Lettlandsbryggja 1 Pawel Bartoszek skrifar 5. maí 2022 09:45 Í gær, 4. maí, voru 32 ár síðan Lettland lýsti yfir endurheimt sjálfstæðis. Það er því táknrænt að það var á þessum degi sem skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur samþykkti að gefa þremur götum í nýja Ártúnshöfðahverfinu nöfn sem undirstrika vináttu Íslands og Eystarsaltsríkjanna. Norður af núverandi strandlengju við Sævarhöfða verður lítið síki. Gatan við síkið, sem verður fyrst og fremst ætluð gangandi mun fá heitið Eistlandsbryggja. Næstu tvær götur fyrir norðan munu fá heitin Lettlandsbryggja og Litháenbryggja. Þetta eru götur í þéttu borgarumhverfi þar sem gert er ráð fyrir verslunum og þjónustu á jarðhæð. Þær munu liggja skammt frá nýrri sundlaug sem verðu nyrst á nesinu og mun þjóna hverfinu öllu. Á fundi skipulagsráðs var jafnframt samþykkt að setja upp upplýsingaskilti á torginu á horni Túngötu og Garðastrætis sem nú hefur fengið nafnið Kænugarður. Þar er listaverkið Stuðningur sem er gjöf frá Lettum og hefur lengi haft mikla þýðingu fyrir tengsl landanna og samfélag Letta á Íslandi. Þessum tengslum verður nú gert hærra undir höfði. Í öllum þremur höfuðborgum Eystrarsaltsríkjanna erum götur og torg sem kennd eru við Ísland. Í Vilníus er að Íslandsstræti og Ríga og Tallin hafa Íslandstorg. Íslandstorgið í Ríga var líka fyrsta nafngjöf í þeirri borg sem vísaði til annars ríkis. Nú er rétt að endurgjalda þennan þakklætisvott. Þetta er söguleg stund. Aldrei áður hafa götur í Reykjavík verið nefndar eftir öðrum löndum. Það fer einkar vel á því að Eystarsaltsríki brjóti þar ísinn. Samstarf okkar er þétt. Og vináttuböndin sterk og varanleg. Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Eistland Lettland Litháen Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Reykjavík Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Í gær, 4. maí, voru 32 ár síðan Lettland lýsti yfir endurheimt sjálfstæðis. Það er því táknrænt að það var á þessum degi sem skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur samþykkti að gefa þremur götum í nýja Ártúnshöfðahverfinu nöfn sem undirstrika vináttu Íslands og Eystarsaltsríkjanna. Norður af núverandi strandlengju við Sævarhöfða verður lítið síki. Gatan við síkið, sem verður fyrst og fremst ætluð gangandi mun fá heitið Eistlandsbryggja. Næstu tvær götur fyrir norðan munu fá heitin Lettlandsbryggja og Litháenbryggja. Þetta eru götur í þéttu borgarumhverfi þar sem gert er ráð fyrir verslunum og þjónustu á jarðhæð. Þær munu liggja skammt frá nýrri sundlaug sem verðu nyrst á nesinu og mun þjóna hverfinu öllu. Á fundi skipulagsráðs var jafnframt samþykkt að setja upp upplýsingaskilti á torginu á horni Túngötu og Garðastrætis sem nú hefur fengið nafnið Kænugarður. Þar er listaverkið Stuðningur sem er gjöf frá Lettum og hefur lengi haft mikla þýðingu fyrir tengsl landanna og samfélag Letta á Íslandi. Þessum tengslum verður nú gert hærra undir höfði. Í öllum þremur höfuðborgum Eystrarsaltsríkjanna erum götur og torg sem kennd eru við Ísland. Í Vilníus er að Íslandsstræti og Ríga og Tallin hafa Íslandstorg. Íslandstorgið í Ríga var líka fyrsta nafngjöf í þeirri borg sem vísaði til annars ríkis. Nú er rétt að endurgjalda þennan þakklætisvott. Þetta er söguleg stund. Aldrei áður hafa götur í Reykjavík verið nefndar eftir öðrum löndum. Það fer einkar vel á því að Eystarsaltsríki brjóti þar ísinn. Samstarf okkar er þétt. Og vináttuböndin sterk og varanleg. Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar