„Ég vissi strax eftir að Geysir lokaði að ég vildi stofna mitt eigið merki“ Elísabet Hanna skrifar 7. maí 2022 07:00 Erna starfaði sem yfirhönnuður hjá Geysir og hefur átt áhugaverðan og skemmtilegan feril. Aðsend. Hönnuðurinn Erna Einarsdóttir starfaði lengi vel sem yfirhönnuður hjá Geysi eftir að hafa sinnt hönnunarstarfi hjá Saint Laurent í París þar áður. Hún er í vikunni að fara af stað með sitt eigið merki sem heitir Erna líkt og hönnuðurinn sjálfur. Hvernig er stemningin fyrir HönnunarMars?Hún er mjög góð, er auðvitað búinn að vera að undirbúa mig fyrir Hönnunarmars í marga mánuði svo það er virkilega gaman að það sé loksins komið að hátíðinni. Það er líka allt að smella saman hjá mér, eðlilega allt á síðustu stundu eins og venjulega. Það eru líka svo margir áhugaverðir viðburðir fram undan, þetta verður eins og alltaf mikil hönnunarveisla. Hvernig kviknaði hugmyndin?Ég hef alltaf stefnt að því stofna mitt eigið merki svo sú hugmynd hefur lengi blundað í mér en vinnan mín hjá Geysi var skemmtileg og gefandi en í byrjun árs 2021 endaði svo það ævintýri. Ég vissi strax eftir að Geysir lokaði að ég vildi stofna mitt eigið merki. View this post on Instagram A post shared by ERNA (@ernathebrand) Ég var þó ekkert að flýta mér, tók pásu og leyfði hugmyndinni um mína hönnun að þróast, sem var kærkomið, að flýta sér ekki um of. Í lokin var niðurstaðan sú að það heillaði það mig mest að fara yfir í einhverskonar blöndu af heimilisvörum og fatnaði. Ég er hrifin að því að vinna með textílvörur og ég ákvað að byrja á heimilinu, enda höfum við öll verið mikið heima síðustu ár, held að það hafi haft smá áhrif á línuna hvað ég eyddi miklum tíma allt í einu heima með hugsunum mínum um þessar vörur. Hver voru fyrstu skrefin í að framkvæma hana?Þegar ég var búin að láta mig dreyma nóg og vissi hvað ég vildi gera þurfti ég auðvitað að koma niður á jörðina og framkvæma eitthvað. Það er kannski ekki alveg jafn auðvelt og ég hélt að stofna nýtt fyrirtæki og hella sér út í framleiðslu með tilheyrandi kostnaði og birgðahaldi en þetta tókst, ekki síst fyrir tilstilli góðra vina og ættingja. Ef einhver vill láta reyna á hvað fólk er getur verið yndislegt í kringum sig þá mæli ég með að stofna fyrirtæki og lenda á öllum veggjunum sem fylgir því. Ég er óendanlega þakklát fyrir alla sem hafa aðstoðað mig síðustu misseri og stuðninginn frá fólki, bæði ókunnugum sem og mínum nánustu. En svo tekur við vinnan mín, sem er hönnunin og sköpunin, að fara inn í hellinn sinn og skapa. View this post on Instagram A post shared by ERNA (@ernathebrand) Hvernig hefur þinn ferill verið?Hann hefur verið áhugaverður og í raun nokkuð óvæntur á köflum. Það er ekki sjálfgefið að fá starf sem fatahönnuður þannig að ég er mjög þakklát fyrir þau tækifæri sem ég hef fengið. Eftir að ég kláraði BA nám í fatahönnun frá Rietveld í Amsterdam var ég var mjög ákveðin í að komast inn í meistaranám í Central Saint Martins. Ég vissi að það væru góð atvinnutækifæri fyrir fatahönnuði sem útskrifuðust þaðan, enda virtur skóli. Námið gaf mér sjálfsöryggi sem hönnuður og vissu að ég ætti heima í þessu fagi. Þegar ég útskrifaðist var ég búin að búa erlendis nokkuð lengi og ætlaði að koma heim til Íslands en örlögin gripu inn í og ég fékk hönnunarstarf hjá Saint Laurent í París. Hönnun út útskriftarlínu Ernu úr mastersnámi í CSM þaðan sem hún útksirfaðist fyrir tíu árum.Aðsend. Ég flutti að lokum heim haustið 2012 þar sem ég átti von á barni. Maðurinn minn bjó á Íslandi og við ákváðum að ég ætti kannski að flytja heim eftir áralangt fjarsamband, mánuði fyrir settan dag. Eftir fæðingarorlofið var mér boðið starf sem yfirhönnuður hjá Geysir. Merkið var á þeim tíma töluvert minna en það varð, þetta var árið 2013 en næstu árin og alveg að lokum varð Geysir mjög þekkt og flott merki á Íslandi. Ég lærði mikið á vinnunni minni þar og var með nokkra hatta yfir árin, en þó starfaði ég aðalega sem yfirhönnuður Geysis og innkaupastjóri, þá helst á kvennfatnaði. Innkaupastarfið var skemmtilegt og óvænt starf sem ég bjóst aldrei við að sinna áður en ég byrjaði hjá Geysir. Það var áhugavert að vera þáttakandi í sýningum tengdum innkaupum, að velja inn vörur í búðirnar og að hafa svona mikil áhrif á tískuna á Íslandi, að bæði hanna þetta fallega merki, Geysir, og kaupa inn erlendar vörur. Það leið varla sá dagur í mörg ár að ég sá ekki fólk í fatnaði frá verslunum Geysis sem ég valdi inn eða hannaði og fyrir tískunörd eins og mig var það auðvitað mesta hrósið, hvað fólki þóttu búðirnar og merkið fallegt og vildi ganga í fatnaði frá okkur. View this post on Instagram A post shared by ERNA (@ernathebrand) „Ég fann alltaf mikinn meðbyr með Geysi og okkar vinnu þar og finnst notalegt að sjá ennþá Geysispoka út um allt.“ Þegar ég var yngri og í námi bjóst ég hálfpartinn við að vinna einhverstaðar út í heimi en þegar ég horfi til baka yfir vinnu mína hingað til er ég ótrúlega ánægð með ákvörðun mína að flytja heim og vera starfandi hönnuður á Íslandi, það er krefjandi en skemmtilegt og gott samfélag að vera í. Hvernig viðbrögð hefur hönnunin verið að fá?Ég hef auðvitað bara fengið mjög jákvæð viðbrögð enda fáir sem hafa séð það sem ég er að gera aðrir en eiginmaðurinn og nánustu vinir og fjölskylda. Ég er hönnuður sem vill helst gera allt ein í leyni og enginn er hluti af mínu ferli fyrr en varan er fullkomnuð og ég tel hana nægilega góða til að sýna fólki. En þar af leiðandi hlakka ég mikið til Hönnunarmars því þar mun ég frumsýna vörurnar. „Hingað til hefur hönnun mín almennt fengið góðar viðtökur og ég vona að svo verði áfram.“ Er framleiðslan sambærileg einhverju sem er í gangi í dag eða þú hefur verið að fást við áður?Framleiðendur mína þekki ég vel enda hef ég unnið með þeim í mörg ár. Ég er að framleiða í Litháen og Portúgal en bæði svæðin eru þekkt fyrir gæði í framleiðslu á vefnaðar og prjónavörum. Ég hef heimsótt báðar verksmiðjurnar tvisvar, þrisvar sinnum og það er gott að framleiða hjá fólki sem maður þekkir til og á í góðu sambandi við. Ég hef auðvitað hannað og framleitt ullarteppi fyrir Geysir í mörg ár, það eru nú þegar teppi eftir mig á mörgum heimilum landsins en ég tók nýju teppin í allt aðra átt, langaði að byrja á núll punkti og skapa minn eigin heim. Einnig hef ég hannað rúmfatnað áður en nú er ég með allt aðrar áherslur, það skiptir mig máli að hráefnið sem ég nota sé gæðavottað og standist kröfur nútíma samfélags. Mínar vörur eru allar Oeko-Tex 100 vottaðar en einnig er lífræna bómullin í rúmfatnaðinum GOTS vottuð og nýsjálenska ullin er Integrity NZ vottuð. „Þetta var ein af mínum uppáhalds flíkum sem ég hannaði fyrir Geysi, jakki úr einu af vinsælu teppunum okkar.“Aðsend. Hvað hefur verið skemmtilegasta verkefnið hjá þér til þessa?Það hefur verið skemmtilegast að þróa mitt eigið merki og heiminn í kringum það og að hanna og skapa á mínum forsendum. Það hefur alltaf verið löngun mín að búa til minn eigin hönnunarheim og sá heimur er fullur af hugmyndum sem vonandi fá að verða að veruleika undir þessu nýja merki. Hvað er framundan?Ég stefni á að bæta í vöruúrvalið sem fyrst, ég sé fyrir mér náttföt og svona „heimafatnað“, langað að vinna að prjónuðum fatnaði aftur og svo sé ég fyrir mér meira af rúmfatnaði og mögulega rúmteppum. View this post on Instagram A post shared by ERNA (@ernathebrand) En svo er það þannig þegar maður stendur einn í svona hönnunarstússi að maður sinnir mörgum hlutverkum. Ég mun hella mér í að búa til netverslun strax eftir Hönnunarmars en það er vinna sem tekur tíma. Framundan er einfaldlega að halda áfram. Tíska og hönnun HönnunarMars Tengdar fréttir „Þar mun ég eiga einhvers konar blint stefnumót“ Magnea Einarsdóttir er útskrifaður fatahönnuður með áherslu á prjón frá Central St Martins í London. Einnig lagði hún stund á nám í fatahönnun í Parsons Paris School of Design. Hún rekur fatamerkið MAGNEA sem er fáanlegt í versluninni Kiosk. 4. maí 2022 10:31 Bjóða nýbökuðum foreldrum að læra ungbarnanudd á Værðardýnunni Vinkonurnar og samstarfsfélagarnir Anna Katharina og Lena Csóti fengu hugmyndina að hönnun Værðardýnunnar eftir að hafa báðar unnið mikið með börnum. Nú bjóða þær nýbökuðum foreldrum á vinnustofu til þess að prófa hönnunina og læra grunnatriði í ungbarnanuddi. 3. maí 2022 16:32 „Í dag erum við mjög þakklát fyrir að hafa tekið áhættuna“ Inga Elín er hönnuður sem sló heldur betur í gegn með veltibollunum sem Íslendingar virðast ekki fá nóg af. Hún opnaði Gallerí á Skólavörðustíg í miðju Covid ásamt syni sínu og er spennt að taka þátt í HönnunarMars í ár með nýrri hönnun, skýjadiskum. 3. maí 2022 13:31 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Hvernig er stemningin fyrir HönnunarMars?Hún er mjög góð, er auðvitað búinn að vera að undirbúa mig fyrir Hönnunarmars í marga mánuði svo það er virkilega gaman að það sé loksins komið að hátíðinni. Það er líka allt að smella saman hjá mér, eðlilega allt á síðustu stundu eins og venjulega. Það eru líka svo margir áhugaverðir viðburðir fram undan, þetta verður eins og alltaf mikil hönnunarveisla. Hvernig kviknaði hugmyndin?Ég hef alltaf stefnt að því stofna mitt eigið merki svo sú hugmynd hefur lengi blundað í mér en vinnan mín hjá Geysi var skemmtileg og gefandi en í byrjun árs 2021 endaði svo það ævintýri. Ég vissi strax eftir að Geysir lokaði að ég vildi stofna mitt eigið merki. View this post on Instagram A post shared by ERNA (@ernathebrand) Ég var þó ekkert að flýta mér, tók pásu og leyfði hugmyndinni um mína hönnun að þróast, sem var kærkomið, að flýta sér ekki um of. Í lokin var niðurstaðan sú að það heillaði það mig mest að fara yfir í einhverskonar blöndu af heimilisvörum og fatnaði. Ég er hrifin að því að vinna með textílvörur og ég ákvað að byrja á heimilinu, enda höfum við öll verið mikið heima síðustu ár, held að það hafi haft smá áhrif á línuna hvað ég eyddi miklum tíma allt í einu heima með hugsunum mínum um þessar vörur. Hver voru fyrstu skrefin í að framkvæma hana?Þegar ég var búin að láta mig dreyma nóg og vissi hvað ég vildi gera þurfti ég auðvitað að koma niður á jörðina og framkvæma eitthvað. Það er kannski ekki alveg jafn auðvelt og ég hélt að stofna nýtt fyrirtæki og hella sér út í framleiðslu með tilheyrandi kostnaði og birgðahaldi en þetta tókst, ekki síst fyrir tilstilli góðra vina og ættingja. Ef einhver vill láta reyna á hvað fólk er getur verið yndislegt í kringum sig þá mæli ég með að stofna fyrirtæki og lenda á öllum veggjunum sem fylgir því. Ég er óendanlega þakklát fyrir alla sem hafa aðstoðað mig síðustu misseri og stuðninginn frá fólki, bæði ókunnugum sem og mínum nánustu. En svo tekur við vinnan mín, sem er hönnunin og sköpunin, að fara inn í hellinn sinn og skapa. View this post on Instagram A post shared by ERNA (@ernathebrand) Hvernig hefur þinn ferill verið?Hann hefur verið áhugaverður og í raun nokkuð óvæntur á köflum. Það er ekki sjálfgefið að fá starf sem fatahönnuður þannig að ég er mjög þakklát fyrir þau tækifæri sem ég hef fengið. Eftir að ég kláraði BA nám í fatahönnun frá Rietveld í Amsterdam var ég var mjög ákveðin í að komast inn í meistaranám í Central Saint Martins. Ég vissi að það væru góð atvinnutækifæri fyrir fatahönnuði sem útskrifuðust þaðan, enda virtur skóli. Námið gaf mér sjálfsöryggi sem hönnuður og vissu að ég ætti heima í þessu fagi. Þegar ég útskrifaðist var ég búin að búa erlendis nokkuð lengi og ætlaði að koma heim til Íslands en örlögin gripu inn í og ég fékk hönnunarstarf hjá Saint Laurent í París. Hönnun út útskriftarlínu Ernu úr mastersnámi í CSM þaðan sem hún útksirfaðist fyrir tíu árum.Aðsend. Ég flutti að lokum heim haustið 2012 þar sem ég átti von á barni. Maðurinn minn bjó á Íslandi og við ákváðum að ég ætti kannski að flytja heim eftir áralangt fjarsamband, mánuði fyrir settan dag. Eftir fæðingarorlofið var mér boðið starf sem yfirhönnuður hjá Geysir. Merkið var á þeim tíma töluvert minna en það varð, þetta var árið 2013 en næstu árin og alveg að lokum varð Geysir mjög þekkt og flott merki á Íslandi. Ég lærði mikið á vinnunni minni þar og var með nokkra hatta yfir árin, en þó starfaði ég aðalega sem yfirhönnuður Geysis og innkaupastjóri, þá helst á kvennfatnaði. Innkaupastarfið var skemmtilegt og óvænt starf sem ég bjóst aldrei við að sinna áður en ég byrjaði hjá Geysir. Það var áhugavert að vera þáttakandi í sýningum tengdum innkaupum, að velja inn vörur í búðirnar og að hafa svona mikil áhrif á tískuna á Íslandi, að bæði hanna þetta fallega merki, Geysir, og kaupa inn erlendar vörur. Það leið varla sá dagur í mörg ár að ég sá ekki fólk í fatnaði frá verslunum Geysis sem ég valdi inn eða hannaði og fyrir tískunörd eins og mig var það auðvitað mesta hrósið, hvað fólki þóttu búðirnar og merkið fallegt og vildi ganga í fatnaði frá okkur. View this post on Instagram A post shared by ERNA (@ernathebrand) „Ég fann alltaf mikinn meðbyr með Geysi og okkar vinnu þar og finnst notalegt að sjá ennþá Geysispoka út um allt.“ Þegar ég var yngri og í námi bjóst ég hálfpartinn við að vinna einhverstaðar út í heimi en þegar ég horfi til baka yfir vinnu mína hingað til er ég ótrúlega ánægð með ákvörðun mína að flytja heim og vera starfandi hönnuður á Íslandi, það er krefjandi en skemmtilegt og gott samfélag að vera í. Hvernig viðbrögð hefur hönnunin verið að fá?Ég hef auðvitað bara fengið mjög jákvæð viðbrögð enda fáir sem hafa séð það sem ég er að gera aðrir en eiginmaðurinn og nánustu vinir og fjölskylda. Ég er hönnuður sem vill helst gera allt ein í leyni og enginn er hluti af mínu ferli fyrr en varan er fullkomnuð og ég tel hana nægilega góða til að sýna fólki. En þar af leiðandi hlakka ég mikið til Hönnunarmars því þar mun ég frumsýna vörurnar. „Hingað til hefur hönnun mín almennt fengið góðar viðtökur og ég vona að svo verði áfram.“ Er framleiðslan sambærileg einhverju sem er í gangi í dag eða þú hefur verið að fást við áður?Framleiðendur mína þekki ég vel enda hef ég unnið með þeim í mörg ár. Ég er að framleiða í Litháen og Portúgal en bæði svæðin eru þekkt fyrir gæði í framleiðslu á vefnaðar og prjónavörum. Ég hef heimsótt báðar verksmiðjurnar tvisvar, þrisvar sinnum og það er gott að framleiða hjá fólki sem maður þekkir til og á í góðu sambandi við. Ég hef auðvitað hannað og framleitt ullarteppi fyrir Geysir í mörg ár, það eru nú þegar teppi eftir mig á mörgum heimilum landsins en ég tók nýju teppin í allt aðra átt, langaði að byrja á núll punkti og skapa minn eigin heim. Einnig hef ég hannað rúmfatnað áður en nú er ég með allt aðrar áherslur, það skiptir mig máli að hráefnið sem ég nota sé gæðavottað og standist kröfur nútíma samfélags. Mínar vörur eru allar Oeko-Tex 100 vottaðar en einnig er lífræna bómullin í rúmfatnaðinum GOTS vottuð og nýsjálenska ullin er Integrity NZ vottuð. „Þetta var ein af mínum uppáhalds flíkum sem ég hannaði fyrir Geysi, jakki úr einu af vinsælu teppunum okkar.“Aðsend. Hvað hefur verið skemmtilegasta verkefnið hjá þér til þessa?Það hefur verið skemmtilegast að þróa mitt eigið merki og heiminn í kringum það og að hanna og skapa á mínum forsendum. Það hefur alltaf verið löngun mín að búa til minn eigin hönnunarheim og sá heimur er fullur af hugmyndum sem vonandi fá að verða að veruleika undir þessu nýja merki. Hvað er framundan?Ég stefni á að bæta í vöruúrvalið sem fyrst, ég sé fyrir mér náttföt og svona „heimafatnað“, langað að vinna að prjónuðum fatnaði aftur og svo sé ég fyrir mér meira af rúmfatnaði og mögulega rúmteppum. View this post on Instagram A post shared by ERNA (@ernathebrand) En svo er það þannig þegar maður stendur einn í svona hönnunarstússi að maður sinnir mörgum hlutverkum. Ég mun hella mér í að búa til netverslun strax eftir Hönnunarmars en það er vinna sem tekur tíma. Framundan er einfaldlega að halda áfram.
Tíska og hönnun HönnunarMars Tengdar fréttir „Þar mun ég eiga einhvers konar blint stefnumót“ Magnea Einarsdóttir er útskrifaður fatahönnuður með áherslu á prjón frá Central St Martins í London. Einnig lagði hún stund á nám í fatahönnun í Parsons Paris School of Design. Hún rekur fatamerkið MAGNEA sem er fáanlegt í versluninni Kiosk. 4. maí 2022 10:31 Bjóða nýbökuðum foreldrum að læra ungbarnanudd á Værðardýnunni Vinkonurnar og samstarfsfélagarnir Anna Katharina og Lena Csóti fengu hugmyndina að hönnun Værðardýnunnar eftir að hafa báðar unnið mikið með börnum. Nú bjóða þær nýbökuðum foreldrum á vinnustofu til þess að prófa hönnunina og læra grunnatriði í ungbarnanuddi. 3. maí 2022 16:32 „Í dag erum við mjög þakklát fyrir að hafa tekið áhættuna“ Inga Elín er hönnuður sem sló heldur betur í gegn með veltibollunum sem Íslendingar virðast ekki fá nóg af. Hún opnaði Gallerí á Skólavörðustíg í miðju Covid ásamt syni sínu og er spennt að taka þátt í HönnunarMars í ár með nýrri hönnun, skýjadiskum. 3. maí 2022 13:31 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Þar mun ég eiga einhvers konar blint stefnumót“ Magnea Einarsdóttir er útskrifaður fatahönnuður með áherslu á prjón frá Central St Martins í London. Einnig lagði hún stund á nám í fatahönnun í Parsons Paris School of Design. Hún rekur fatamerkið MAGNEA sem er fáanlegt í versluninni Kiosk. 4. maí 2022 10:31
Bjóða nýbökuðum foreldrum að læra ungbarnanudd á Værðardýnunni Vinkonurnar og samstarfsfélagarnir Anna Katharina og Lena Csóti fengu hugmyndina að hönnun Værðardýnunnar eftir að hafa báðar unnið mikið með börnum. Nú bjóða þær nýbökuðum foreldrum á vinnustofu til þess að prófa hönnunina og læra grunnatriði í ungbarnanuddi. 3. maí 2022 16:32
„Í dag erum við mjög þakklát fyrir að hafa tekið áhættuna“ Inga Elín er hönnuður sem sló heldur betur í gegn með veltibollunum sem Íslendingar virðast ekki fá nóg af. Hún opnaði Gallerí á Skólavörðustíg í miðju Covid ásamt syni sínu og er spennt að taka þátt í HönnunarMars í ár með nýrri hönnun, skýjadiskum. 3. maí 2022 13:31