Handbolti

ÍR-ingar tóku forystuna í baráttunni um sæti í Olís-deildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
ÍR-ingar unnu öruggan sigur í kvöld.
ÍR-ingar unnu öruggan sigur í kvöld. Vísir/Vilhelm

ÍR-ingar unnu afar öruggan 12 marka sigur er liðið tók á móti Fjölni í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi í umspili um laust sæti í Olís-deild karla á næsta tímabili, 36-24.

Heimamenn í ÍR mættu rétt stilltir til leiks og voru með yfirhöndina frá upphafi. Liðið hafði fimm marka forskot þegar flautað var til hálfleiks, staðan 18-13.

Svipað var uppi á teningnum í síðari hálfleik og ÍR-ingar hleyptu gestunum aldrei að neinu viti inn í leikinn. Heimamenn unnu að lokum 12 marka sigur, 36-24, og eru því komnir með forystu í einvíginu.

Annar leikur liðanna fer fram í Dalhúsum á mánudaginn, en vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér sæti í Olís-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×