Kjósum Þorgerði – um formannskjör Félags grunnskólakennara Silja Kristjánsdóttir skrifar 30. apríl 2022 19:30 Kæru grunnskólakennarar, Á mánudaginn hefjast kosningar til formanns Félags grunnskólakennara sem standa fram á laugardag. Við getum valið um 3 aðila og það er mikilvægt að við nýtum kosningaréttinn okkar. Ég styð Þorgerði Laufeyju Diðriksdóttur til áframhaldandi starfa, enda þykir mér hún hafa staðið sig með stakri príði sem formaður félagsins okkar. Þorgerður er réttsýn og ákveðin baráttukona, húmoristi, tilfinningavera og síðast en ekki síst sérfræðingur í kjara- og réttindamálum kennara. Hún er óhrædd við að fara í öll mál og tala máli kennara hvar og hvenær sem er. Þorgerður hefur ekki staðið ein í brúnni síðustu ár, með henni hefur starfað öflug stjórn sem ég er svo heppin að hafa fengið að tilheyra síðasta ½ árið eftir rúm 3 ár í samninganefnd. Með stjórninni er skólamálanefnd, samninganefnd, svæðaformenn og svæðastjórnir um allt land að ótöldum tæplega 200 trúnaðarmönnum sem starfa á vettvangi fyrir félagið. Þó að Covid hafi að sjálfsögðu litað síðustu 2 ár og tækifærin til að hittast og tengjast í raunheimum, hefur þessi hópur verið vakinn og sofinn yfir réttindum kennara og samstarfið öflugt og gott undir stjórn Þorgerðar. Ég er afar stollt af verkum forystu Félags grunnskólakennara, af öflugri réttindagæslu, að fá aftur verðmæti inn í kjarasamning án þess að selja neitt í staðinn, eftirfylgni mála og fagmennsku. Ég er stollt af öflum svæðastjórnum sem hafa unnið vel með okkur, veitt aðhald og stuðning. Ég er stollt af vel upplýstum trúnaðarmönnum sem vita hvert á að leita ef eitthvað kemur uppá. Ég er líka stollt af starfsmönnum félagsins sem leitast við að þjónusta félagsmenn hratt og vel. Um leið og ég hvet ykkur til að kjósa Þorgerði til formanns FG, harma ég þá umræðu sem upp hefur komið í þessari kosningabaráttu. Kennarar vita öllum betur hversu hræðilegt einelti er og hversu mikilvægt er að vinna úr málum sem upp koma af alúð og virðingu við alla aðila. Öllum getur orðið á enda erum við mannleg. Það mál sem hefur verið í umræðunni er nú í farvegi innan KÍ undir stjórn formanns sambandsins Magnúsar Þórs Jónssonar, með það að markmiði að sættir náist og samskipti verði á þann hátt að sómi sé að. Það eru stór verkefni framundan hjá Félagi grunnskólakennara, að koma nýgerðum kjarasamningi í framkvæmd. Að finna lausn á styttingu vinnuvikunnar og virkja sveigjanleika í starfi kennara. Það þarf að tryggja að ákvæði um jöfnun lífeyrisréttinda verði efnd og sjá til þess að kennarar hafi rödd í þeirri vinnu sem snýr að launasetningu kvennastétta. Þá þarf að halda áfram þeirri mikilvægu vinnu að skýra framkvæmd kjarasamningsatriða sem ágreiningur hefur verið um og tryggja að réttindi glatist ekki vegna vanþekkingar. Þetta veit Þorgerður, hún hefur sýnt það og sannað að hún ræður við verkefnin og hefur á þeim þekkingu og skilning. Kjósum Þorgerði og tryggjum áframhaldandi uppbyggingu á félaginu okkar og farsæla forystu. Með virðingu og vinsemd, Silja Kristjánsdóttir, textílkennari í Sjálandsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Kæru grunnskólakennarar, Á mánudaginn hefjast kosningar til formanns Félags grunnskólakennara sem standa fram á laugardag. Við getum valið um 3 aðila og það er mikilvægt að við nýtum kosningaréttinn okkar. Ég styð Þorgerði Laufeyju Diðriksdóttur til áframhaldandi starfa, enda þykir mér hún hafa staðið sig með stakri príði sem formaður félagsins okkar. Þorgerður er réttsýn og ákveðin baráttukona, húmoristi, tilfinningavera og síðast en ekki síst sérfræðingur í kjara- og réttindamálum kennara. Hún er óhrædd við að fara í öll mál og tala máli kennara hvar og hvenær sem er. Þorgerður hefur ekki staðið ein í brúnni síðustu ár, með henni hefur starfað öflug stjórn sem ég er svo heppin að hafa fengið að tilheyra síðasta ½ árið eftir rúm 3 ár í samninganefnd. Með stjórninni er skólamálanefnd, samninganefnd, svæðaformenn og svæðastjórnir um allt land að ótöldum tæplega 200 trúnaðarmönnum sem starfa á vettvangi fyrir félagið. Þó að Covid hafi að sjálfsögðu litað síðustu 2 ár og tækifærin til að hittast og tengjast í raunheimum, hefur þessi hópur verið vakinn og sofinn yfir réttindum kennara og samstarfið öflugt og gott undir stjórn Þorgerðar. Ég er afar stollt af verkum forystu Félags grunnskólakennara, af öflugri réttindagæslu, að fá aftur verðmæti inn í kjarasamning án þess að selja neitt í staðinn, eftirfylgni mála og fagmennsku. Ég er stollt af öflum svæðastjórnum sem hafa unnið vel með okkur, veitt aðhald og stuðning. Ég er stollt af vel upplýstum trúnaðarmönnum sem vita hvert á að leita ef eitthvað kemur uppá. Ég er líka stollt af starfsmönnum félagsins sem leitast við að þjónusta félagsmenn hratt og vel. Um leið og ég hvet ykkur til að kjósa Þorgerði til formanns FG, harma ég þá umræðu sem upp hefur komið í þessari kosningabaráttu. Kennarar vita öllum betur hversu hræðilegt einelti er og hversu mikilvægt er að vinna úr málum sem upp koma af alúð og virðingu við alla aðila. Öllum getur orðið á enda erum við mannleg. Það mál sem hefur verið í umræðunni er nú í farvegi innan KÍ undir stjórn formanns sambandsins Magnúsar Þórs Jónssonar, með það að markmiði að sættir náist og samskipti verði á þann hátt að sómi sé að. Það eru stór verkefni framundan hjá Félagi grunnskólakennara, að koma nýgerðum kjarasamningi í framkvæmd. Að finna lausn á styttingu vinnuvikunnar og virkja sveigjanleika í starfi kennara. Það þarf að tryggja að ákvæði um jöfnun lífeyrisréttinda verði efnd og sjá til þess að kennarar hafi rödd í þeirri vinnu sem snýr að launasetningu kvennastétta. Þá þarf að halda áfram þeirri mikilvægu vinnu að skýra framkvæmd kjarasamningsatriða sem ágreiningur hefur verið um og tryggja að réttindi glatist ekki vegna vanþekkingar. Þetta veit Þorgerður, hún hefur sýnt það og sannað að hún ræður við verkefnin og hefur á þeim þekkingu og skilning. Kjósum Þorgerði og tryggjum áframhaldandi uppbyggingu á félaginu okkar og farsæla forystu. Með virðingu og vinsemd, Silja Kristjánsdóttir, textílkennari í Sjálandsskóla.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar