Tilhlökkun og eftirvænting í loftinu fyrir HönnunarMars 2022 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. maí 2022 13:02 Þórey Einarsdóttir og Klara Rún Ragnarsdóttir. Aldís Pálsdóttir Leikur og gleði einkennir dagskrá HönnunarMars 2022, stærstu hönnunarhátíð landsins sem hefst í dag. Þórey Einarsdóttir, stjórnandi hátíðarinnar og Klara Rún Ragnarsdóttir, verkefnastjóri dagskrár HönnunarMars í ár eru sammála um að ríkir eftirvænting og tilhlökkun í loftinu fyrir HönnunarMars sem loksins getur breytt úr sér án nokkurra takmarkanna. Hvernig eruð þið stemmdar fyrir opnun HönnarMars? „Teymið er allt fullt tilhlökkunar fyrir næstu dögum enda hafa síðast liðin tvö ár verið undirlögð af því að aðlaga okkur að breyttum veruleika. Nú birtir til og við höfum getum teiknað upp viðburði og upplifanir án nokkurra takmarkanna og án grímuskyldu. Lykilbreyta í að skapa góða stemning,” segir Þórey og Klara Rún tekur undir. „Ég hlakka mikið til að sjá hátíðina raungerast í allri sinni dýrð. Það hefur verið gefandi að vinna að því að móta dagskrá hátíðarinnar í góðu samtali við þátttakendur í gegnum ferlið og fylgjast með þeim undirbúa sýningarnar sínar. Þeir eru hjarta hátíðarinnar,” segir Klara Rún. Hvernig er að ná að halda þetta án allra takmarkana? „Það gengur einstaklega vel. Það fylgir því merkilega mikill léttir að þurfa ekki að vera nánast í fullri vinnu við að endurskipuleggja öll plön, nánast daglega,“ segir Þórey. „Já það er svo sannarlega léttir. Ég hef unnið að hátíðinni síðastliðin tvö ár og þetta því fyrsta hátíðin sem ég vinn að án takmarkana. Það er mikill munur á því að undirbúa hátíðina í ár þar sem við þurfum ekki að takast á við sömu áskoranir og hafa verið undanfarin ár,“ segir Klara Rún. Hverjar hafa verið helstu áskoranirnar? „Að láta öll púslin passa saman á réttum tíma. Þrátt fyrir vel skipulagðar tímaáætlanir þá getur ein minniháttar breyting haft keðjuverkandi áhrif. Hátíðin er ein heild. Síðan er sú skemmtilega staðreynd misskilingur í samskiptum er algengur og það er getur verið ákveðin áskorun að stilla saman strengi og tryggja sameiginlegan skilning. Sérstaklega þegar álagið er mikið og margir boltar á lofti þá getur reynst erfitt að taka upplýstar ákvarðanir. Og þá er gott að muna að oft virðast aðstæður óyfirstíganlegar en með góðu og opnu samtali er alltaf hægt að finna lausir og muna að taka hlutunum ekki persónulega,“ segir Þórey en þetta er þriðja hátíðin sem hún stýrir, sú fyrsta án allra takmarkanna. „Eftir að hafa að hafa haldið síðustu tvær hátíðir í óvenjulegum aðstæðum erum við í teymi HönnunarMars orðin öllu vön mundi ég segja og maður býr að þeirri reynslu í þessari vinnu,“ segir Klara Rún. Hversu mörgum hátíðargestum eigið þið von á? „Við erum að gera ráð fyrir töluvert meiri fjölda gesta en fyrri ár. Bæði er hópur þátttakenda fjölbreyttur og það eitt og sér opnar á góða breidd í gestum. Auk þess er áþreifanleg stemmning og uppsöfnuð þörf hjá fólki fyrir að fara út og vera á meðal fólks. Maður er svo sannarlega manns gaman,“ segir Þórey. Hversu margir koma erlendis frá? „Við erum að taka á móti stórum og fjölbreyttum hópi af erlendum gestum í ár. Það er greinilega uppsöfnuð ferðaþörf þar líkt og við erum að sjá á meðal Íslendinga. Á meðal erlendu gestanna eru erlendir fjölmiðlar, DesignTalks fyrirlesara, DesignDiplomacy þátttakendur, erlendir þátttakendur sem eru að sýna á HönnunarMars og svo að sjálfsögðu almennir gestir. Í aðdraganda hátíðarinnar þá vorum við að kynna HönnunarMars í samstarfi við íslensku sendiráðin á Norðurlöndunum og það gekk vonum framar. Mín upplifun var sú að fólk er almennt áhugasamt um Íslands og finnst mikið til skapandi greina á Íslandi koma,“ segir Þórey og Klara Rún tekur undir: „Það er mjög flottur hópur að fjölmiðlum að koma til landsins, meðal annars frá Dezeen, Vogue, Architectural Digest, DesignWanted, Forbes, BoBedre, Design Milk, Associated Press, Gray Magazine og Le Figaro. Hópurinn er mjög spenntur að koma að sjá hvað íslenska hönnunarsena hefur að bjóða upp á og upplifa hátíðina í öllum sínum fjölbreytileika.“ HönnunarMars teymið hélt móttöku fyrir erlenda gesti í gær.Aldís Pálsdóttir Hvernig mynduð þið lýsa þemanu í ár? „Það sem einkennir hátíðina í ár er gleði, leikur og bjartsýnini í nýja tíma og er hátíðin tilvalin leið til að fá innblástur beint í æð frá bæði hönnuðum og arkitektum,“ segir Klara Rún. „Það er magnað að sjá hvað hönnuðir og arkitektar draga fram á sjónarsvið ár hvert að frumlegum og ferskum verkefnum þar sem viðfagnsefnin endurspegla oft áskoranir samfélagsins og þar má nefna loftlagsváa,neyslu, samband manneskjunar við umhverfið og náttúra og samskipti.“ Hvernig er dagskráin sett upp? „Það sem er einstak við HönnunarMars er að þar koma saman ólíkar faggreinar hönnunar og arkitektúrs og geta því allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Dagskráin stendur frá miðvikudegi til sunnudags, og hafa hönnuðir og arkitektar tjaldað öllu til. Sýningar og viðburður dreifast yfir höfuðborgarsvæðið en flestar sýningarnar eru í miðbænum, semsagt á Laugavegi, Hverfisgötu, Hörpu, út á Granda, á Hafnartorgi, Grósku og Norræna húsinu. Eins má finna sýningar og viðburði utan miðbæjarins, til dæmis í Elliðárstöð, Höfuðstöðinni, Gerðarsafni, Hönnunarsafni Íslands og Hafnarborg,“ segir Klara Rún. „HönnunarMars er fimm daga hátíð og það hefur verið ákveðin náttúrulegur taktur sem við höfum fylgst. Hátíðin hefst í með lykilviðburði hátíðarinnar DesignTalks í Hörpu og í kjölfarið er opnunarhóf hátíðarinnar kl. 17.15. Við opnunarhóf prjónast opnanir á öllum sýningum HönnunarMars. Í framhaldi taka svo við fimm dagar þar sem almennir opnunartímar eru samræmdir. Krafturinn í þátttakendur er óþrjótandi en iðulega standa gestum um 200 viðburðir til boða sem þátttakendur standa fyrir. Það eru m.a. leiðsagnir, upplifanir og vinnustofur. Markmiðið er að sjálfsögðu að gestir geti sótt sem flestar sýningar og viðburði. Það er tilvalið að loka hátíðinni með því að kíkja við í lokahóf HönnunarMars sem er á Slippbarnum á Hótel Marina á laugardaginn,“ segir Þórey. Eitthvað annað sem þið viljið að komi fram? „Verkefnin eru frumleg og fersk og á hátíðinni skapast einstakt tækifæri fyrir gesti að fá áhugaverða og skemmtilega sýn inn í störf hönnuða og hvernig hönnun og arkitektúr hefur áhrif á allt okkar líf. Í ár er sérstaklega gaman að sjá stór íslensk fyrirtæki taka græn skref í átt að sjálfbærri framtíð í samstarfi við íslenska hönnuði frumsýna þau á HönnunarMars. Þar má nefna Icelandair sem frumsýna nýtt samstarf við íslenska hönnunarfyrirtækið Plastplan en sem sérhæfir sig í að framleiða verðmæta nytjahluti úr endurunni plasti. Bláa Lónið er með spennandi sýningu þar sem sagðar eru hönnunarsögur fyrirtæksins og 66°Norður frumsýna þrjú ólík áhugaverð samstörf við íslensku hönnuðina Valdísi Steinars, Arnar Inga, Studio Fléttu. Heilt yfir mikilvæg vegferð og einkar ánægjulegt að verkefnin eru frumsýnd á HönnunarMars, “ segir Þórey og Klara Rún tekur undir: „Kíkið á dagskrána á honnunarmars.is, skellið ykkur í sparigallann og njótið næstu daga.“ HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022. Tíska og hönnun HönnunarMars Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Hvernig eruð þið stemmdar fyrir opnun HönnarMars? „Teymið er allt fullt tilhlökkunar fyrir næstu dögum enda hafa síðast liðin tvö ár verið undirlögð af því að aðlaga okkur að breyttum veruleika. Nú birtir til og við höfum getum teiknað upp viðburði og upplifanir án nokkurra takmarkanna og án grímuskyldu. Lykilbreyta í að skapa góða stemning,” segir Þórey og Klara Rún tekur undir. „Ég hlakka mikið til að sjá hátíðina raungerast í allri sinni dýrð. Það hefur verið gefandi að vinna að því að móta dagskrá hátíðarinnar í góðu samtali við þátttakendur í gegnum ferlið og fylgjast með þeim undirbúa sýningarnar sínar. Þeir eru hjarta hátíðarinnar,” segir Klara Rún. Hvernig er að ná að halda þetta án allra takmarkana? „Það gengur einstaklega vel. Það fylgir því merkilega mikill léttir að þurfa ekki að vera nánast í fullri vinnu við að endurskipuleggja öll plön, nánast daglega,“ segir Þórey. „Já það er svo sannarlega léttir. Ég hef unnið að hátíðinni síðastliðin tvö ár og þetta því fyrsta hátíðin sem ég vinn að án takmarkana. Það er mikill munur á því að undirbúa hátíðina í ár þar sem við þurfum ekki að takast á við sömu áskoranir og hafa verið undanfarin ár,“ segir Klara Rún. Hverjar hafa verið helstu áskoranirnar? „Að láta öll púslin passa saman á réttum tíma. Þrátt fyrir vel skipulagðar tímaáætlanir þá getur ein minniháttar breyting haft keðjuverkandi áhrif. Hátíðin er ein heild. Síðan er sú skemmtilega staðreynd misskilingur í samskiptum er algengur og það er getur verið ákveðin áskorun að stilla saman strengi og tryggja sameiginlegan skilning. Sérstaklega þegar álagið er mikið og margir boltar á lofti þá getur reynst erfitt að taka upplýstar ákvarðanir. Og þá er gott að muna að oft virðast aðstæður óyfirstíganlegar en með góðu og opnu samtali er alltaf hægt að finna lausir og muna að taka hlutunum ekki persónulega,“ segir Þórey en þetta er þriðja hátíðin sem hún stýrir, sú fyrsta án allra takmarkanna. „Eftir að hafa að hafa haldið síðustu tvær hátíðir í óvenjulegum aðstæðum erum við í teymi HönnunarMars orðin öllu vön mundi ég segja og maður býr að þeirri reynslu í þessari vinnu,“ segir Klara Rún. Hversu mörgum hátíðargestum eigið þið von á? „Við erum að gera ráð fyrir töluvert meiri fjölda gesta en fyrri ár. Bæði er hópur þátttakenda fjölbreyttur og það eitt og sér opnar á góða breidd í gestum. Auk þess er áþreifanleg stemmning og uppsöfnuð þörf hjá fólki fyrir að fara út og vera á meðal fólks. Maður er svo sannarlega manns gaman,“ segir Þórey. Hversu margir koma erlendis frá? „Við erum að taka á móti stórum og fjölbreyttum hópi af erlendum gestum í ár. Það er greinilega uppsöfnuð ferðaþörf þar líkt og við erum að sjá á meðal Íslendinga. Á meðal erlendu gestanna eru erlendir fjölmiðlar, DesignTalks fyrirlesara, DesignDiplomacy þátttakendur, erlendir þátttakendur sem eru að sýna á HönnunarMars og svo að sjálfsögðu almennir gestir. Í aðdraganda hátíðarinnar þá vorum við að kynna HönnunarMars í samstarfi við íslensku sendiráðin á Norðurlöndunum og það gekk vonum framar. Mín upplifun var sú að fólk er almennt áhugasamt um Íslands og finnst mikið til skapandi greina á Íslandi koma,“ segir Þórey og Klara Rún tekur undir: „Það er mjög flottur hópur að fjölmiðlum að koma til landsins, meðal annars frá Dezeen, Vogue, Architectural Digest, DesignWanted, Forbes, BoBedre, Design Milk, Associated Press, Gray Magazine og Le Figaro. Hópurinn er mjög spenntur að koma að sjá hvað íslenska hönnunarsena hefur að bjóða upp á og upplifa hátíðina í öllum sínum fjölbreytileika.“ HönnunarMars teymið hélt móttöku fyrir erlenda gesti í gær.Aldís Pálsdóttir Hvernig mynduð þið lýsa þemanu í ár? „Það sem einkennir hátíðina í ár er gleði, leikur og bjartsýnini í nýja tíma og er hátíðin tilvalin leið til að fá innblástur beint í æð frá bæði hönnuðum og arkitektum,“ segir Klara Rún. „Það er magnað að sjá hvað hönnuðir og arkitektar draga fram á sjónarsvið ár hvert að frumlegum og ferskum verkefnum þar sem viðfagnsefnin endurspegla oft áskoranir samfélagsins og þar má nefna loftlagsváa,neyslu, samband manneskjunar við umhverfið og náttúra og samskipti.“ Hvernig er dagskráin sett upp? „Það sem er einstak við HönnunarMars er að þar koma saman ólíkar faggreinar hönnunar og arkitektúrs og geta því allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Dagskráin stendur frá miðvikudegi til sunnudags, og hafa hönnuðir og arkitektar tjaldað öllu til. Sýningar og viðburður dreifast yfir höfuðborgarsvæðið en flestar sýningarnar eru í miðbænum, semsagt á Laugavegi, Hverfisgötu, Hörpu, út á Granda, á Hafnartorgi, Grósku og Norræna húsinu. Eins má finna sýningar og viðburði utan miðbæjarins, til dæmis í Elliðárstöð, Höfuðstöðinni, Gerðarsafni, Hönnunarsafni Íslands og Hafnarborg,“ segir Klara Rún. „HönnunarMars er fimm daga hátíð og það hefur verið ákveðin náttúrulegur taktur sem við höfum fylgst. Hátíðin hefst í með lykilviðburði hátíðarinnar DesignTalks í Hörpu og í kjölfarið er opnunarhóf hátíðarinnar kl. 17.15. Við opnunarhóf prjónast opnanir á öllum sýningum HönnunarMars. Í framhaldi taka svo við fimm dagar þar sem almennir opnunartímar eru samræmdir. Krafturinn í þátttakendur er óþrjótandi en iðulega standa gestum um 200 viðburðir til boða sem þátttakendur standa fyrir. Það eru m.a. leiðsagnir, upplifanir og vinnustofur. Markmiðið er að sjálfsögðu að gestir geti sótt sem flestar sýningar og viðburði. Það er tilvalið að loka hátíðinni með því að kíkja við í lokahóf HönnunarMars sem er á Slippbarnum á Hótel Marina á laugardaginn,“ segir Þórey. Eitthvað annað sem þið viljið að komi fram? „Verkefnin eru frumleg og fersk og á hátíðinni skapast einstakt tækifæri fyrir gesti að fá áhugaverða og skemmtilega sýn inn í störf hönnuða og hvernig hönnun og arkitektúr hefur áhrif á allt okkar líf. Í ár er sérstaklega gaman að sjá stór íslensk fyrirtæki taka græn skref í átt að sjálfbærri framtíð í samstarfi við íslenska hönnuði frumsýna þau á HönnunarMars. Þar má nefna Icelandair sem frumsýna nýtt samstarf við íslenska hönnunarfyrirtækið Plastplan en sem sérhæfir sig í að framleiða verðmæta nytjahluti úr endurunni plasti. Bláa Lónið er með spennandi sýningu þar sem sagðar eru hönnunarsögur fyrirtæksins og 66°Norður frumsýna þrjú ólík áhugaverð samstörf við íslensku hönnuðina Valdísi Steinars, Arnar Inga, Studio Fléttu. Heilt yfir mikilvæg vegferð og einkar ánægjulegt að verkefnin eru frumsýnd á HönnunarMars, “ segir Þórey og Klara Rún tekur undir: „Kíkið á dagskrána á honnunarmars.is, skellið ykkur í sparigallann og njótið næstu daga.“ HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022.
HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022.
Tíska og hönnun HönnunarMars Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira