Innlent

Fjöldi út­lendinga þre­faldast á milli kosninga

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Reglur varðandi kjörgengi útlendinga hafa verið rýmkaðar verulega milli kosninga.
Reglur varðandi kjörgengi útlendinga hafa verið rýmkaðar verulega milli kosninga. Vísir/Vilhelm

Fjöldi útlendinga á kjörskrá fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar hér á landi hefur þrefaldast á milli kosninga.

Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag þar sem segir að í síðustu kosningum hafi erlendir ríkisborgarar á kjörskrá verið 11.680. Nú eru þeir hinsvegar 31.703.

Í blaðinu er bent á að nokkur fjölgun hafi verið í hópi útlendinga hér á landi síðustu árin en það skýrir þó aðeins hluta fjölgunarinnar.

Meira máli skipta nýju kosningalögin sem tóku gildi um áramót en þá voru reglur varðandi kjörgengi útlendinga rýmkaðar verulega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×