„Þar mun ég eiga einhvers konar blint stefnumót“ Elísabet Hanna skrifar 4. maí 2022 10:31 Hönnuðurinn Magnea Einarsdóttir tekur þátt í Design Diplomacy x Noregur á HönnunarMars. Aðsend. Magnea Einarsdóttir er útskrifaður fatahönnuður með áherslu á prjón frá Central St Martins í London. Einnig lagði hún stund á nám í fatahönnun í Parsons Paris School of Design. Hún rekur fatamerkið MAGNEA sem er fáanlegt í versluninni Kiosk. Í ár tekur Magnea meðal annars þátt í Design Diplomacy x Noregur á HönnunarMars. Í hönnun sinni leggur Magnea áherslu á nýstárleg efni, prjón og fleira. Meðal þess má nefna yfirhafnir úr íslenskri ull framleiddar hérlendis, sem nýlega hlutu tilnefningu til Íslensku hönnunarverðlaunanna árið 2021. Fatalínur hönnuðarins eru byggðar á hugmyndafræði hennar um ferska og sjálfbæra nálgun á prjón og íslenska ull. Með áherslu á tilraunir og handverk, litasamsetningar og smáatriði skapar hönnuðurinn og þróar ný efni fyrir hverja línu og útfærir vandlega í einföld form og nútímalega hönnun fyrir konur á öllum aldri. Hönnun frá Magneu.Aðsend. Blaðamaður fékk að taka púlsinn á Magneu fyrir Hönnunarmars. Hvernig er stemningin fyrir HönnunarMars?Ég er spennt fyrir HönnunarMars eins og alltaf en þetta er ákveðin uppskeruhátíð fyrir okkur hönnuði og bæði tækifæri til að kynnast því nýjasta úr hugarheimi íslenskra hönnuða sem og að sýna sig og sjá aðra. Ég hef tekið þátt með ýmsu móti en í ár verð ég ekki með sýningu heldur tek þátt í viðburðum, bæði í versluninni minni Kiosk við Grandagarð og einnig í Design Diplomacy hjá norska sendiráðinu. „Þar mun ég eiga einhvers konar blint stefnumót við norska fatahönnuðinn Elisabeth Stray Pedersen á föstudaginn.“ Daginn eftir verður móttaka í Kiosk milli klukkan 15:00-17:00 þar sem Elisabeth mun kynna sína hönnun og verða veitingar í boði norska sendiráðsins. View this post on Instagram A post shared by Magnea Einarsdo ttir (@magneaeinarsdottir) Hvernig leggst viðburðurinn í þig og hefurðu tekið þátt í svona áður?Þetta leggst bara mjög vel í mig og ég hlakka til að kynnast Elisabeth og eiga samtal við hana. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki verið viðstödd Design Diplomacy fyrr. Hugmyndin kemur frá Finnlandi og eru viðburðirnir framleiddir í samstarfi við Helsinki Design Week. Sérsniðin spurningaspjöld eru notuð til þess að hefja hönnunarmiðaða umræðu og mun gestum gefast tækifæri til að hlusta á okkur bera saman bækur okkar og ræða um ýmis hönnunartengd málefni. Samtalið heldur svo áfram yfir kaffibolla eða drykk á heimili sendiherrans. Hönnun frá Magneu.Aðsend. Hver heldur þú að sé helsti munurinn á milli lista og hönnunarumhverfisins hér og þar?Það virðist vera mjög mikil gróska í hönnunargeiranum í Osló, þá sérstaklega í fatahönnun og ég held að við eigum meira sameiginlegt en ekki. Þau eru á vissum byrjunarreit eins og við hér og eru ekki með eins rótgróna tískusenu eins og t.d. Danmörk og Svíþjóð, þar sem áherslur í verðmætasköpun hafa verið aðrar þar eins og hér. Það getur verið hamlandi að ákveðnu leyti en einnig boðið upp á ýmsa möguleika, sérstaklega þegar litið er til þeirra áskoranna sem alþjóðlegur tískuheimur stendur frammi fyrir í dag. Norskir fatahönnuðir vinna út frá ákveðnu manifesto þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi og við hér á Íslandi höfum einnig burði til að vera leiðandi á því sviði. View this post on Instagram A post shared by Magnea Einarsdo ttir (@magneaeinarsdottir) Eigið þið mikið sameiginlegt sem hönnuðir?Ég þekkti ekki til hennar fyrr en hugmyndin var kynnt fyrir mér en við nánari skoðun kom í ljós að við virðumst eiga ýmislegt sameiginlegt á hönnunarsviðinu. Enda var okkur sennilega teflt saman þess vegna. Hún tók yfir rótgróna verksmiðju í Osló fyrir nokkrum árum sem hefur framleitt ullarvörur í áratugi og hefur hún byggt upp tískumerki úr staðbundnu hráefni og framleiðslu sl ár. Elisabeth notar ull af norskum kindum sem ganga frjálsar um hálendin. Fatamerkið á einnig í samstarfi við sérvalið norskt handverksfólk, allt niður í tvinna og borða sem eru framleiddir innanlands. Hönnun frá Magneu.Aðsend. Ég hef verið að vinna með íslensku ullina frá því ég útskrifaðist og hef unnið með framleiðendum í Reykjavík að því að þróa hágæða tískuvöru úr þessu staðbundna hráefni með áherslu á yfirhafnir sem eru kynntar sérstaklega undir heitinu made in reykjavík sem vekur um leið athygli á uppruna vörunnar. Hönnun frá Magneu.Aðsend. Með verkefninu vil ég stuðla að auknum rekjanleika og gegnsæi en þau atriði eru talin aflgjafi aukinnar sjálfbærni í tískuiðnaði. Það sem er einstakt við virðiskeðju verkefnisins er að allt ferli vörunnar gerist innan Höfuðborgarsvæðisins. Sérstaða vörunnar er sú að hugvitið, hráefnið og framleiðslan er öll unnin á sama stað sem gefur gæðastimpil og minnkar kolefnisspor. Heldur þú að það verði eitthvað samvinnuverkefni sem komi út úr þessu?Það er aldrei að vita, allavega mun það víkka sjóndeildarhringinn og efla tengslanetið sem er alltaf jákvætt. Magnea Einarsdóttir leggur áherslu á nýstárleg efni, prjón og fleira.Vísir/Vilhelm Hefur þú áður farið í heimsókn til sendiherra?Já, ég hef átt nokkra snertifleti við sendiráð og sendiherra í gegnum tíðina. Sendiherra Íslands í París heimsótti t.d. showroomið mitt þegar ég tók þátt í Paris Fashion Week og þegar ég var nýútskrifuð var mér ásamt tveimur ungum íslenskum hönnuðum boðið til Berlínar á vegum íslenska sendiráðsins þar til að taka þátt í kynningardagskrá fyrir unga norræna hönnuði. Þar fengum við mjög flottar móttökur, vorum lóðsuð um borgina í nokkra daga og héldum svo hvert sitt erindi um okkar hönnun í tengslum við sýninguna Nordic Design Today. Hönnun frá Magneu.Aðsend. Hvar sækir þú þér innblástur?Frá öllu og engu í rauninni. Ég hef lært og þjálfast í því að vera sífellt með öll skilningarvit opin fyrir innblæstri en svo getur það verið marglaga hvernig hann endurspeglast í hönnunarferlinu hvort sem það er að prófa nýjar samsetningar af litum, hráefnum, smáatriðum eða aðferðum út frá hverju því sem vekur forvitni þá stundina. Hvað varðar efnisval þá leita ég fyrst og fremst í náttúruleg eða endurunnin hráefni. Íslenska ullin er alltaf með en hana nota ég í yfirhafnir sem ég þróa í samstarfi við verksmiðjur og handverksfólk í Reykjavík. Sniðin eru einföld, klassísk og kvenleg þar sem ég legg áherslu á að efnin og smáatriðin fái að njóta sín. HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022. HönnunarMars Tíska og hönnun Prjónaskapur Tengdar fréttir Bjóða nýbökuðum foreldrum að læra ungbarnanudd á Værðardýnunni Vinkonurnar og samstarfsfélagarnir Anna Katharina og Lena Csóti fengu hugmyndina að hönnun Værðardýnunnar eftir að hafa báðar unnið mikið með börnum. Nú bjóða þær nýbökuðum foreldrum á vinnustofu til þess að prófa hönnunina og læra grunnatriði í ungbarnanuddi. 3. maí 2022 16:32 „Í dag erum við mjög þakklát fyrir að hafa tekið áhættuna“ Inga Elín er hönnuður sem sló heldur betur í gegn með veltibollunum sem Íslendingar virðast ekki fá nóg af. Hún opnaði Gallerí á Skólavörðustíg í miðju Covid ásamt syni sínu og er spennt að taka þátt í HönnunarMars í ár með nýrri hönnun, skýjadiskum. 3. maí 2022 13:31 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Í ár tekur Magnea meðal annars þátt í Design Diplomacy x Noregur á HönnunarMars. Í hönnun sinni leggur Magnea áherslu á nýstárleg efni, prjón og fleira. Meðal þess má nefna yfirhafnir úr íslenskri ull framleiddar hérlendis, sem nýlega hlutu tilnefningu til Íslensku hönnunarverðlaunanna árið 2021. Fatalínur hönnuðarins eru byggðar á hugmyndafræði hennar um ferska og sjálfbæra nálgun á prjón og íslenska ull. Með áherslu á tilraunir og handverk, litasamsetningar og smáatriði skapar hönnuðurinn og þróar ný efni fyrir hverja línu og útfærir vandlega í einföld form og nútímalega hönnun fyrir konur á öllum aldri. Hönnun frá Magneu.Aðsend. Blaðamaður fékk að taka púlsinn á Magneu fyrir Hönnunarmars. Hvernig er stemningin fyrir HönnunarMars?Ég er spennt fyrir HönnunarMars eins og alltaf en þetta er ákveðin uppskeruhátíð fyrir okkur hönnuði og bæði tækifæri til að kynnast því nýjasta úr hugarheimi íslenskra hönnuða sem og að sýna sig og sjá aðra. Ég hef tekið þátt með ýmsu móti en í ár verð ég ekki með sýningu heldur tek þátt í viðburðum, bæði í versluninni minni Kiosk við Grandagarð og einnig í Design Diplomacy hjá norska sendiráðinu. „Þar mun ég eiga einhvers konar blint stefnumót við norska fatahönnuðinn Elisabeth Stray Pedersen á föstudaginn.“ Daginn eftir verður móttaka í Kiosk milli klukkan 15:00-17:00 þar sem Elisabeth mun kynna sína hönnun og verða veitingar í boði norska sendiráðsins. View this post on Instagram A post shared by Magnea Einarsdo ttir (@magneaeinarsdottir) Hvernig leggst viðburðurinn í þig og hefurðu tekið þátt í svona áður?Þetta leggst bara mjög vel í mig og ég hlakka til að kynnast Elisabeth og eiga samtal við hana. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki verið viðstödd Design Diplomacy fyrr. Hugmyndin kemur frá Finnlandi og eru viðburðirnir framleiddir í samstarfi við Helsinki Design Week. Sérsniðin spurningaspjöld eru notuð til þess að hefja hönnunarmiðaða umræðu og mun gestum gefast tækifæri til að hlusta á okkur bera saman bækur okkar og ræða um ýmis hönnunartengd málefni. Samtalið heldur svo áfram yfir kaffibolla eða drykk á heimili sendiherrans. Hönnun frá Magneu.Aðsend. Hver heldur þú að sé helsti munurinn á milli lista og hönnunarumhverfisins hér og þar?Það virðist vera mjög mikil gróska í hönnunargeiranum í Osló, þá sérstaklega í fatahönnun og ég held að við eigum meira sameiginlegt en ekki. Þau eru á vissum byrjunarreit eins og við hér og eru ekki með eins rótgróna tískusenu eins og t.d. Danmörk og Svíþjóð, þar sem áherslur í verðmætasköpun hafa verið aðrar þar eins og hér. Það getur verið hamlandi að ákveðnu leyti en einnig boðið upp á ýmsa möguleika, sérstaklega þegar litið er til þeirra áskoranna sem alþjóðlegur tískuheimur stendur frammi fyrir í dag. Norskir fatahönnuðir vinna út frá ákveðnu manifesto þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi og við hér á Íslandi höfum einnig burði til að vera leiðandi á því sviði. View this post on Instagram A post shared by Magnea Einarsdo ttir (@magneaeinarsdottir) Eigið þið mikið sameiginlegt sem hönnuðir?Ég þekkti ekki til hennar fyrr en hugmyndin var kynnt fyrir mér en við nánari skoðun kom í ljós að við virðumst eiga ýmislegt sameiginlegt á hönnunarsviðinu. Enda var okkur sennilega teflt saman þess vegna. Hún tók yfir rótgróna verksmiðju í Osló fyrir nokkrum árum sem hefur framleitt ullarvörur í áratugi og hefur hún byggt upp tískumerki úr staðbundnu hráefni og framleiðslu sl ár. Elisabeth notar ull af norskum kindum sem ganga frjálsar um hálendin. Fatamerkið á einnig í samstarfi við sérvalið norskt handverksfólk, allt niður í tvinna og borða sem eru framleiddir innanlands. Hönnun frá Magneu.Aðsend. Ég hef verið að vinna með íslensku ullina frá því ég útskrifaðist og hef unnið með framleiðendum í Reykjavík að því að þróa hágæða tískuvöru úr þessu staðbundna hráefni með áherslu á yfirhafnir sem eru kynntar sérstaklega undir heitinu made in reykjavík sem vekur um leið athygli á uppruna vörunnar. Hönnun frá Magneu.Aðsend. Með verkefninu vil ég stuðla að auknum rekjanleika og gegnsæi en þau atriði eru talin aflgjafi aukinnar sjálfbærni í tískuiðnaði. Það sem er einstakt við virðiskeðju verkefnisins er að allt ferli vörunnar gerist innan Höfuðborgarsvæðisins. Sérstaða vörunnar er sú að hugvitið, hráefnið og framleiðslan er öll unnin á sama stað sem gefur gæðastimpil og minnkar kolefnisspor. Heldur þú að það verði eitthvað samvinnuverkefni sem komi út úr þessu?Það er aldrei að vita, allavega mun það víkka sjóndeildarhringinn og efla tengslanetið sem er alltaf jákvætt. Magnea Einarsdóttir leggur áherslu á nýstárleg efni, prjón og fleira.Vísir/Vilhelm Hefur þú áður farið í heimsókn til sendiherra?Já, ég hef átt nokkra snertifleti við sendiráð og sendiherra í gegnum tíðina. Sendiherra Íslands í París heimsótti t.d. showroomið mitt þegar ég tók þátt í Paris Fashion Week og þegar ég var nýútskrifuð var mér ásamt tveimur ungum íslenskum hönnuðum boðið til Berlínar á vegum íslenska sendiráðsins þar til að taka þátt í kynningardagskrá fyrir unga norræna hönnuði. Þar fengum við mjög flottar móttökur, vorum lóðsuð um borgina í nokkra daga og héldum svo hvert sitt erindi um okkar hönnun í tengslum við sýninguna Nordic Design Today. Hönnun frá Magneu.Aðsend. Hvar sækir þú þér innblástur?Frá öllu og engu í rauninni. Ég hef lært og þjálfast í því að vera sífellt með öll skilningarvit opin fyrir innblæstri en svo getur það verið marglaga hvernig hann endurspeglast í hönnunarferlinu hvort sem það er að prófa nýjar samsetningar af litum, hráefnum, smáatriðum eða aðferðum út frá hverju því sem vekur forvitni þá stundina. Hvað varðar efnisval þá leita ég fyrst og fremst í náttúruleg eða endurunnin hráefni. Íslenska ullin er alltaf með en hana nota ég í yfirhafnir sem ég þróa í samstarfi við verksmiðjur og handverksfólk í Reykjavík. Sniðin eru einföld, klassísk og kvenleg þar sem ég legg áherslu á að efnin og smáatriðin fái að njóta sín. HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022.
HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022.
HönnunarMars Tíska og hönnun Prjónaskapur Tengdar fréttir Bjóða nýbökuðum foreldrum að læra ungbarnanudd á Værðardýnunni Vinkonurnar og samstarfsfélagarnir Anna Katharina og Lena Csóti fengu hugmyndina að hönnun Værðardýnunnar eftir að hafa báðar unnið mikið með börnum. Nú bjóða þær nýbökuðum foreldrum á vinnustofu til þess að prófa hönnunina og læra grunnatriði í ungbarnanuddi. 3. maí 2022 16:32 „Í dag erum við mjög þakklát fyrir að hafa tekið áhættuna“ Inga Elín er hönnuður sem sló heldur betur í gegn með veltibollunum sem Íslendingar virðast ekki fá nóg af. Hún opnaði Gallerí á Skólavörðustíg í miðju Covid ásamt syni sínu og er spennt að taka þátt í HönnunarMars í ár með nýrri hönnun, skýjadiskum. 3. maí 2022 13:31 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Bjóða nýbökuðum foreldrum að læra ungbarnanudd á Værðardýnunni Vinkonurnar og samstarfsfélagarnir Anna Katharina og Lena Csóti fengu hugmyndina að hönnun Værðardýnunnar eftir að hafa báðar unnið mikið með börnum. Nú bjóða þær nýbökuðum foreldrum á vinnustofu til þess að prófa hönnunina og læra grunnatriði í ungbarnanuddi. 3. maí 2022 16:32
„Í dag erum við mjög þakklát fyrir að hafa tekið áhættuna“ Inga Elín er hönnuður sem sló heldur betur í gegn með veltibollunum sem Íslendingar virðast ekki fá nóg af. Hún opnaði Gallerí á Skólavörðustíg í miðju Covid ásamt syni sínu og er spennt að taka þátt í HönnunarMars í ár með nýrri hönnun, skýjadiskum. 3. maí 2022 13:31