Einkamál innviðaráðherra Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar 29. apríl 2022 20:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, gerðist uppvís að því að fara með rasísk, eða eins og hann komst að orði, helst til „óviðurkvæmileg“ ummæli fyrir fáeinum vikum síðan. Málið varð kveikja að talsverðri samfélagsumræðu – en hvert hras ríkisstjórnarinnar á fætur öðru gerði það að verkum að umræðan snerist fljótlega annað. Mér þykir þó einstaklega mikilvægt að við skiljum ekki við málið og látum þar við sitja. Þess vegna spurði ég innviðaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag hver staða hans væri í ljósi þess að hann hefði glatað gífurlegu trausti í kjölfar þess að ummælin urðu opinber – og það sem mikilvægara er, hvað hann og hans flokkur hygðust gera til þess að endurbyggja þetta traust og berjast gegn rasisma á Íslandi. Hverju svaraði innviðaráðherra? Nú, hann byrjaði á því að saka mig um persónulegar árásir gegn sér og ýjaði að því að þetta hefði eitthvað með sveitarstjórnarkosningar að gera og að ég væri með þessum spurningum mínum að reyna að skemma fyrir framboði Framsóknar í borgarstjórn. Í heild var svar innviðaráðherra við því hvað hann hygðist gera í baráttunni gegn rasisma í rauninni: „ekki neitt“. Viðbrögð innviðaráðherra segja allt sem segja þarf. Honum virðist ókleift að stíga út fyrir sjálfan sig og horfa á ummæli sín í víðara samhengi. Fyrir honum er málið dautt og búið – einkamál sem var útkljáð með einkasamtali – að því er virðist vegna meðvitundarleysis gagnvart þeim forréttindum sem hann býr yfir og því fordæmi sem orð hans setja fyrir samfélagið allt. Ríkisstjórnin gerist síðan samsek og stjórnarliðar á þinginu sömuleiðis þegar þau stíga upp í pontu hvert á fætur öðru og láta eins og ummælin séu bara útkljáð einkamál. Ekkert þeirra virðist skilja um hvað málið snýst. Þegar embættismaður í ríkisstjórn kemur svona fram hefur það nefnilega víðtæk neikvæð áhrif út í samfélagið. Með því að segja rasíska hluti og hrista gagnrýnina svo bara af sér án nokkurra afleiðinga setur ráðherra mjög hættulegt fordæmi. Það eina sem Sigurður Ingi hefur gert í kjölfar uppákomunnar er að segja: „Æ sorrý, ég er ennþá að læra á sjálfan mig.“ Það sem ráðherra áttar sig hins vegar ekki á er að þetta snýst alls ekkert um hann. Sigurður Ingi og stjórnarliðarnir senda þau skilaboð til samfélagsins að það sé allt í himnalagi þótt ráðherra í ríkisstjórn Íslands gerist sekur um fordóma og áreitni, að það sé í lagi að brjóta lög um jafna meðferð óháð kynþætti, svo fremi hann biðjist afsökunar. Þau senda samfélaginu þau skilaboð að hversdagslegur rasismi sé afsakanlegur. Að hann sé í lagi. Það er auðvitað forkastanlegt að við sem sitjum í stjórnarandstöðu þurfum að taka það að okkur að krefja ráðherra um að gera eitthvað meira en bara vorkenna sjálfum sér og segja „sorrý memmig“. Þó væntingar mínar til innviðaráðherra hafi ekki verið himinháar þegar ég bryddaði upp á fyrirspurn minni við hann ollu svör hans engu að síður vonbrigðum. Ég hefði búist við einhverjum lágmarksaðgerðum frá Framsóknarflokknum eða ríkisstjórninni – þó ekki væri nema innihaldsrýru pólitísku PR-útspili – en nei, svarið var “ekki neitt”. Ég bjóst í sannleika sagt við því að ráðherra myndi nýta þetta tækifæri til þess að axla ábyrgð með einhverjum hætti, tilkynna um stefnumótun eða aðgerð, setja málið “í nefnd”... bara eitthvað. En nei. Málinu er lokið, að mati ráðherra, og þar virðist öll ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir vera honum sammála. Þannig er því staðan. Ráðherra ætlar ekki að gera neitt. Ríkisstjórnin hylmir yfir með honum í þögn og aðgerðaleysi. Engar breytingar eru í bígerð. Viðbrögð ráðherra og ríkisstjórnarinnar allrar tala sínu máli: þeim er alveg sama. Höfundur er þingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Kynþáttafordómar Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, gerðist uppvís að því að fara með rasísk, eða eins og hann komst að orði, helst til „óviðurkvæmileg“ ummæli fyrir fáeinum vikum síðan. Málið varð kveikja að talsverðri samfélagsumræðu – en hvert hras ríkisstjórnarinnar á fætur öðru gerði það að verkum að umræðan snerist fljótlega annað. Mér þykir þó einstaklega mikilvægt að við skiljum ekki við málið og látum þar við sitja. Þess vegna spurði ég innviðaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag hver staða hans væri í ljósi þess að hann hefði glatað gífurlegu trausti í kjölfar þess að ummælin urðu opinber – og það sem mikilvægara er, hvað hann og hans flokkur hygðust gera til þess að endurbyggja þetta traust og berjast gegn rasisma á Íslandi. Hverju svaraði innviðaráðherra? Nú, hann byrjaði á því að saka mig um persónulegar árásir gegn sér og ýjaði að því að þetta hefði eitthvað með sveitarstjórnarkosningar að gera og að ég væri með þessum spurningum mínum að reyna að skemma fyrir framboði Framsóknar í borgarstjórn. Í heild var svar innviðaráðherra við því hvað hann hygðist gera í baráttunni gegn rasisma í rauninni: „ekki neitt“. Viðbrögð innviðaráðherra segja allt sem segja þarf. Honum virðist ókleift að stíga út fyrir sjálfan sig og horfa á ummæli sín í víðara samhengi. Fyrir honum er málið dautt og búið – einkamál sem var útkljáð með einkasamtali – að því er virðist vegna meðvitundarleysis gagnvart þeim forréttindum sem hann býr yfir og því fordæmi sem orð hans setja fyrir samfélagið allt. Ríkisstjórnin gerist síðan samsek og stjórnarliðar á þinginu sömuleiðis þegar þau stíga upp í pontu hvert á fætur öðru og láta eins og ummælin séu bara útkljáð einkamál. Ekkert þeirra virðist skilja um hvað málið snýst. Þegar embættismaður í ríkisstjórn kemur svona fram hefur það nefnilega víðtæk neikvæð áhrif út í samfélagið. Með því að segja rasíska hluti og hrista gagnrýnina svo bara af sér án nokkurra afleiðinga setur ráðherra mjög hættulegt fordæmi. Það eina sem Sigurður Ingi hefur gert í kjölfar uppákomunnar er að segja: „Æ sorrý, ég er ennþá að læra á sjálfan mig.“ Það sem ráðherra áttar sig hins vegar ekki á er að þetta snýst alls ekkert um hann. Sigurður Ingi og stjórnarliðarnir senda þau skilaboð til samfélagsins að það sé allt í himnalagi þótt ráðherra í ríkisstjórn Íslands gerist sekur um fordóma og áreitni, að það sé í lagi að brjóta lög um jafna meðferð óháð kynþætti, svo fremi hann biðjist afsökunar. Þau senda samfélaginu þau skilaboð að hversdagslegur rasismi sé afsakanlegur. Að hann sé í lagi. Það er auðvitað forkastanlegt að við sem sitjum í stjórnarandstöðu þurfum að taka það að okkur að krefja ráðherra um að gera eitthvað meira en bara vorkenna sjálfum sér og segja „sorrý memmig“. Þó væntingar mínar til innviðaráðherra hafi ekki verið himinháar þegar ég bryddaði upp á fyrirspurn minni við hann ollu svör hans engu að síður vonbrigðum. Ég hefði búist við einhverjum lágmarksaðgerðum frá Framsóknarflokknum eða ríkisstjórninni – þó ekki væri nema innihaldsrýru pólitísku PR-útspili – en nei, svarið var “ekki neitt”. Ég bjóst í sannleika sagt við því að ráðherra myndi nýta þetta tækifæri til þess að axla ábyrgð með einhverjum hætti, tilkynna um stefnumótun eða aðgerð, setja málið “í nefnd”... bara eitthvað. En nei. Málinu er lokið, að mati ráðherra, og þar virðist öll ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir vera honum sammála. Þannig er því staðan. Ráðherra ætlar ekki að gera neitt. Ríkisstjórnin hylmir yfir með honum í þögn og aðgerðaleysi. Engar breytingar eru í bígerð. Viðbrögð ráðherra og ríkisstjórnarinnar allrar tala sínu máli: þeim er alveg sama. Höfundur er þingmaður Pírata
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun