Jón Stefán: „Markmaðurinn okkar vinnur þennan leik fyrir okkur” Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. maí 2022 21:53 Jón Stefán Jónsson (t.v.) var eðlilega sáttur við sigur kvöldsins. Mynd/Þór/KA Jón Stefán Jónsson, þjálfari Þór/KA, var virkilega hamingjusamur eftir að lið hans lagði Íslandsmeistara Vals að velli. Jón Stefán Jónsson, þjálfari Þór/KA, var virkilega hamingjusamur eftir að lið hans lagði Íslandsmeistara Vals að velli. „Bara rosalega ánægður með þennan leik og við kvittuðum aðeins fyrir Blikaleikinn, auðvitað vorum við minna með boltann og allt það en bara fyrir öllu að ná í þrjú stig.” „Við ætluðum að liggja til baka, við ætluðum ekki að liggja svona mikið til baka, við ætluðum kannski að hafa boltann eitthvað í leiknum en við nýttum bara færin okkar mjög vel. Það er ótrúlega gott að hafa tvær reyndar frammi sem slútta og ég ætla nú ekki að fara taka neitt af neinum þegar ég segi að markmaðurinn okkar (Harpa Jóhannsdóttir) vinnur þennan leik fyrir okkur, bara ótrúleg frammistaða.” Harpa Jóhannsdóttir, markmaður Þór/KA, varði fjölmörg dauðafæri í leiknum og var frábær á milli stanganna allan leikinn. Er þetta besti leikur sem Harpa hefur spilað? „Hún má þá hafa spilað helvíti vel ef hún ætlar að spila betur en þetta, þetta var bara ótrúleg frammistaða og ég bara gæti ekki verið ánægðari með það.” Jón Stefán var sammála undirrituðum að það sé draumur þjálfara þegar leikur er settur upp á þennan hátt og allt fer eftir áætlun eins og gerðist í kvöld. „Ég talaði um þetta við þær fyrir leik að það væri nú einhvernveginn þannig að maður fengi alltaf eitt færi í hvorum hálfleik, ég átti nú kannski ekki alveg von á því að þetta væri bara bókstaflega eitt færi í hvorum hálfleik og við myndum skora en eins og ég sagði áðan þá datt þetta klárlega okkar megin í dag.” Andrea Mist lenti í höfuðmeiðslum strax á 9. mínútu og þurfti að fara af velli. Jón Stefán segir það auðvitað hafa verið erfitt að missa hana út af svona snemma. „Lykilmaður í liðinu og Kimberley kom frábær inn á, það er ekki það, en hún er öllt önnur týpa af leikmanni og þá að sjálfsögðu riðlast þetta aðeins en varnarlega bara mjög hamingjusamur og mér fannst við gera mjög vel en Andrea er lykilmaður og það koma ekkert margir í staðinn fyrir hana.” „Ég held að hún sé bara nokkuð góð sko, ég held að það hafi nú meira verið að hún fékk gat á hausinn, mikið blóð, en ekki svimi eða eitthvað svoleiðis og ég á ekki von á öðru en að hún sé klár næst”, sagði Jón Stefán aðspurður hvernig heilsan á Andreu væri eftir höfuðhöggið.Þór/KA tapaði fyrsta leik sínum illa gegn Breiðablik, 4-1, og viðurkennir Jón Stefán að mikið púður hafi farið í undirbúning fyrir þennan leik. „Ég skal alveg viðurkenna það, við vorum ógeðslega svekkt með það sem við sýndum í Kópavogi og vildum kvitta fyrir og breyttum aðeins en ekkert eitthvað ógurlega miklu en bara gríðarlega ánægður, þetta gekk náttúrulega fullkomnlega upp varnarlega.” Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Þór/KA - Valur 2-1 | Norðankonur lögðu meistarana Þór/KA mætti Val í Bestu deild kvenna í Boganum í kvöld. Heimakonur unnu 2-1 baráttusigur en Valskonur fengu aragrúa af færum til að ná í það minnsta jafntefli. 3. maí 2022 21:19 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Sjá meira
Jón Stefán Jónsson, þjálfari Þór/KA, var virkilega hamingjusamur eftir að lið hans lagði Íslandsmeistara Vals að velli. „Bara rosalega ánægður með þennan leik og við kvittuðum aðeins fyrir Blikaleikinn, auðvitað vorum við minna með boltann og allt það en bara fyrir öllu að ná í þrjú stig.” „Við ætluðum að liggja til baka, við ætluðum ekki að liggja svona mikið til baka, við ætluðum kannski að hafa boltann eitthvað í leiknum en við nýttum bara færin okkar mjög vel. Það er ótrúlega gott að hafa tvær reyndar frammi sem slútta og ég ætla nú ekki að fara taka neitt af neinum þegar ég segi að markmaðurinn okkar (Harpa Jóhannsdóttir) vinnur þennan leik fyrir okkur, bara ótrúleg frammistaða.” Harpa Jóhannsdóttir, markmaður Þór/KA, varði fjölmörg dauðafæri í leiknum og var frábær á milli stanganna allan leikinn. Er þetta besti leikur sem Harpa hefur spilað? „Hún má þá hafa spilað helvíti vel ef hún ætlar að spila betur en þetta, þetta var bara ótrúleg frammistaða og ég bara gæti ekki verið ánægðari með það.” Jón Stefán var sammála undirrituðum að það sé draumur þjálfara þegar leikur er settur upp á þennan hátt og allt fer eftir áætlun eins og gerðist í kvöld. „Ég talaði um þetta við þær fyrir leik að það væri nú einhvernveginn þannig að maður fengi alltaf eitt færi í hvorum hálfleik, ég átti nú kannski ekki alveg von á því að þetta væri bara bókstaflega eitt færi í hvorum hálfleik og við myndum skora en eins og ég sagði áðan þá datt þetta klárlega okkar megin í dag.” Andrea Mist lenti í höfuðmeiðslum strax á 9. mínútu og þurfti að fara af velli. Jón Stefán segir það auðvitað hafa verið erfitt að missa hana út af svona snemma. „Lykilmaður í liðinu og Kimberley kom frábær inn á, það er ekki það, en hún er öllt önnur týpa af leikmanni og þá að sjálfsögðu riðlast þetta aðeins en varnarlega bara mjög hamingjusamur og mér fannst við gera mjög vel en Andrea er lykilmaður og það koma ekkert margir í staðinn fyrir hana.” „Ég held að hún sé bara nokkuð góð sko, ég held að það hafi nú meira verið að hún fékk gat á hausinn, mikið blóð, en ekki svimi eða eitthvað svoleiðis og ég á ekki von á öðru en að hún sé klár næst”, sagði Jón Stefán aðspurður hvernig heilsan á Andreu væri eftir höfuðhöggið.Þór/KA tapaði fyrsta leik sínum illa gegn Breiðablik, 4-1, og viðurkennir Jón Stefán að mikið púður hafi farið í undirbúning fyrir þennan leik. „Ég skal alveg viðurkenna það, við vorum ógeðslega svekkt með það sem við sýndum í Kópavogi og vildum kvitta fyrir og breyttum aðeins en ekkert eitthvað ógurlega miklu en bara gríðarlega ánægður, þetta gekk náttúrulega fullkomnlega upp varnarlega.”
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Þór/KA - Valur 2-1 | Norðankonur lögðu meistarana Þór/KA mætti Val í Bestu deild kvenna í Boganum í kvöld. Heimakonur unnu 2-1 baráttusigur en Valskonur fengu aragrúa af færum til að ná í það minnsta jafntefli. 3. maí 2022 21:19 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: Þór/KA - Valur 2-1 | Norðankonur lögðu meistarana Þór/KA mætti Val í Bestu deild kvenna í Boganum í kvöld. Heimakonur unnu 2-1 baráttusigur en Valskonur fengu aragrúa af færum til að ná í það minnsta jafntefli. 3. maí 2022 21:19
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti