með lög sem gerðu þungunarrof sjálfkrafa ólögleg falli hæstaréttardómur á þennan veg. Líkt og flest ströng þungunarrofslög í Bandaríkjunum kveða þau á um sektir og refsingar fyrir þá sem framkvæma þungunarrof. Það er nýbreytni að ætla að refsa konum sem gangast undir slíka meðferð. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum ríkisþingsins. Hljóti frumvarpið náð fyrir augum beggja deilda færi það til ríkisstjórans Johns Bel Edwards til samþykkis. Hann er demókrati en hefur engu að síður stutt lög sem takmarka aðgengi að þungunarrofi í gegnum tíðina.
Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24 Útspil hæstaréttar um þungunarrof gæti hrist upp í þingkosningum í haust Svipti Hæstiréttur Bandaríkjanna konur rétti til þungunarrofs gæti það haft óútreiknanleg áhrif á þing- og ríkiskosningar sem fara fram í haust. Stríðandi fylkingar í langvarandi menningarstríði telja báðar að slíkur dómur gæfi þeim byr undir báða vængi. 4. maí 2022 14:01 Hæstiréttur staðfestir að skjalið sé ófalsað og fyrirskipar rannsókn Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti í gær að drögum að meirihlutaáliti í máli er varðar rétt kvenna til þungunarrofs hefði lekið. Skjalið væri ófalsað en ekki lokaniðurstaða í málinu. 4. maí 2022 06:37 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Sjá meira
Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24
Útspil hæstaréttar um þungunarrof gæti hrist upp í þingkosningum í haust Svipti Hæstiréttur Bandaríkjanna konur rétti til þungunarrofs gæti það haft óútreiknanleg áhrif á þing- og ríkiskosningar sem fara fram í haust. Stríðandi fylkingar í langvarandi menningarstríði telja báðar að slíkur dómur gæfi þeim byr undir báða vængi. 4. maí 2022 14:01
Hæstiréttur staðfestir að skjalið sé ófalsað og fyrirskipar rannsókn Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti í gær að drögum að meirihlutaáliti í máli er varðar rétt kvenna til þungunarrofs hefði lekið. Skjalið væri ófalsað en ekki lokaniðurstaða í málinu. 4. maí 2022 06:37