Innlent

Um 2.500 greitt at­kvæði utan kjör­fundar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla stendur nú yfir í Holtagörðum í Reykjavík. Myndin er úr safni.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla stendur nú yfir í Holtagörðum í Reykjavík. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Rúmlega 2.500 manns hafa nú greitt atkvæði utan kjörfundar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fram fara þann 14. maí næstkomandi.

Fram kemur í Morgunblaðinu í morgun að flestir, eða rúmlega átján hundruð manns, hafi greitt atkvæði á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta er meiri þátttaka en í kosningunum árið 2018 en utankjörfundaratkvæðagreiðsla stendur nú í fjórar vikur en ekki í átta eins og verið hefur undanfarnar kosningar.

Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, segir að búist sé við því að kjörsókn muni aukast verulega fram að sjálfum kjördeginum og því hafi verið ákveðið að hafa opið lengur, eða til klukkan tíu alla daga í Holtagörðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×