Fótbolti

Atletico Madrid neitar að standa heiðursvörð fyrir Real Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Barcelona standa hér heiðursvörð fyrir leikmenn Real Madrid þegar þeir höfðu tryggt sér titilinn vorið 2008.
Leikmenn Barcelona standa hér heiðursvörð fyrir leikmenn Real Madrid þegar þeir höfðu tryggt sér titilinn vorið 2008. Getty/Denis Doyle

Real Madrid er búið að tryggja sér spænska meistaratitilinn í 35. skiptið. Það eru enn fjórir leikir eftir og sá næsti er á heimavelli nágrannanna í Atletico Madrid á Wanda Metropolitano leikvanginum.

Eins og venjan er á mörgum stöðum þá standa lið heiðursvörð fyrir nýkrýndum meisturum ef þeir hafa tryggt sér titilinn fyrir lokaumferðirnar.

Atletico Madrid sagði hins vegar þvert nei við því að standa heiðursvörð fyrir Real Madrid í leik liðanna á sunnudaginn.

Forráðamenn Atletico segja tillöguna tilraun til þess að gera gys að leikmönnum þeirra og ýta undir ágreining milli stuðningsmanna félaganna.

Real tryggði sér titilinn með 4-0 sigri á Espanyol síðasta laugardag. Atletico Madrid varð meistari í fyrra og er því að sjá á eftir titlinum í hendur nágranna sinn.

Real hefur unnið spænska titilinn 24 sinnum oftar en nágrannar sínir sem unnu hann í ellefta skiptið á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×