Lífið

Kylie Minogue snýr aftur í Nágranna

Smári Jökull Jónsson skrifar
Þau Susan og Karl Kennedy, sem leikin eru af Jackie Woodburne og Alan Fletcher, munu eflaust taka vel á móti Kylie Minogue þegar hún snýr aftur.
Þau Susan og Karl Kennedy, sem leikin eru af Jackie Woodburne og Alan Fletcher, munu eflaust taka vel á móti Kylie Minogue þegar hún snýr aftur. Fremantle/Channel 5/EPA

Kylie Minogue mun snúa aftur í Nágranna eftir meira en þrjátíu ára fjarveru áður en framleiðslu þáttanna verður hætt í sumar. Jason Donovan, sem lék unnusta Kylie í þáttunum, snýr einnig til baka.

Þau Minogue og Donovan höfðu bæði ýjað að endurkomu og komið af stað æsilegum orðrómum á meðan dyggra aðdáneda þáttanna. Höfðu þau meðal annars birt myndir á Instagram þar sem sást í það sem virtist vera handrit úr þáttunum.

Þau léku parið Scott og Charlene Robinson en Kylie lék í þáttunum á árunum 1986-1988 og Donovan einu ári lengur. Síðan þá hefur Kylie átt stjörnuferil sem söngkona og Donovan leikið í fjölmörgum misvinsælum sjónvarpsþáttum.

Nú hefur endurkoman fengist staðfest og á Twitter skrifar Jason Herbison, aðalframleiðandi Nágranna, að þau Scott og Charlene séu hið fullkomna ofurpar.

„Við erum alsæl að Jason og Kylie séu komin heim til að leika mikilvægt hlutverk í lokaþáttaröðinni.“

Aðdáendur þáttanna víða um heim hafa ekki farið leynt með ánægju sína yfir ákvörðun Kylie Minogue og Jason Donovan að snúa aftur á skjáinn. 

Tilkynnt var fyrr á árinu að framleiðslu þáttanna yrði hætt í júní þar sem framleiðslufyrirtækinu Fremantle hefði ekki tekist að finna nýja breska sjónvarpsstöð til að fjármagna framleiðsluna. Þeir hafa verið í framleiðslu í heil 37 ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×