Ég brenn fyrir þessu starfi Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 1. maí 2022 19:30 Fyrir stuttu var mér boðið að eiga samtal við kennaranema í Háskóla Íslands. Tilefnið voru vangaveltur og spurningar sem brunnu á kennaranemum um störf og starfsskilyrði í grunnskóla. Þrátt fyrir stutta heimsókn þá upplifði ég og fann að þau höfðu þennan brennandi neista sem og væntingar um að hafa áhrif á skólastarf framtíðar. Mikilvægt er að kennaranámið nesti þau sem best til kennslu en hlutverk okkar kennara á vettvangi er ekki síður mikilvægt við að búa þeim þau starfsskilyrði sem nauðsynleg eru til að þrífast í starfi. Samfélagslegar væntingar til kennara eru miklar og til allrar hamingju snýst umræðan um málefni grunnskóla iðulega um það hvernig við getum gert enn betur, hvernig menntun íslenskra barna geti verið framúrskarandi að gæðum. Fólk sem starfar í stjórnmálum ætlast einnig til mikils af kennurum og það er vel. Þá umræðu verðum við öll að setja í samhengi við starfsskilyrði, starfsgleði og þær sjálfsögðu kröfur sem allar stéttir gera, að búa við viðunandi starfskjör. Ég trúi því að kennarar, samfélagið og stjórnmálafólk geti fylkt sér að baki eftirfarandi markmiðum, annars vegar að gera kennarastarfið að heillandi kosti fyrir ungt fólk og hins vegar að búa öllum kennurum þau skilyrði að þeir vaxi og dafni í starfi. Þessum markmiðum hef ég unnið að og vil gera áfram. Heimsókn mín til kennaranema sannaði enn og aftur að þeir töfrar sem felast í kennslu kveikja hjá okkur löngun til þess að hafa jákvæð áhrif á samfélagið í gegnum þetta mikilvæga starf. Félag grunnskólakennara þarf forystu sem gætir hagsmuna kennara á öllum sviðum, hvort sem um er að ræða kjör, starfsaðstæður, nýliðun, kennaramenntun, starfsgleði og möguleika til starfsþróunar. Ég hef langa reynslu, þekkingu og yfirsýn á löggjöf, stjórnsýslu og aðstæðum kennara í ólíkum landshlutum. Þess vegna gef ég kost á mér til að starfa áfram sem formaður Félags grunnskólakennara. Höfundur sækist eftir áframhaldandi umboði félagsmanna Félags grunnskólakennara til formennsku fyrir félagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Grunnskólar Stéttarfélög Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Sjá meira
Fyrir stuttu var mér boðið að eiga samtal við kennaranema í Háskóla Íslands. Tilefnið voru vangaveltur og spurningar sem brunnu á kennaranemum um störf og starfsskilyrði í grunnskóla. Þrátt fyrir stutta heimsókn þá upplifði ég og fann að þau höfðu þennan brennandi neista sem og væntingar um að hafa áhrif á skólastarf framtíðar. Mikilvægt er að kennaranámið nesti þau sem best til kennslu en hlutverk okkar kennara á vettvangi er ekki síður mikilvægt við að búa þeim þau starfsskilyrði sem nauðsynleg eru til að þrífast í starfi. Samfélagslegar væntingar til kennara eru miklar og til allrar hamingju snýst umræðan um málefni grunnskóla iðulega um það hvernig við getum gert enn betur, hvernig menntun íslenskra barna geti verið framúrskarandi að gæðum. Fólk sem starfar í stjórnmálum ætlast einnig til mikils af kennurum og það er vel. Þá umræðu verðum við öll að setja í samhengi við starfsskilyrði, starfsgleði og þær sjálfsögðu kröfur sem allar stéttir gera, að búa við viðunandi starfskjör. Ég trúi því að kennarar, samfélagið og stjórnmálafólk geti fylkt sér að baki eftirfarandi markmiðum, annars vegar að gera kennarastarfið að heillandi kosti fyrir ungt fólk og hins vegar að búa öllum kennurum þau skilyrði að þeir vaxi og dafni í starfi. Þessum markmiðum hef ég unnið að og vil gera áfram. Heimsókn mín til kennaranema sannaði enn og aftur að þeir töfrar sem felast í kennslu kveikja hjá okkur löngun til þess að hafa jákvæð áhrif á samfélagið í gegnum þetta mikilvæga starf. Félag grunnskólakennara þarf forystu sem gætir hagsmuna kennara á öllum sviðum, hvort sem um er að ræða kjör, starfsaðstæður, nýliðun, kennaramenntun, starfsgleði og möguleika til starfsþróunar. Ég hef langa reynslu, þekkingu og yfirsýn á löggjöf, stjórnsýslu og aðstæðum kennara í ólíkum landshlutum. Þess vegna gef ég kost á mér til að starfa áfram sem formaður Félags grunnskólakennara. Höfundur sækist eftir áframhaldandi umboði félagsmanna Félags grunnskólakennara til formennsku fyrir félagið.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun