Viðey í fortíð og framtíð Ari Tryggvason skrifar 3. maí 2022 08:31 Við hjá Ábyrgri framtíð hugðumst fara í vettvangskönnun til Viðeyjar. Það var hægara sagt en gert, því engar siglingar eru í boði yfir vetrarmánuðina. Fyrsta ferðin verður daginn eftir bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar, að öllu óbreyttu. Reyndar var eyjan mjög vinsæl af íbúum Reykjavíkur fyrir rúmlega hundrað árum er þeir vöndu komur sínar þangað til skemmtiferða á sunnudögum. Trúlega hafa þeir Reykvíkingar getað keypt sér ferska mjólk með nestinu sínu úr þeim kúm sem þar voru á beit úr fullkomnasta búi landsins á þeim tíma. Valkostur í stað Sundabrautar Þó að við eigum þess ekki kost nú að fá Viðeyjar-mjólk út í kaffið okkar í heimsókn þangað, getur Viðey leikið stærra hlutverk í lífi okkar án þess að skaða gildi hennar til útivistar og sem varpland fugla. Þar að auki geymir Viðey merka sögu sem hluti byggðar í landinu. Með botngöngum frá Skarfagarði og vegi suð-austur með eyjunni, trúlega frekar norðan megin en sunnan og yfir grynningarnar í Gufunes, er kominn valkostur í stað Sundabrautar sem ýmsir íbúar Kjalarness hafa beðið eftir í um 20 ár. Ennfremur felur „Viðeyjarleiðin‟ í sér tengingu við Kjalarnes með jarðgöngum norður í Brimnes á Kjalarnesi. Þetta yrðu göng svipuð Hvalfjarðargöngum að lengd og væru ekki síður ábótasöm fjárfesting og ætti að hugnast Kjalnesingum og íbúum almennt á Vesturlandi. Húsnæði og saga Húsnæðisverð er í hæstu hæðum og helsta málið í kosningabaráttunni eins og vænta mátti. Gríðarlegir möguleikar í húsnæðismálum opnast með þessari leið. Nýtt byggingarland á Kjalarnesi og í Kollafirði verður í örskotsfjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur. Það yrði engin nýlunda að nýta þá fjölþættu möguleika sem eyjan býr yfir. Árið 1938 bjuggu 138 manns þar eftir að Kárafélagið gerði hana að útgerðarstöð sinni. En útgerð var engin nýlunda þá úr eyjunni, hið svokallaða Milljónafélag gerði út þaðan uppúr aldamótunum 1900 með miklum hafnarframkvæmdum sem tóku gömlu höfninni í Reykjavík fram. Saga Viðeyjar er litlu styttri en saga landnáms Íslands. Hún er í það minnsta eins löng og saga kristni í landinu. Munkaklaustur var stofnað á eyjunni árið 1225, sem óx verulega að efnum og átti miklar jarðir. Saga klaustursins er samofin sögu kristninnar og siðaskiptanna sem lögfest voru á Alþingi 1541. Örlög klaustursins voru táknræn fyrir þá valdabaráttu sem átti sér stað í aðdraganda siðaskiptanna, en menn Danakonungs rændu því tveimum árum áður en hinn nýi siður var lögfestur. Þær eru ekki margar ferðirnar sem ég hef farið út í Viðey. Mér heyrist að svo sé um marga aðra. Trúlega er lítill vilji til að endurreisa iðnað og útgerð frá henni enda lítil ástæða til. Hins vegar má endurvekja mikilvægi hennar. Við getum gert það með því að gera hana aðgengilega og um leið mikilvæga samgönguleið. Slík samgöngubót yrði að vera í sátt við fugla og menn en suð-vestur hluti eyjarinnar er friðað varpland. Með þessu móti gæti Viðey gegnt hlutverki sem mikilvæg útivistarparadís Reykvíkinga og þeirra sem sækja borgina heim ásamt stökkpalli í jaðarbyggðir borgarinnar og út á land. Viðeyjarstofa er fyrsta steinhúsið sem reist var á Íslandi sem embættisbústaður Skúla Magnússonar, nýskipaðs landfógeta þá. Viðeyjarkirkja er litlu yngri. Vissulega virðast tillögur okkar í Ábyrgri framtíð vera djarfar. Ef til vill eru þær í anda Skúla Magnússonar, brautryðjanda og frumkvöðuls. Hvað segja kjósendur? Er ekki vert að skoða þessa hugmynd okkar af alvöru? Meta og ræða, kosti og galla. Höfundur er í framboði fyrir Ábyrga framtíð í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ábyrg framtíð Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Við hjá Ábyrgri framtíð hugðumst fara í vettvangskönnun til Viðeyjar. Það var hægara sagt en gert, því engar siglingar eru í boði yfir vetrarmánuðina. Fyrsta ferðin verður daginn eftir bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar, að öllu óbreyttu. Reyndar var eyjan mjög vinsæl af íbúum Reykjavíkur fyrir rúmlega hundrað árum er þeir vöndu komur sínar þangað til skemmtiferða á sunnudögum. Trúlega hafa þeir Reykvíkingar getað keypt sér ferska mjólk með nestinu sínu úr þeim kúm sem þar voru á beit úr fullkomnasta búi landsins á þeim tíma. Valkostur í stað Sundabrautar Þó að við eigum þess ekki kost nú að fá Viðeyjar-mjólk út í kaffið okkar í heimsókn þangað, getur Viðey leikið stærra hlutverk í lífi okkar án þess að skaða gildi hennar til útivistar og sem varpland fugla. Þar að auki geymir Viðey merka sögu sem hluti byggðar í landinu. Með botngöngum frá Skarfagarði og vegi suð-austur með eyjunni, trúlega frekar norðan megin en sunnan og yfir grynningarnar í Gufunes, er kominn valkostur í stað Sundabrautar sem ýmsir íbúar Kjalarness hafa beðið eftir í um 20 ár. Ennfremur felur „Viðeyjarleiðin‟ í sér tengingu við Kjalarnes með jarðgöngum norður í Brimnes á Kjalarnesi. Þetta yrðu göng svipuð Hvalfjarðargöngum að lengd og væru ekki síður ábótasöm fjárfesting og ætti að hugnast Kjalnesingum og íbúum almennt á Vesturlandi. Húsnæði og saga Húsnæðisverð er í hæstu hæðum og helsta málið í kosningabaráttunni eins og vænta mátti. Gríðarlegir möguleikar í húsnæðismálum opnast með þessari leið. Nýtt byggingarland á Kjalarnesi og í Kollafirði verður í örskotsfjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur. Það yrði engin nýlunda að nýta þá fjölþættu möguleika sem eyjan býr yfir. Árið 1938 bjuggu 138 manns þar eftir að Kárafélagið gerði hana að útgerðarstöð sinni. En útgerð var engin nýlunda þá úr eyjunni, hið svokallaða Milljónafélag gerði út þaðan uppúr aldamótunum 1900 með miklum hafnarframkvæmdum sem tóku gömlu höfninni í Reykjavík fram. Saga Viðeyjar er litlu styttri en saga landnáms Íslands. Hún er í það minnsta eins löng og saga kristni í landinu. Munkaklaustur var stofnað á eyjunni árið 1225, sem óx verulega að efnum og átti miklar jarðir. Saga klaustursins er samofin sögu kristninnar og siðaskiptanna sem lögfest voru á Alþingi 1541. Örlög klaustursins voru táknræn fyrir þá valdabaráttu sem átti sér stað í aðdraganda siðaskiptanna, en menn Danakonungs rændu því tveimum árum áður en hinn nýi siður var lögfestur. Þær eru ekki margar ferðirnar sem ég hef farið út í Viðey. Mér heyrist að svo sé um marga aðra. Trúlega er lítill vilji til að endurreisa iðnað og útgerð frá henni enda lítil ástæða til. Hins vegar má endurvekja mikilvægi hennar. Við getum gert það með því að gera hana aðgengilega og um leið mikilvæga samgönguleið. Slík samgöngubót yrði að vera í sátt við fugla og menn en suð-vestur hluti eyjarinnar er friðað varpland. Með þessu móti gæti Viðey gegnt hlutverki sem mikilvæg útivistarparadís Reykvíkinga og þeirra sem sækja borgina heim ásamt stökkpalli í jaðarbyggðir borgarinnar og út á land. Viðeyjarstofa er fyrsta steinhúsið sem reist var á Íslandi sem embættisbústaður Skúla Magnússonar, nýskipaðs landfógeta þá. Viðeyjarkirkja er litlu yngri. Vissulega virðast tillögur okkar í Ábyrgri framtíð vera djarfar. Ef til vill eru þær í anda Skúla Magnússonar, brautryðjanda og frumkvöðuls. Hvað segja kjósendur? Er ekki vert að skoða þessa hugmynd okkar af alvöru? Meta og ræða, kosti og galla. Höfundur er í framboði fyrir Ábyrga framtíð í Reykjavík.
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar