Gerum rétt í Reykjavík og frelsum menntun barna frá greiðsluseðlunum Líf Magneudóttir skrifar 3. maí 2022 12:31 Öll börn eiga rétt á menntun óháð tekjum foreldra þeirra. Þess vegna er ekki rétt að láta þau borga skólagjöld í leikskólum. Það er heldur ekki rétt að láta þau borga fyrir skólamáltíðir. Við Vinstri græn viljum gera það sem er rétt. Þess vegna höfum við unnið að því í borgarstjórn Reykjavíkur að gera menntun barna gjaldfrjálsa bæði í leik- og grunnskólum og frístundaheimilum. Frá árinu 2014 höfum við átt aðild að meirihlutasamstarfi í borgarstjórn þar sem við höfum barist fyrir því að gera menntun barna gjaldfrjálsa. Þrátt fyrir að samstarfsflokkar okkar deili ekki með okkur þessari stefnu hefur okkur engu að síður tekist að sannfæra þau um að stíga nokkur mikilvæg skref í þessa átt. Það er ekki tilviljun að leikskólagjöld í Reykjavík eru þau lægstu á landinu. Sem dæmi má nefna að leikskólagjöld fyrir eitt barn eru 14.300 krónum lægri í Reykjavík en í nágrannasveitarfélaginu Garðabæ. Það eru 143 þúsund krónur á ári. Í Reykjavík borga foreldrar margra barna aðeins eitt námsgjald þvert á skólastig (leikskóli og frístund) öfugt við flest önnur sveitarfélög. Eins greiða foreldrar margra barna aðeins skólamáltíðir fyrir tvö börn þvert á skólastig. Allt þetta er tilkomið vegna skýrrar stefnu okkar Vinstri grænna og baráttu. Þessari réttlætisbaráttu okkar er hins vegar ekki lokið. Við viljum ganga lengra og tryggja öllum börnum í Reykjavík gjaldfrjálsa menntun. Til þess þurfum við fleiri borgarfulltrúa og að raddir þeirra ómi í borgarstjórn. Með einn borgarfulltrúa í tólf fulltrúa meirihluta hefur okkur tekist að færast nær markmiði okkar um endurgjaldslausa menntun. Með hverju atkvæði og hverjum borgarfulltrúa sem við bætum við okkur munum við færast nær því markmiði. Gerum það sem er rétt fyrir börn og foreldra þeirra og stuðlum að jafnrétti til náms óháð öllum tekjum reykvískra heimila. Verið með okkur í liði í þessu réttlætismáli og setjum X við V 14. maí. Þá rennur upp sá dagur að öll börn sitja við sama borð. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Öll börn eiga rétt á menntun óháð tekjum foreldra þeirra. Þess vegna er ekki rétt að láta þau borga skólagjöld í leikskólum. Það er heldur ekki rétt að láta þau borga fyrir skólamáltíðir. Við Vinstri græn viljum gera það sem er rétt. Þess vegna höfum við unnið að því í borgarstjórn Reykjavíkur að gera menntun barna gjaldfrjálsa bæði í leik- og grunnskólum og frístundaheimilum. Frá árinu 2014 höfum við átt aðild að meirihlutasamstarfi í borgarstjórn þar sem við höfum barist fyrir því að gera menntun barna gjaldfrjálsa. Þrátt fyrir að samstarfsflokkar okkar deili ekki með okkur þessari stefnu hefur okkur engu að síður tekist að sannfæra þau um að stíga nokkur mikilvæg skref í þessa átt. Það er ekki tilviljun að leikskólagjöld í Reykjavík eru þau lægstu á landinu. Sem dæmi má nefna að leikskólagjöld fyrir eitt barn eru 14.300 krónum lægri í Reykjavík en í nágrannasveitarfélaginu Garðabæ. Það eru 143 þúsund krónur á ári. Í Reykjavík borga foreldrar margra barna aðeins eitt námsgjald þvert á skólastig (leikskóli og frístund) öfugt við flest önnur sveitarfélög. Eins greiða foreldrar margra barna aðeins skólamáltíðir fyrir tvö börn þvert á skólastig. Allt þetta er tilkomið vegna skýrrar stefnu okkar Vinstri grænna og baráttu. Þessari réttlætisbaráttu okkar er hins vegar ekki lokið. Við viljum ganga lengra og tryggja öllum börnum í Reykjavík gjaldfrjálsa menntun. Til þess þurfum við fleiri borgarfulltrúa og að raddir þeirra ómi í borgarstjórn. Með einn borgarfulltrúa í tólf fulltrúa meirihluta hefur okkur tekist að færast nær markmiði okkar um endurgjaldslausa menntun. Með hverju atkvæði og hverjum borgarfulltrúa sem við bætum við okkur munum við færast nær því markmiði. Gerum það sem er rétt fyrir börn og foreldra þeirra og stuðlum að jafnrétti til náms óháð öllum tekjum reykvískra heimila. Verið með okkur í liði í þessu réttlætismáli og setjum X við V 14. maí. Þá rennur upp sá dagur að öll börn sitja við sama borð. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun