Útkall - kjósum öll! Mjöll Matthíasdóttir skrifar 5. maí 2022 08:31 Nú stendur yfir kosning formanns í Félagi grunnskólakennara. Síðar í mánuðinum fer svo fram kosning til annarra trúnaðarstarfa fyrir félagið. Kosin verður stjórn, samninganefnd og skólamálanefnd. Það er hagur okkar allra að til þessara starfa veljist fjölbreyttur og öflugur hópur. Ert þú grunnskólakennari? Hefur þú hugleitt að gefa kost á þér til starfa? Í umræðu samfélagsins um skólamál, um kjaramál og við samningaborðið skiptir máli að rödd okkar kennara hljómi. Stefnan þarf að vera skýr. Stefnuna móta kennarar. Allir kennarar - ekki bara þau sem kjörin eru til forystu. Tökum þátt í starfi félagsins, látum okkar rödd heyrast. Skólastarf tekur stöðugum breytingum. Kennarastarfið sömuleiðis. Þetta þekkjum við kennarar best. Kennarastarfið er fjölbreytt, lifandi og skemmtilegt en einnig fullt af áskorunum. Sístækkandi vandi við mönnun skóla hefur áhrif á gæði skólastarfs og eykur álag á þau sem þegar eru við störf. Þeirri þróun þarf að snúa við. Okkur vantar fleiri kennara í hópinn. Starfsaðstæður og launakjör geta haft þar mikið að segja og þurfa að vera þau sömu og öðrum sérfræðingum standa til boða. Sú leiðrétting þolir enga bið. Menntamálayfirvöld og rekstraraðilar grunnskóla bera þar ábyrgð. Grunnskólakennarar, það er verk að vinna. Við þurfum að vinna það saman. Ég er tilbúin að leiða hópinn. Góð þátttaka í kosningum félagsins sýnir styrk þess. Kjósum öll! Höfundur er grunnskólakennari í Þingeyjarskóla og frambjóðandi í formannskjöri Félags grunnskólakennara 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Stéttarfélög Félagasamtök Grunnskólar Mjöll Matthíasdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir kosning formanns í Félagi grunnskólakennara. Síðar í mánuðinum fer svo fram kosning til annarra trúnaðarstarfa fyrir félagið. Kosin verður stjórn, samninganefnd og skólamálanefnd. Það er hagur okkar allra að til þessara starfa veljist fjölbreyttur og öflugur hópur. Ert þú grunnskólakennari? Hefur þú hugleitt að gefa kost á þér til starfa? Í umræðu samfélagsins um skólamál, um kjaramál og við samningaborðið skiptir máli að rödd okkar kennara hljómi. Stefnan þarf að vera skýr. Stefnuna móta kennarar. Allir kennarar - ekki bara þau sem kjörin eru til forystu. Tökum þátt í starfi félagsins, látum okkar rödd heyrast. Skólastarf tekur stöðugum breytingum. Kennarastarfið sömuleiðis. Þetta þekkjum við kennarar best. Kennarastarfið er fjölbreytt, lifandi og skemmtilegt en einnig fullt af áskorunum. Sístækkandi vandi við mönnun skóla hefur áhrif á gæði skólastarfs og eykur álag á þau sem þegar eru við störf. Þeirri þróun þarf að snúa við. Okkur vantar fleiri kennara í hópinn. Starfsaðstæður og launakjör geta haft þar mikið að segja og þurfa að vera þau sömu og öðrum sérfræðingum standa til boða. Sú leiðrétting þolir enga bið. Menntamálayfirvöld og rekstraraðilar grunnskóla bera þar ábyrgð. Grunnskólakennarar, það er verk að vinna. Við þurfum að vinna það saman. Ég er tilbúin að leiða hópinn. Góð þátttaka í kosningum félagsins sýnir styrk þess. Kjósum öll! Höfundur er grunnskólakennari í Þingeyjarskóla og frambjóðandi í formannskjöri Félags grunnskólakennara 2022.
Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar