Ísfirðingar vilja betri bæjaranda Smári Jökull Jónsson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 1. maí 2022 10:45 Ísafjörður er stærsti byggðakjarninn á Vestfjörðum. Vísir/Skjáskot Bætt heilbrigðisþjónusta, hreinni götur og betri bæjarandi. Allt eru þetta lykilatriði hjá Ísfirðingum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Á meðan er frambjóðendum mest umhugað um uppbyggingu. Í Ísafjarðabær eru fimm byggðakjarnar. Ísafjörður sá langstærsti en þar búa um 2.730 manns. En í hinum byggðakjörnum sveitarfélagsins búa í kring um tvö til þrjú hundruð manns. Í bæjarstjórn sitja 9 bæjarfulltrúar. Núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er með fimm en Í-listinn, sem er sameiginlegur listi Samfylkingar, Vinstri grænna, Viðreisnar og óháðra er með fjóra. Arna Lára Jónsdóttir er bæjarstjóraefni Í-listans. Hún situr í baráttusætinu og ef hún nær inn nær Í-listinn meirihluta. „Það er ekkert annað í boði fyrir okkur en að stefna að hreinum meirihluta af því að það er alveg augljóst að sagan kennir okkur að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fara alltaf saman í meirihluta. Við þurfum alltaf að standa ein með sjálfum okkur. Það er bara þannig.“ Kosningarnar verða líklega spennandi eftir þetta fyrsta kjörtímabil sitjandi meirihluta. Kristján Þór Kristjánsson er forseti bæjarstjórnar og oddviti Framsóknar. Hann vill ekki ganga svo langt að lýsa því yfir að hann vijli halda meirihlutasamstarfinu áfram. Kristján er forseti bæjarstjórnar og oddviti Framsóknarflokksins á Ísafirði.Vísir/Skjáskot „Ég held það sé bara óskandi að okkar mál nái fram að ganga. Við teljum að við séum að fara af stað með góða málefnaskrá og hvert það leiðir okkur það verður bara að koma í ljós. “ Hann útilokar ekki samstarf við aðra en Sjálfstæðisflokkinn. „Við útilokum ekki neitt. Við erum til í viðræður við alla sem eru til í viðræður við alla sem eru til í að gera gott fyrir Ísafjarðarbæ og samfélagið.“ Það er greinilega margt sem brennur á bæjarbúum þegar þeir eru spurðir að því hvert sé stóra málið framundan. Svörin voru afar fjölbreytt og ljóst að á Ísafirði er ekki kosið um eitt stórt mál. Bygging á fjölnota íþróttahúsi, bæta bæjarandann, heilbrigðismál og hreinni götur í bænum var meðal þess sem þeir íbúar bæjarins sem rætt var við nefndu sem stóru málin framundan. Arna Lára er í baráttusæti Í-listans.Vísir/Skjáskot Athygli vekur að ekki er samhljómur á milli þeirra og frambjóðenda því enginn þeirra sem rætt var við var sammála þeim um hvert stærsta málið fyrir kosningarnar væri. „Ég held að stóru málin núna séu uppbygging og helstu málin núna eru bara lóðamál. Gera lóðir klárar bæði fyrir atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði svo að fólk geti komið hingað og tekið þátt í þessari uppbyggingu,“ segir Kristján Þór oddviti Framsóknar. „Ja, það er nú kannski fyrst og fremst þessi uppbygging sem hér er framundan og við auðvitað stöndum frammi fyrir miklu vaxtarskeiði. Það er auðvitað verkefni sveitarfélagsins að búa sig undir það,“ segir Arna Lára bæjarstjóraefni Í-listans. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Byggðamál Ísafjarðarbær Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Í Ísafjarðabær eru fimm byggðakjarnar. Ísafjörður sá langstærsti en þar búa um 2.730 manns. En í hinum byggðakjörnum sveitarfélagsins búa í kring um tvö til þrjú hundruð manns. Í bæjarstjórn sitja 9 bæjarfulltrúar. Núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er með fimm en Í-listinn, sem er sameiginlegur listi Samfylkingar, Vinstri grænna, Viðreisnar og óháðra er með fjóra. Arna Lára Jónsdóttir er bæjarstjóraefni Í-listans. Hún situr í baráttusætinu og ef hún nær inn nær Í-listinn meirihluta. „Það er ekkert annað í boði fyrir okkur en að stefna að hreinum meirihluta af því að það er alveg augljóst að sagan kennir okkur að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fara alltaf saman í meirihluta. Við þurfum alltaf að standa ein með sjálfum okkur. Það er bara þannig.“ Kosningarnar verða líklega spennandi eftir þetta fyrsta kjörtímabil sitjandi meirihluta. Kristján Þór Kristjánsson er forseti bæjarstjórnar og oddviti Framsóknar. Hann vill ekki ganga svo langt að lýsa því yfir að hann vijli halda meirihlutasamstarfinu áfram. Kristján er forseti bæjarstjórnar og oddviti Framsóknarflokksins á Ísafirði.Vísir/Skjáskot „Ég held það sé bara óskandi að okkar mál nái fram að ganga. Við teljum að við séum að fara af stað með góða málefnaskrá og hvert það leiðir okkur það verður bara að koma í ljós. “ Hann útilokar ekki samstarf við aðra en Sjálfstæðisflokkinn. „Við útilokum ekki neitt. Við erum til í viðræður við alla sem eru til í viðræður við alla sem eru til í að gera gott fyrir Ísafjarðarbæ og samfélagið.“ Það er greinilega margt sem brennur á bæjarbúum þegar þeir eru spurðir að því hvert sé stóra málið framundan. Svörin voru afar fjölbreytt og ljóst að á Ísafirði er ekki kosið um eitt stórt mál. Bygging á fjölnota íþróttahúsi, bæta bæjarandann, heilbrigðismál og hreinni götur í bænum var meðal þess sem þeir íbúar bæjarins sem rætt var við nefndu sem stóru málin framundan. Arna Lára er í baráttusæti Í-listans.Vísir/Skjáskot Athygli vekur að ekki er samhljómur á milli þeirra og frambjóðenda því enginn þeirra sem rætt var við var sammála þeim um hvert stærsta málið fyrir kosningarnar væri. „Ég held að stóru málin núna séu uppbygging og helstu málin núna eru bara lóðamál. Gera lóðir klárar bæði fyrir atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði svo að fólk geti komið hingað og tekið þátt í þessari uppbyggingu,“ segir Kristján Þór oddviti Framsóknar. „Ja, það er nú kannski fyrst og fremst þessi uppbygging sem hér er framundan og við auðvitað stöndum frammi fyrir miklu vaxtarskeiði. Það er auðvitað verkefni sveitarfélagsins að búa sig undir það,“ segir Arna Lára bæjarstjóraefni Í-listans.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Byggðamál Ísafjarðarbær Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira