Lífið

Pípari sem er alveg kominn með nóg af klámkynslóðinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Píparinn sem lenti í sérstakri reynslu með einn kúnna. 
Píparinn sem lenti í sérstakri reynslu með einn kúnna. 

Söngkonan og aktivistinn Sólborg Guðbrandsdóttir fór af stað með þættina Fávitar á Stöð 2+ efnisveitunni fyrr á árinu og eru nú þegar sex þættir aðgengilegir.

Sólborg sá um Instagram reikninginn Fávitar á árunum 2016-2020, sem var átak gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi og má segja að þættirnir hafi orðið til í kjölfarið.

Um er að ræða kynfræðsluþætti fyrir fólk á öllum aldri. Þættirnir eru framleiddir af Ketchup Creative.

Í fimmta þættinum er fjallað um klám og fantasíur. Það var meðal annars farið yfir það hvernig steríó týpískt atriði úr klámmynd skekkir oft ímynd ákveðna stétta eins og pípara til að mynda. Þetta kom skemmtilega fram í skets í þættinum eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Pípari sem er alveg kominn með nóg af klámkynslóðinni





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.