Hefur engar áhyggjur af gagnrýni netverja á nýja lógóið Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. maí 2022 19:31 Frosti Ólafsson er framkvæmdastjóri Olís. Vísir/Arnar Olís vinnur nú að því að skipta út gamalgrónu merki sínu, sem hannað var fyrir nær fimmtíu árum, fyrir nýtt. Framkvæmdastjórinn hefur engar áhyggjur af gagnrýni þeirra sem þegar eru byrjaðir að sakna gamla merkisins. Nýja merkið hefur til dæmis verið sett upp á Olís-stöðinni í Norðlingaholti og þó að munurinn virðist kannski ekki mikill við fyrstu sýn má sjá samanburð á skýringarmyndinni hér fyrir neðan. Á hinu nýja merki er nýtt letur, auk þess sem talsvert betur loftar um stafina á nýja merkinu heldur en á því gamla - og kannski sögufræga. Gamlir tímar mæta nýjum. Netverjar hafa sett breytinguna í samhengi við yfirhalninguna á Bónusgrísnum sem var umdeild í fyrra. Þá tók Lýsi vörumerkið sem hér sést upp árið 2017 en hið gamla sést þó enn á vef og varningi fyrirtækisins.Kristján Jónsson Nýja merkið er liður í allsherjaryfirhalningu á Olís-útlitinu sem innleiða á smám saman á Olís-stöðvum landsins á næstu mánuðum. En margir eiga erfitt með að kyngja breytingum og á slíku bar á samfélagsmiðlum í vikunni þegar fregnir af nýju merki spurðust út. „HVAÐ Í FOKKANUM GERÐIST VIÐ OLÍS?“ var yfirskrift færslu inn á spjallþræði Íslendinga á samfélagsmiðlinum Reddit, hvar glöggur notandi hafði greinilega rambað á nýja merkið í Norðlingaholti. Og hér fyrir neðan má sjá örlitla samantekt af viðbrögðum á Twitter í kjölfarið. Kristján Jónsson Gamla merkið hefur enda staðið óbreytt í hartnær fimmtíu ár, líklega eitt það langlífasta á landinu. En Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Olís hefur engar áhyggjur af viðbrögðum netverja, breytingin sé einfaldlega í takt við nýjar þarfir. „Ég held það sé aðeins of seint að bakka úr því sem komið er,“ segir hann og hlær. „En eins og ég segi, maður þarf að venjast breytingum og við vonum að þær venjist vel í þessu tilfelli.“ „Þetta er auðvitað sögufrægt vörumerki og búið að standa tímans tönn. Ég held að það hafi verið sirka hálf öld sem það hefur enst, þannig að það hefur sannað gildi sitt og er geggjað vörumerki. En tímarnir breytast og þarfirnar í þessum myndheimi öllum með. Og við reyndum nú að sýna mikla virðingu gagnvart sögunni í þessari breytingu,“ segir Frosti. Auglýsinga- og markaðsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Bónus lengir opnunartíma og gefur grísnum yfirhalningu Matvörurisinn Bónus hefur gert breytingar á útliti Bónusgríssins og þeirri leturgerð sem notast er við í firmamerki verslananna. Breytingarnar eru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma verslana sem taka gildi í dag sem felur meðal annars í sér að sjö Bónusverslanir verða framvegis opnar til klukkan átta á kvöldin. 12. nóvember 2021 09:46 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Nýja merkið hefur til dæmis verið sett upp á Olís-stöðinni í Norðlingaholti og þó að munurinn virðist kannski ekki mikill við fyrstu sýn má sjá samanburð á skýringarmyndinni hér fyrir neðan. Á hinu nýja merki er nýtt letur, auk þess sem talsvert betur loftar um stafina á nýja merkinu heldur en á því gamla - og kannski sögufræga. Gamlir tímar mæta nýjum. Netverjar hafa sett breytinguna í samhengi við yfirhalninguna á Bónusgrísnum sem var umdeild í fyrra. Þá tók Lýsi vörumerkið sem hér sést upp árið 2017 en hið gamla sést þó enn á vef og varningi fyrirtækisins.Kristján Jónsson Nýja merkið er liður í allsherjaryfirhalningu á Olís-útlitinu sem innleiða á smám saman á Olís-stöðvum landsins á næstu mánuðum. En margir eiga erfitt með að kyngja breytingum og á slíku bar á samfélagsmiðlum í vikunni þegar fregnir af nýju merki spurðust út. „HVAÐ Í FOKKANUM GERÐIST VIÐ OLÍS?“ var yfirskrift færslu inn á spjallþræði Íslendinga á samfélagsmiðlinum Reddit, hvar glöggur notandi hafði greinilega rambað á nýja merkið í Norðlingaholti. Og hér fyrir neðan má sjá örlitla samantekt af viðbrögðum á Twitter í kjölfarið. Kristján Jónsson Gamla merkið hefur enda staðið óbreytt í hartnær fimmtíu ár, líklega eitt það langlífasta á landinu. En Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Olís hefur engar áhyggjur af viðbrögðum netverja, breytingin sé einfaldlega í takt við nýjar þarfir. „Ég held það sé aðeins of seint að bakka úr því sem komið er,“ segir hann og hlær. „En eins og ég segi, maður þarf að venjast breytingum og við vonum að þær venjist vel í þessu tilfelli.“ „Þetta er auðvitað sögufrægt vörumerki og búið að standa tímans tönn. Ég held að það hafi verið sirka hálf öld sem það hefur enst, þannig að það hefur sannað gildi sitt og er geggjað vörumerki. En tímarnir breytast og þarfirnar í þessum myndheimi öllum með. Og við reyndum nú að sýna mikla virðingu gagnvart sögunni í þessari breytingu,“ segir Frosti.
Auglýsinga- og markaðsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Bónus lengir opnunartíma og gefur grísnum yfirhalningu Matvörurisinn Bónus hefur gert breytingar á útliti Bónusgríssins og þeirri leturgerð sem notast er við í firmamerki verslananna. Breytingarnar eru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma verslana sem taka gildi í dag sem felur meðal annars í sér að sjö Bónusverslanir verða framvegis opnar til klukkan átta á kvöldin. 12. nóvember 2021 09:46 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Bónus lengir opnunartíma og gefur grísnum yfirhalningu Matvörurisinn Bónus hefur gert breytingar á útliti Bónusgríssins og þeirri leturgerð sem notast er við í firmamerki verslananna. Breytingarnar eru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma verslana sem taka gildi í dag sem felur meðal annars í sér að sjö Bónusverslanir verða framvegis opnar til klukkan átta á kvöldin. 12. nóvember 2021 09:46