Skoðun

Betri tækifæri til fjarvinnu og fjarnáms á landsbyggðinni

Alexandra Rós Jóhannesdóttir skrifar

Í blómlegu samfélagi eins og í Hrunamannahrepp þurfum við að velta fyrir okkur hvað við getum gert til þess að laða nýtt fólk til okkar og gera vel við íbúa sem búa hér fyrir. Það er grundvallarréttur hjá okkur eins og öðrum landsmönnum að það sé jöfn búsetuskilyrði í landinu.

Við þurfum sporna við skertri þjónustu þegar kemur að vali á búsetu í landsbyggðinni.

Til þess að vinna að aukinni velferð í sveitinni okkar og láta hjól atvinnulífsins snúast þarf að skoða nútíma samgöngur og öflugt fjarskiptasamband. Atvinnumöguleikar eru réttur okkar hvar á landinu sem að við erum staðsett. Við viljum kostinn til þess að nýta þá menntun sem við höfum aflað okkur og vinna við það í heimabyggð. Tækifæri fólks til þess að búa á öllum stöðum á landinu myndi aukast við innleiðingu þessa og við getum hækkað þær kröfur sem að við höfum til samfélagsins.

Ég tel mikilvægt baráttumál landsbyggðarinnar að það sé fundin farvegur til þess að fá betri tækifæri til fjarvinnu og fjarnáms svo að ungir sem aldnir njóti góðs af enda eiga allir að eiga tækifæri til þess að njóta sín og vaxa í starfi og námi óháð stöðu, stétt og ekki síst búsetu.

Það er partur að farsælli framtíð afkomenda okkar og sveitarfélagsins í heild.

Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á L-listanum í Hrunamannahreppi.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×