Niðurstaða í máli Garðyrkjuskólans á Reykjum Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 30. apríl 2022 21:30 Málefni Garðyrkjuskólans á Reykjum hafa heldur betur verið milli tannanna á fólki síðastliðnar vikur og mánuði. Ýmsir aðilar kepptust um að fullyrða um að ekkert væri viðhafst innan ríkisstjórnarinnar og spjótum beint að Framsókn. Auðvitað var það svo ráðherra Framsóknar, Ásmundur Einar Daðason, sem greip boltann og leiddi málið til lykta með árangursríkum hætti sem er garðyrkjunámi á Íslandi til hagsbóta. Verkin tala sínu máli og munu gera það áfram. Framsókn klárar málið Á föstudaginn síðastliðinn kynnti mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar, samkomulag um að rekstur starfsmenntanáms í garðyrkju og skyldum greinum yrði tryggður. Fjölbrautaskóli Suðurlands mun taka við umsjón verkefnisins og bjóða öllu starfsfólki Landbúnaðarháskóla Íslands sem hefur sinnt kennslu og tengdum störfum á Reykjum ráðningu frá 1. ágúst 2022. Þetta er vissulega fagnaðarefni. Samkomulagið mun tryggja áframhaldandi garðyrkjunám á Reykjum og fyrirkomulagið mun efla það enn frekar. Starfsmenn halda sinni vinnu og nemar þurfa ekki að hafa áhyggjur. Eflt nám og uppbygging Einnig var ákveðið að umsýsla Reykjatorfunnar og mannvirkja fyrrum Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi flytjist frá Landbúnaðarháskóla Íslands til Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna við upphaf haustannar 2022. Það er forsenda þess að hægt sé að nýta svæðið á nýjum vettvangi undir námið. Með því verða húsakostum viðhaldið á réttan máta ásamt því að frekari uppbyggingu má vænta. Næsta ár verða heldur betur spennandi í íslensku garðyrkjunámi. Einnig verður skipaður starfshópur undir forystu mennta- og barnamálaráðuneytisins um framtíðarfyrirkomulag og nýtingu á Reykjum og eflingu starfsnáms, rannsókna og nýsköpunarstarfs. Starfshópurinn mun skoða tengingu námsins við atvinnulífið og ákveðið sjálfstæði þess gagnvart FSU. Að loknum störfum skal starfshópurinn skila inn tillögum að úrbótum á starfsemi og frekari eflingu hennar, þá varðandi bæði uppbyggingu á svæðinu, bætta kennslu og bættrar námsaðstöðu (aðstaða, tækjakostur, námsefni o.fl. sem þar á við). Mennta- og barnamálaráðherra getur þá í samvinnu við FSU unnið í átt að gera námið enn öflugra, sem vissulega er starfsmönnum, nemum og garðyrkjunáminu öllu til hagsbóta. Gert er ráð fyrir að tillögur starfshópsins liggi fyrir í desember 2022. Mikil gróska á náminu Nú þegar hafa 108 manns innritað sig í starfsnám í garðyrkju og skyldum greinum. Það er greinilegt að áhuginn er til staðar og því er mikilvægt að þessi stóru skref voru stigin í átt að frekari eflingu námsins. Garðyrkjunám þjónar stóru hlutverki í framtíð Íslands, þá bæði varðandi fæðuöryggi og baráttunni við loftlagsbreytingar. Með aðgerðum Framsóknar er verið að stuðla að sjálfbærri framleiðslu íslenskra matvæla og auka tæknivæðingu. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skóla - og menntamál Garðyrkja Ölfus Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Málefni Garðyrkjuskólans á Reykjum hafa heldur betur verið milli tannanna á fólki síðastliðnar vikur og mánuði. Ýmsir aðilar kepptust um að fullyrða um að ekkert væri viðhafst innan ríkisstjórnarinnar og spjótum beint að Framsókn. Auðvitað var það svo ráðherra Framsóknar, Ásmundur Einar Daðason, sem greip boltann og leiddi málið til lykta með árangursríkum hætti sem er garðyrkjunámi á Íslandi til hagsbóta. Verkin tala sínu máli og munu gera það áfram. Framsókn klárar málið Á föstudaginn síðastliðinn kynnti mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar, samkomulag um að rekstur starfsmenntanáms í garðyrkju og skyldum greinum yrði tryggður. Fjölbrautaskóli Suðurlands mun taka við umsjón verkefnisins og bjóða öllu starfsfólki Landbúnaðarháskóla Íslands sem hefur sinnt kennslu og tengdum störfum á Reykjum ráðningu frá 1. ágúst 2022. Þetta er vissulega fagnaðarefni. Samkomulagið mun tryggja áframhaldandi garðyrkjunám á Reykjum og fyrirkomulagið mun efla það enn frekar. Starfsmenn halda sinni vinnu og nemar þurfa ekki að hafa áhyggjur. Eflt nám og uppbygging Einnig var ákveðið að umsýsla Reykjatorfunnar og mannvirkja fyrrum Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi flytjist frá Landbúnaðarháskóla Íslands til Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna við upphaf haustannar 2022. Það er forsenda þess að hægt sé að nýta svæðið á nýjum vettvangi undir námið. Með því verða húsakostum viðhaldið á réttan máta ásamt því að frekari uppbyggingu má vænta. Næsta ár verða heldur betur spennandi í íslensku garðyrkjunámi. Einnig verður skipaður starfshópur undir forystu mennta- og barnamálaráðuneytisins um framtíðarfyrirkomulag og nýtingu á Reykjum og eflingu starfsnáms, rannsókna og nýsköpunarstarfs. Starfshópurinn mun skoða tengingu námsins við atvinnulífið og ákveðið sjálfstæði þess gagnvart FSU. Að loknum störfum skal starfshópurinn skila inn tillögum að úrbótum á starfsemi og frekari eflingu hennar, þá varðandi bæði uppbyggingu á svæðinu, bætta kennslu og bættrar námsaðstöðu (aðstaða, tækjakostur, námsefni o.fl. sem þar á við). Mennta- og barnamálaráðherra getur þá í samvinnu við FSU unnið í átt að gera námið enn öflugra, sem vissulega er starfsmönnum, nemum og garðyrkjunáminu öllu til hagsbóta. Gert er ráð fyrir að tillögur starfshópsins liggi fyrir í desember 2022. Mikil gróska á náminu Nú þegar hafa 108 manns innritað sig í starfsnám í garðyrkju og skyldum greinum. Það er greinilegt að áhuginn er til staðar og því er mikilvægt að þessi stóru skref voru stigin í átt að frekari eflingu námsins. Garðyrkjunám þjónar stóru hlutverki í framtíð Íslands, þá bæði varðandi fæðuöryggi og baráttunni við loftlagsbreytingar. Með aðgerðum Framsóknar er verið að stuðla að sjálfbærri framleiðslu íslenskra matvæla og auka tæknivæðingu. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar