Sterkur heimamarkaður lykilatriði fyrir hönnunargeirann Helgi Ómarsson skrifar 5. maí 2022 07:01 Aðsend Bjarney Harðardóttir er leiðandi afl innan íslenska hönnunargeirans. Hún er bæði eigandi Rammagerðarinnar og 66°Norður og hefur verið frumkvöðull að koma íslenskri hönnun á framfæri bæði hér á landi og erlendis. Hér á landi spilar verslunin Rammagerðin mikilvægt hlutverk innan hönnunargeirans en um er að ræða stóran söluvettvang fyrir íslenska hönnun og framleiðslu á Íslandi. Á HönnunarMars í ár munu Hlín Reykdal kynna línuna sína Blóm í versluninni í Kringlunni, myndlistarkonan Sísí Ingólfsdóttir bíður fólki í saumaklúbb í versluninni á Skólavörðustíg og í Hörpunni verður til sýnis draumkennt matarborð í samstarfi við hóp íslenskra hönnuða. Íslensk hönnun einstök Í samtali við Lífið segir Bjarney að ástríða hennar á íslenskri hönnun endurspeglast í gæðunum. „Mér hefur vanta upp á stuðning við hönnunargeirann á Íslandi og ég hef unnið að því með 66°Norður og Rammagerðinni að styðja við íslenska hönnun. Það sem einkennir íslenska hönnun að hún er sjaldan fjöldaframleitt, oft handgerð og einstök. Það er mikil saga og hugsun á bak við vöruna. Þú átt því eitthvað sem sést ekki alls staðar og gerir því heimili þitt meira spennandi að mínu mati. Ég hef mikla trú á sérstöðu íslenskrar hönnunar en hún er klárlega samkeppnishæf á alþjóða vettvangi," segir Bjarney. Leiðandi að koma íslenskri hönnun á framfæri Stofnað árið 1940 en þá var áherslan á gjafavöru úr íslenskri ull og íslensku keramiki. „Verslunin hefur breyst mikið síðustu ár og í takt við hönnunarsamfélagið á Íslandi og endurspeglar þá grósku sem hefur verið þar.“ Rammagerðin hefur verið leiðandi á Íslandi að koma íslensku handverki og hönnun á framfæri í verslunum sínum. „Megin áherslur okkar í dag er að styðja við vöxt og nýsköpun á sviði hönnunar og handverks. Við höfum verið að vinna með fjölmörgum íslenskum hönnuðum í gegnum tíðina og það er mikilvægt að það sé vettvangur fyrir hönnuði að koma sinni vöru á framfæri. Okkar markmið er að Rammagerðin komi upp í huga neytenda þegar þeir hugsa um íslenska hönnun.“ Sterkur heimamarkaður lykilatriði fyrir hönnunargeirann Aðspurð hvort Bjarney telur mikilvægt að íslenskir neytendur styðji við íslenska vöruhönnuðir segir hún að það sé lykilatriði að það sé sterkur heimamarkaður til að hönnunargeirinn hér á landi geti dafnað og vaxið. „Ég tel að Hönnunarmars hafi náð að vekja athygli á íslenskri hönnun og gæðum hennar en til að lyfta geiranum upp á hærri stall þannig að geirinn verði sjálfbær þarf íslenskt atvinnulíf að vakna til lífsins og styðja við íslenska hönnun. Byggingargeirinn og í raun allir atvinnugeirar geta nýtt miklu betur íslenska hönnun. Hugvit og hönnun er óþrjótandi auðlindir og við þurfum að horfa til skapandi greina sem nýju hagvaxtarsprotana það er ekki hægt að byggja stöðugan hagvöxt óháð fiskistofnum eða stóriðju.“ segir Bjarney að lokum. HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022. Tíska og hönnun HönnunarMars Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Hér á landi spilar verslunin Rammagerðin mikilvægt hlutverk innan hönnunargeirans en um er að ræða stóran söluvettvang fyrir íslenska hönnun og framleiðslu á Íslandi. Á HönnunarMars í ár munu Hlín Reykdal kynna línuna sína Blóm í versluninni í Kringlunni, myndlistarkonan Sísí Ingólfsdóttir bíður fólki í saumaklúbb í versluninni á Skólavörðustíg og í Hörpunni verður til sýnis draumkennt matarborð í samstarfi við hóp íslenskra hönnuða. Íslensk hönnun einstök Í samtali við Lífið segir Bjarney að ástríða hennar á íslenskri hönnun endurspeglast í gæðunum. „Mér hefur vanta upp á stuðning við hönnunargeirann á Íslandi og ég hef unnið að því með 66°Norður og Rammagerðinni að styðja við íslenska hönnun. Það sem einkennir íslenska hönnun að hún er sjaldan fjöldaframleitt, oft handgerð og einstök. Það er mikil saga og hugsun á bak við vöruna. Þú átt því eitthvað sem sést ekki alls staðar og gerir því heimili þitt meira spennandi að mínu mati. Ég hef mikla trú á sérstöðu íslenskrar hönnunar en hún er klárlega samkeppnishæf á alþjóða vettvangi," segir Bjarney. Leiðandi að koma íslenskri hönnun á framfæri Stofnað árið 1940 en þá var áherslan á gjafavöru úr íslenskri ull og íslensku keramiki. „Verslunin hefur breyst mikið síðustu ár og í takt við hönnunarsamfélagið á Íslandi og endurspeglar þá grósku sem hefur verið þar.“ Rammagerðin hefur verið leiðandi á Íslandi að koma íslensku handverki og hönnun á framfæri í verslunum sínum. „Megin áherslur okkar í dag er að styðja við vöxt og nýsköpun á sviði hönnunar og handverks. Við höfum verið að vinna með fjölmörgum íslenskum hönnuðum í gegnum tíðina og það er mikilvægt að það sé vettvangur fyrir hönnuði að koma sinni vöru á framfæri. Okkar markmið er að Rammagerðin komi upp í huga neytenda þegar þeir hugsa um íslenska hönnun.“ Sterkur heimamarkaður lykilatriði fyrir hönnunargeirann Aðspurð hvort Bjarney telur mikilvægt að íslenskir neytendur styðji við íslenska vöruhönnuðir segir hún að það sé lykilatriði að það sé sterkur heimamarkaður til að hönnunargeirinn hér á landi geti dafnað og vaxið. „Ég tel að Hönnunarmars hafi náð að vekja athygli á íslenskri hönnun og gæðum hennar en til að lyfta geiranum upp á hærri stall þannig að geirinn verði sjálfbær þarf íslenskt atvinnulíf að vakna til lífsins og styðja við íslenska hönnun. Byggingargeirinn og í raun allir atvinnugeirar geta nýtt miklu betur íslenska hönnun. Hugvit og hönnun er óþrjótandi auðlindir og við þurfum að horfa til skapandi greina sem nýju hagvaxtarsprotana það er ekki hægt að byggja stöðugan hagvöxt óháð fiskistofnum eða stóriðju.“ segir Bjarney að lokum. HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022.
HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022.
Tíska og hönnun HönnunarMars Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira