Tónlist

Sjö íslensk lög inn á topp tíu

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Aron Can kemur fram í laginu Aldrei Toppað ásamt FM95Blö.
Aron Can kemur fram í laginu Aldrei Toppað ásamt FM95Blö. Vísir/Hulda Margrét

Íslenski listinn er mikill aðdáandi íslenskrar tónlistar enda hefur tónlistarfólk landsins verið að gera öfluga hluti.

Í þessari viku eru tíu íslensk lög inn á lista og þar af sjö inn á topp tíu. Lagið „Aldrei toppað“ með FM95Blö og Aroni Can nálgast toppinn en það var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og situr nú í níunda sæti. 

Friðrik Dór situr staðfastur í öðru sæti með lagið Bleikur og blár og Eurovision stjörnurnar Systur sitja í fjórða sæti með lagið með hækkandi sól. Þær taka þátt í undankeppninni næstkomandi þriðjudag og í samtali við Lífið á Vísi segjast systkinin öll hlakka mikið til. 

Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00-16:00 á FM957.

Hér má finna íslenska listann í heild sinni:

Íslenski listinn á Spotify:


Tengdar fréttir

Dansgleðin eykst í takt við hækkandi sól

Tónlistarmaðurinn Farruko trónir á toppi íslenska listans þessa vikuna með lagið Pepas. Lagið kom út síðastliðið sumar og er skothelldur danssmellur sem flæðir vel og býr yfir kröftugu viðlagi sem er næstum ómögulegt að dansa ekki við.

Með hækkandi sól klífur listann

Nú styttist óðfluga í Eurovision og íslenski listinn fylgist spenntur með á hliðarlínunni. Framlag okkar Íslendinga, lagið Með hækkandi sól, hækkar sig um tólf sæti á milli vikna og situr nú í sjötta sæti íslenska listans. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×