Besta lið heims með of litla höll: „Yrði niðurlægjandi fyrir okkur og bæinn“ Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2022 23:02 Hanna Maria Yttereng og stöllur í Vipers Kristiansand gætu fyllt 5.000 manna höll að mati forráðamanna félagsins. EPA/Csaba Krizsan Evrópumeistarar Vipers Kristiansand í handbolta kvenna gætu þurft að yfirgefa Kristiansand og spila í öðrum bæ í Noregi vegna ófullnægjandi aðstöðu á heimavelli sínum. Norski ríkisfjölmiðillinn NRK fjallar um málið og segir að þrátt fyrir að lið Vipers Kristiansand sé í allra fremstu röð í heiminum þá sé íþróttahöllin sem liðið spili í, Aquarama, langt frá því að vera í sama klassa. Það er því ekki aðeins á Íslandi sem að menn eiga í vandræðum með að uppfylla kröfur handknattleikssambands Evrópu um húsakost. Samkvæmt NRK hafa Evrópumeistararnir verið með undanþágu til að spila Evrópuleiki í Aquarama en kröfurnar verða hertar eftir tvö ár. Á meðal þess sem þá verður krafist er að pláss sé fyrir 4.000 sitjandi áhorfendur. Í dag er aðeins pláss fyrir um 2.000 áhorfendur í Aquarama og því gæti Vipers þurft að spila heimaleiki sína í öðrum bæ, til að mynda í Arendal þar sem verið er að endurgera Sör Amfi höllina til að uppfylla alþjóðlegar kröfur. „Þetta yrði niðurlægjandi bæði fyrir okkur og bæinn. Þetta má bara ekki gerast,“ sagði Per Geir Lövstad, stjórnandi hjá Vipers Kristiansand, við NRK. Léku í 12.000 manna draumahöll þjálfarans Lövstad og félagar telja að hægt væri að selja 5.000 miða á stærstu leikina hjá Vipers og ósk þeirra er að fá höll sem rúmar þann fjölda. Það er á dagskránni að reisa nýja höll í Kristansand en sennilega eru enn nokkur ár í það, segir í frétt NRK. Vipers er að spila í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og vann sjö marka sigur í útileiknum gegn Krim Mercator í Slóveníu. Heimaleikur Vipers er svo 7. maí. Sigurinn í Slóveníu vann Vipers í 12.000 manna höll í Ljubljana sem notuð verður í úrslitunum á EM kvenna í desember. „Ég væri gjarnan til í að klóna þessa höll og koma fyrir í Kristiansand. Þetta er stórkostleg aðstaða,“ sagði Ole Gustav Gjekstad, þjálfari Vipers. Handbolti Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Norski ríkisfjölmiðillinn NRK fjallar um málið og segir að þrátt fyrir að lið Vipers Kristiansand sé í allra fremstu röð í heiminum þá sé íþróttahöllin sem liðið spili í, Aquarama, langt frá því að vera í sama klassa. Það er því ekki aðeins á Íslandi sem að menn eiga í vandræðum með að uppfylla kröfur handknattleikssambands Evrópu um húsakost. Samkvæmt NRK hafa Evrópumeistararnir verið með undanþágu til að spila Evrópuleiki í Aquarama en kröfurnar verða hertar eftir tvö ár. Á meðal þess sem þá verður krafist er að pláss sé fyrir 4.000 sitjandi áhorfendur. Í dag er aðeins pláss fyrir um 2.000 áhorfendur í Aquarama og því gæti Vipers þurft að spila heimaleiki sína í öðrum bæ, til að mynda í Arendal þar sem verið er að endurgera Sör Amfi höllina til að uppfylla alþjóðlegar kröfur. „Þetta yrði niðurlægjandi bæði fyrir okkur og bæinn. Þetta má bara ekki gerast,“ sagði Per Geir Lövstad, stjórnandi hjá Vipers Kristiansand, við NRK. Léku í 12.000 manna draumahöll þjálfarans Lövstad og félagar telja að hægt væri að selja 5.000 miða á stærstu leikina hjá Vipers og ósk þeirra er að fá höll sem rúmar þann fjölda. Það er á dagskránni að reisa nýja höll í Kristansand en sennilega eru enn nokkur ár í það, segir í frétt NRK. Vipers er að spila í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og vann sjö marka sigur í útileiknum gegn Krim Mercator í Slóveníu. Heimaleikur Vipers er svo 7. maí. Sigurinn í Slóveníu vann Vipers í 12.000 manna höll í Ljubljana sem notuð verður í úrslitunum á EM kvenna í desember. „Ég væri gjarnan til í að klóna þessa höll og koma fyrir í Kristiansand. Þetta er stórkostleg aðstaða,“ sagði Ole Gustav Gjekstad, þjálfari Vipers.
Handbolti Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira