„Eigum að geta spilað í 60 mínútur þó við séum þreyttir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. maí 2022 21:35 Hergeir, fyrirliði Selfyssinga. Vísir/Vilhelm Hergeir Grímsson, fyrirliði Selfyssinga, var niðurlútur eftir sjö marka tap liðsins á heimavelli gegn Val í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Valsmenn leiða nú einvígið 2-0 og Hergeir og félagar eru því með bakið upp við vegg. „Þetta var bara fínn fyrri hálfleikur þannig séð. Við spiluðum ágæta sókn og vörn. En svo bara komum við eiginlega ekkert inn í seinni hálfleikinn,“ sagði Hergeir í leikslok. „Við missum þá frá okkur á fyrstu fimm mínútunum og töpuðum mikið af boltum. Þetta fór svolítið frá okkur þar. En við börðumst allan tíman og komumst aðeins inn í þetta þegar við fórum í sjö á sex. Við spiluðum fína vörn, en þeir náttúrulega bara keyra á okkur og skora úr mikið af hraðaupphlaupum á okkur á meðan við keyrðum illa til baka.“ Eins og Hergeir segir þá náðu Selfyssingar vopnum sínum um stutta stund þegar liðið fór í sjö á sex. Fljótlega fundu Valsmenn þó aftur taktinn og gerðu út um leikinn stuttu eftir það. Hergeir segir að það hafi dregið kraft úr liðinu að missa gestina aftur fram úr sér. „Jú það fer aðeins með móralinn. Það var þarna smá móment með okkur, en það bara fjaraði út. Það var kannski lítil orka í okkur og við vorum að spila á fáum mönnum. En við eigum samt að geta spilað í 60 mínútur þó við séum þreyttir og stoppað þessar hröðu sóknir. Bara að keyra heim og svona þessi grunnatriði í handbolta. Mér finnst við eiga að geta gert það betur þótt við séum orðnir þreyttir.“ Selfyssingar eru nú með bakið upp við vegg og ekkert annað en sigur dugir svo að liðið sé ekki á leið í sumarfrí. Hergeir gerir sér grein fyrir því og segir að hans menn muni mæta í Origo-höllina á sunnudaginn til að vinna. „Við ætlum að mæta á sunnudaginn og spila til sigurs, það er engin spurning. Við ætlum að mæta 100 prósent og við vitum hvað við þurfum að gera til þess að vinna. Við þurfum bara að gera það. Við fáum fullt af fólki með okkur, ég efast ekkert um það. Stuðningurinn í kvöld var magnaður og við ætlum að mæta á sunnudaginn og vinna. Það er ekki spurning,“ sagði Hergeir að lokum. Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Valur 29-35 | Valsmenn geta klárað einvígið á heimavelli Valur vann góðan sex marka sigur er liðið heimsótti Selfoss í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla, 29-35. Valsmenn leiða nú einvígið 2-0 og geta því komið sér í úrslit með sigri á heimavelli í næsta leik. 5. maí 2022 22:37 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Sjá meira
„Þetta var bara fínn fyrri hálfleikur þannig séð. Við spiluðum ágæta sókn og vörn. En svo bara komum við eiginlega ekkert inn í seinni hálfleikinn,“ sagði Hergeir í leikslok. „Við missum þá frá okkur á fyrstu fimm mínútunum og töpuðum mikið af boltum. Þetta fór svolítið frá okkur þar. En við börðumst allan tíman og komumst aðeins inn í þetta þegar við fórum í sjö á sex. Við spiluðum fína vörn, en þeir náttúrulega bara keyra á okkur og skora úr mikið af hraðaupphlaupum á okkur á meðan við keyrðum illa til baka.“ Eins og Hergeir segir þá náðu Selfyssingar vopnum sínum um stutta stund þegar liðið fór í sjö á sex. Fljótlega fundu Valsmenn þó aftur taktinn og gerðu út um leikinn stuttu eftir það. Hergeir segir að það hafi dregið kraft úr liðinu að missa gestina aftur fram úr sér. „Jú það fer aðeins með móralinn. Það var þarna smá móment með okkur, en það bara fjaraði út. Það var kannski lítil orka í okkur og við vorum að spila á fáum mönnum. En við eigum samt að geta spilað í 60 mínútur þó við séum þreyttir og stoppað þessar hröðu sóknir. Bara að keyra heim og svona þessi grunnatriði í handbolta. Mér finnst við eiga að geta gert það betur þótt við séum orðnir þreyttir.“ Selfyssingar eru nú með bakið upp við vegg og ekkert annað en sigur dugir svo að liðið sé ekki á leið í sumarfrí. Hergeir gerir sér grein fyrir því og segir að hans menn muni mæta í Origo-höllina á sunnudaginn til að vinna. „Við ætlum að mæta á sunnudaginn og spila til sigurs, það er engin spurning. Við ætlum að mæta 100 prósent og við vitum hvað við þurfum að gera til þess að vinna. Við þurfum bara að gera það. Við fáum fullt af fólki með okkur, ég efast ekkert um það. Stuðningurinn í kvöld var magnaður og við ætlum að mæta á sunnudaginn og vinna. Það er ekki spurning,“ sagði Hergeir að lokum.
Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Valur 29-35 | Valsmenn geta klárað einvígið á heimavelli Valur vann góðan sex marka sigur er liðið heimsótti Selfoss í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla, 29-35. Valsmenn leiða nú einvígið 2-0 og geta því komið sér í úrslit með sigri á heimavelli í næsta leik. 5. maí 2022 22:37 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Valur 29-35 | Valsmenn geta klárað einvígið á heimavelli Valur vann góðan sex marka sigur er liðið heimsótti Selfoss í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla, 29-35. Valsmenn leiða nú einvígið 2-0 og geta því komið sér í úrslit með sigri á heimavelli í næsta leik. 5. maí 2022 22:37